Metum hvort við viljum breyta góðri sögu með sannleika X977 11. apríl 2024 08:51 Sigurjón Kjartansson (t.v.) og Addi Tryggvason stjórna Djúpinu sem er nýr þáttur á X977. Nýlega hóf útvarpsþátturinn Djúpið göngu sína á X977 en þar fara þeir félagar Sigurjón Kjartansson og Addi Tryggvason á dýptina í fróðlegri og skemmtilegri umfjöllun um tónlist. „Við erum að taka fyrir einstaka hljómsveitir og tónlistarmenn,“ segir Sigurjón en heldur þeim möguleika opnum að einstaka plötur eða jafnvel lög verði tekin fyrir. Einnig er til skoðunar að taka fyrir einstök landssvæði bætir Addi við. „Bíðið bara þar til Sigurjón mun taka fyrir pönk frá austur London frá árinu 1979.“ Þeir munu taka fyrir efni í þáttunum sem þeir hafa áhuga á, alveg óháð vinsældum. „Hlustendur munu heyra efni sem þeir hafa jafnvel ekki heyrt áður og kynnast vanmetnum böndum og plötum. Eitthvað sem náði kannski ekki miklu flugi á sínum tíma en átti það svo sannarlega skilið,“ segir Addi. Í þáttunum segjast þeir ætla að kryfja ýmsar sögusagnir og því megi kannski segja að þeir séu nokkurs konar rannsóknarblaðamenn þegar kemur að tónlist. „Við gerum líka orðrómi hátt undir höfði og metum í hver skipti hvort við viljum breyta eða eyða góðri sögu með sannleika. Það mætti jafnvel segja að þátturinn sé góð blanda af fornleifafræði og sakamálaþætti,“ segir Sigurjón. Í fyrsta þætti Djúpsins, sem fór í loftið föstudaginn 5. apríl, var enska síðpönksveitin Killing Joke tekin fyrir en hún á skemmtilega Íslandstengingu. „Þar fjöllum við um tímabilið þegar tveir meðlimir sveitarinnar flúðu til Íslands og stofnuðu hljómsveitina Iceland ásamt nokkrum meðlimum Þeysaranna,“segir Addi. Í Djúpinu munu þeir félagar kryfja ýmsar sögusagnir og því má segja að þeir séu nokkurs konar rannsóknarblaðamenn þegar kemur að tónlist. Þátturinn á sér enga fyrirmynd heldur spratt hugmyndin fram eftir að þeir gerðu óvart „offline“ útvarpsþátt með nördaspjalli. „Alltaf þegar við hittumst byrjar nördaspjallið mjög fljótlega. Því lá bara beinast við að gera útvarpsþátt í þeim anda,“ segir Sigurjón. Í næsta þætti fara þeir félagar yfir mikla ráðgátu sem tengist frægum íslenskum bassaleikara og frægri breskri hljómsveit. Djúpið fer í loftið á X977 á hverjum föstudegi kl. 14 og stendur yfir til kl. 16. Tónlist X977 Mest lesið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Lífið Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Lífið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Lífið Abba skilar 350 milljörðum í kassann Tónlist Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ Bíó og sjónvarp Höfundur Kaupalkabókanna látinn Lífið Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Lífið Konfektleikur í tilefni 90 ára afmælis Nóa Síríus Lífið samstarf Fleiri fréttir Epli með nýja stórglæsilega verslun Konfektleikur í tilefni 90 ára afmælis Nóa Síríus Heimilislegur ítalskur veitingastaður í hjarta borgarinnar Samsæri á Paradísareyjunni Bjóða upp á jólakaffi allar helgar fram að jólum Fröken Dúlla og konurnar sem báru skömmina 48% aukið áhorf á sjónvarpsstöðvar Sýnar Snörp og áhrifamikil bók Jólagjafahugmyndir sem hitta í mark Vestfirsk náttúra skapar dulúð í nýjustu bók Margrétar S. Höskuldsdóttur Elvis heimsmeistari snýr aftur til Íslands Útreiðartúrinn leiðir lesendur inn í flókið net fjölskyldu, vináttu og leyndarmála Himnesk rúmföt úr egypskri bómull Nóvella sem leiðir lesandann inn í söguna á nýjan hátt Uppselt á stórtónleika Bubba – aukatónleikar fara í sölu á morgun Þegar vitvél fær spurningu um nasisma og allt fer í háaloft The Barricade Boys koma til Íslands með Broadway Party Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Breyta bíóinu í risastórt skemmtisvæði í tilefni afmælis „Nýju hverfin eintómar stafsetningarvillur“ Nýjasta bók Gunna Helga sprengdi TikTok Skrímslaævintýri á Álftanesi varð að blómstrandi fjölskyldufyrirtæki Spennandi breytingar í GK Reykjavík – verslunin flutt í Evu Jólagjafir sem gleðja hárið og hjartað Gerður Kristný, Andri Snær og Þórunn Valdimars meðal upplesara í kvöld Myndaveisla: Glæsileg frumsýning Zootropolis 2 í Kringlunni Fortíð og nútíð fléttuð saman í nýrri spennandi unglingasögu Vill að lesendur skemmti sér en verði samt skíthræddir Að lifa er að hlusta á þúsund sögur Slökkviliðin og vinsæll barnabókahöfundur leiða saman hesta sína Sjá meira
„Við erum að taka fyrir einstaka hljómsveitir og tónlistarmenn,“ segir Sigurjón en heldur þeim möguleika opnum að einstaka plötur eða jafnvel lög verði tekin fyrir. Einnig er til skoðunar að taka fyrir einstök landssvæði bætir Addi við. „Bíðið bara þar til Sigurjón mun taka fyrir pönk frá austur London frá árinu 1979.“ Þeir munu taka fyrir efni í þáttunum sem þeir hafa áhuga á, alveg óháð vinsældum. „Hlustendur munu heyra efni sem þeir hafa jafnvel ekki heyrt áður og kynnast vanmetnum böndum og plötum. Eitthvað sem náði kannski ekki miklu flugi á sínum tíma en átti það svo sannarlega skilið,“ segir Addi. Í þáttunum segjast þeir ætla að kryfja ýmsar sögusagnir og því megi kannski segja að þeir séu nokkurs konar rannsóknarblaðamenn þegar kemur að tónlist. „Við gerum líka orðrómi hátt undir höfði og metum í hver skipti hvort við viljum breyta eða eyða góðri sögu með sannleika. Það mætti jafnvel segja að þátturinn sé góð blanda af fornleifafræði og sakamálaþætti,“ segir Sigurjón. Í fyrsta þætti Djúpsins, sem fór í loftið föstudaginn 5. apríl, var enska síðpönksveitin Killing Joke tekin fyrir en hún á skemmtilega Íslandstengingu. „Þar fjöllum við um tímabilið þegar tveir meðlimir sveitarinnar flúðu til Íslands og stofnuðu hljómsveitina Iceland ásamt nokkrum meðlimum Þeysaranna,“segir Addi. Í Djúpinu munu þeir félagar kryfja ýmsar sögusagnir og því má segja að þeir séu nokkurs konar rannsóknarblaðamenn þegar kemur að tónlist. Þátturinn á sér enga fyrirmynd heldur spratt hugmyndin fram eftir að þeir gerðu óvart „offline“ útvarpsþátt með nördaspjalli. „Alltaf þegar við hittumst byrjar nördaspjallið mjög fljótlega. Því lá bara beinast við að gera útvarpsþátt í þeim anda,“ segir Sigurjón. Í næsta þætti fara þeir félagar yfir mikla ráðgátu sem tengist frægum íslenskum bassaleikara og frægri breskri hljómsveit. Djúpið fer í loftið á X977 á hverjum föstudegi kl. 14 og stendur yfir til kl. 16.
Tónlist X977 Mest lesið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Lífið Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Lífið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Lífið Abba skilar 350 milljörðum í kassann Tónlist Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ Bíó og sjónvarp Höfundur Kaupalkabókanna látinn Lífið Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Lífið Konfektleikur í tilefni 90 ára afmælis Nóa Síríus Lífið samstarf Fleiri fréttir Epli með nýja stórglæsilega verslun Konfektleikur í tilefni 90 ára afmælis Nóa Síríus Heimilislegur ítalskur veitingastaður í hjarta borgarinnar Samsæri á Paradísareyjunni Bjóða upp á jólakaffi allar helgar fram að jólum Fröken Dúlla og konurnar sem báru skömmina 48% aukið áhorf á sjónvarpsstöðvar Sýnar Snörp og áhrifamikil bók Jólagjafahugmyndir sem hitta í mark Vestfirsk náttúra skapar dulúð í nýjustu bók Margrétar S. Höskuldsdóttur Elvis heimsmeistari snýr aftur til Íslands Útreiðartúrinn leiðir lesendur inn í flókið net fjölskyldu, vináttu og leyndarmála Himnesk rúmföt úr egypskri bómull Nóvella sem leiðir lesandann inn í söguna á nýjan hátt Uppselt á stórtónleika Bubba – aukatónleikar fara í sölu á morgun Þegar vitvél fær spurningu um nasisma og allt fer í háaloft The Barricade Boys koma til Íslands með Broadway Party Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Breyta bíóinu í risastórt skemmtisvæði í tilefni afmælis „Nýju hverfin eintómar stafsetningarvillur“ Nýjasta bók Gunna Helga sprengdi TikTok Skrímslaævintýri á Álftanesi varð að blómstrandi fjölskyldufyrirtæki Spennandi breytingar í GK Reykjavík – verslunin flutt í Evu Jólagjafir sem gleðja hárið og hjartað Gerður Kristný, Andri Snær og Þórunn Valdimars meðal upplesara í kvöld Myndaveisla: Glæsileg frumsýning Zootropolis 2 í Kringlunni Fortíð og nútíð fléttuð saman í nýrri spennandi unglingasögu Vill að lesendur skemmti sér en verði samt skíthræddir Að lifa er að hlusta á þúsund sögur Slökkviliðin og vinsæll barnabókahöfundur leiða saman hesta sína Sjá meira