„Eru búnir að vera að hóta því síðan“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. apríl 2024 11:00 Kristófer Acox og félagar í Valsliðinu eru sigurstranglegir á móti Hetti í átta liða úrslitunum. Vísir/Diego Teitur Örlygsson sér þroskamerki á Valsliðinu og Helgi Már Magnússon vill að Hattarmenn njóti þess að vera í úrslitakeppninni í fyrstas skiptið. Einvígi liðanna hefst í kvöld. Úrslitakeppni karlakörfuboltans hefst í kvöld og í öðru einvíginu sem fer að stað miðvikudaginn 10. apríl 2024 verður Höttur að spila sinn fyrsta leik í úrslitakeppni frá upphafi. Þetta er því mjög sögulegur dagur fyrir körfuboltann á Austurlandi. Subway Körfuboltakvöld fór vel yfir öll einvígin í átta liða úrslitum úrslitakeppni Subway deildar karla en sérfræðingarnir voru Teitur Örlygsson og Helgi Már Magnússon, báðir margfaldir Íslandsmeistarar í úrslitakeppni. Valsmenn urðu deildarmeistarar og mæta liðinu í áttunda sæti sem varð Höttur. Valsmenn unnu báða innbyrðis leiki liðanna í vetur. Höttur er að taka þátt í úrslitakeppninni í fyrsta sinn en Valsliðið hefur verið í lokaúrslitum undanfarin tvö ár. Búnir að vera langbestir í vetur Stefán Árni Pálsson vildi fá að vita það hvort að Hattarmenn ættu hreinlega einhverja möguleika í þessu einvígi? Klippa: Upphitun fyrir einvígi Vals og Hattar „Já, já. Þeir eiga alveg séns en mér finnst eins og Teitur kemur inn á. Ég er alveg sammála því að Valur er mun mun líklegri kandidat. Þetta eru meistaraefni og hafa verið það undanfarin þrjú ár. Urðu meistarar fyrir tveimur árum og eru búnir að vera að hóta því síðan,“ sagði Helgi Már. Valsmenn hafa misst bestu bakverði sína í meiðsli, fyrst Kára Jónsson og svo Joshua Jefferson. „Þeir eru búnir að vera langbestir í vetur en hafa vissulega lent í einhverjum skakkaföllum. Ég held að það skipti engu máli í þessari seríu. Valsmenn eru ennþá daginn í dag meistarakandidatar þrátt fyrir að hafa misst þessa menn,“ sagði Helgi. Sér þroskamerki Teitur hrósaði Valsmönnum og hvernig þeir nálguðust leik sinn í lokaumferðinni. „Þessi kjarni Valsmanna er samt sem áður búinn að búa til smá sigurhefð. Hvernig þeir mæta inn í leiki. Ég var hrifinn af því í gær að horfa á Val á móti Njarðvík, í leik sem skipti þá engu máli. Þeir voru bara á fullu, menn stigu upp hver á fætur öðrum og maður sá að þessi leikur skipti þá máli þrátt fyrir að deildartitillinn væri í höfn,“ sagði Teitur. „Það finnst mér vera þroskamerki og sýnir að Valsliðið er á mjög góðum stað,“ sagði Teitur. Í fyrsta skiptið á lokaballinu „Hversu erfitt verður það fyrir Egilsstaðaabúa að mæta í fyrsta skiptið á lokaballið,“ spurði Stefán Árni. „Ég held að það verði bara gaman hjá þeim. Ég neita að trúa öðru en að þeir reyni að njóta. Ég gæti alveg trúað því að leikur tvö verði erfiður leikur fyrir Val. Troðfullt hús og frábær stemmning. Það er erfitt að fara á Egilsstaði til að byrja með. Ég vona að þeir njóti og gefi allt í þetta,“ sagði Helgi. Leikur Vals og Hattar hefst klukkan 20.15 í kvöld og verður hann sýndur beint á Stöð 2 Sport 5. Leikur Njarðvíkur og Þórs hefst klukkan 19.30 og hann er sýndur beint á Stöð 2 Sport. Hér fyrir ofan má sjá alla umræðuna um einvígi Vals og Hattar og þar má líka sjá þá sérfræðinga spá fyrir hvernig einvígið fari. Fyrir neðan má síðan nálgast alla upphituna í Subway Körfuboltakvöldi en hún er aðgengileg í Besta sætis hlaðvarpinu. Má hlusta bæði á Vísi sem og á öllum hlaðvarpsveitum. Klippa: Körfuboltakvöld hitar upp fyrir úrslitakeppnina Subway-deild karla Valur Höttur Mest lesið Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Fótbolti Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Fótbolti „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Körfubolti Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Handbolti Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Fótbolti Fleiri fréttir „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Sjá meira
Úrslitakeppni karlakörfuboltans hefst í kvöld og í öðru einvíginu sem fer að stað miðvikudaginn 10. apríl 2024 verður Höttur að spila sinn fyrsta leik í úrslitakeppni frá upphafi. Þetta er því mjög sögulegur dagur fyrir körfuboltann á Austurlandi. Subway Körfuboltakvöld fór vel yfir öll einvígin í átta liða úrslitum úrslitakeppni Subway deildar karla en sérfræðingarnir voru Teitur Örlygsson og Helgi Már Magnússon, báðir margfaldir Íslandsmeistarar í úrslitakeppni. Valsmenn urðu deildarmeistarar og mæta liðinu í áttunda sæti sem varð Höttur. Valsmenn unnu báða innbyrðis leiki liðanna í vetur. Höttur er að taka þátt í úrslitakeppninni í fyrsta sinn en Valsliðið hefur verið í lokaúrslitum undanfarin tvö ár. Búnir að vera langbestir í vetur Stefán Árni Pálsson vildi fá að vita það hvort að Hattarmenn ættu hreinlega einhverja möguleika í þessu einvígi? Klippa: Upphitun fyrir einvígi Vals og Hattar „Já, já. Þeir eiga alveg séns en mér finnst eins og Teitur kemur inn á. Ég er alveg sammála því að Valur er mun mun líklegri kandidat. Þetta eru meistaraefni og hafa verið það undanfarin þrjú ár. Urðu meistarar fyrir tveimur árum og eru búnir að vera að hóta því síðan,“ sagði Helgi Már. Valsmenn hafa misst bestu bakverði sína í meiðsli, fyrst Kára Jónsson og svo Joshua Jefferson. „Þeir eru búnir að vera langbestir í vetur en hafa vissulega lent í einhverjum skakkaföllum. Ég held að það skipti engu máli í þessari seríu. Valsmenn eru ennþá daginn í dag meistarakandidatar þrátt fyrir að hafa misst þessa menn,“ sagði Helgi. Sér þroskamerki Teitur hrósaði Valsmönnum og hvernig þeir nálguðust leik sinn í lokaumferðinni. „Þessi kjarni Valsmanna er samt sem áður búinn að búa til smá sigurhefð. Hvernig þeir mæta inn í leiki. Ég var hrifinn af því í gær að horfa á Val á móti Njarðvík, í leik sem skipti þá engu máli. Þeir voru bara á fullu, menn stigu upp hver á fætur öðrum og maður sá að þessi leikur skipti þá máli þrátt fyrir að deildartitillinn væri í höfn,“ sagði Teitur. „Það finnst mér vera þroskamerki og sýnir að Valsliðið er á mjög góðum stað,“ sagði Teitur. Í fyrsta skiptið á lokaballinu „Hversu erfitt verður það fyrir Egilsstaðaabúa að mæta í fyrsta skiptið á lokaballið,“ spurði Stefán Árni. „Ég held að það verði bara gaman hjá þeim. Ég neita að trúa öðru en að þeir reyni að njóta. Ég gæti alveg trúað því að leikur tvö verði erfiður leikur fyrir Val. Troðfullt hús og frábær stemmning. Það er erfitt að fara á Egilsstaði til að byrja með. Ég vona að þeir njóti og gefi allt í þetta,“ sagði Helgi. Leikur Vals og Hattar hefst klukkan 20.15 í kvöld og verður hann sýndur beint á Stöð 2 Sport 5. Leikur Njarðvíkur og Þórs hefst klukkan 19.30 og hann er sýndur beint á Stöð 2 Sport. Hér fyrir ofan má sjá alla umræðuna um einvígi Vals og Hattar og þar má líka sjá þá sérfræðinga spá fyrir hvernig einvígið fari. Fyrir neðan má síðan nálgast alla upphituna í Subway Körfuboltakvöldi en hún er aðgengileg í Besta sætis hlaðvarpinu. Má hlusta bæði á Vísi sem og á öllum hlaðvarpsveitum. Klippa: Körfuboltakvöld hitar upp fyrir úrslitakeppnina
Subway-deild karla Valur Höttur Mest lesið Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Fótbolti Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Fótbolti „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Körfubolti Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Handbolti Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Fótbolti Fleiri fréttir „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Sjá meira