Leikmaður Vestra fluttur á sjúkrahús eftir bílveltu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. apríl 2024 12:31 Vestramenn lentu í vandræðum á leiðinni heim til Ísafjarðar. Vísir/Diego Leikmaður Vestra endaði á sjúkrahúsi eftir bílveltu í gær en hún varð þegar liðið var á leið heim til Ísafjarðar eftir fyrsta leik Bestu deildar karla í fótbolta. Vestri tapaði 2-0 á móti Fram í fyrstu umferð Bestu deildar karla. Liðið átti flug til baka til Ísafjarðar en því var aflýst vegna veðurs. Það var því tekin ákvörðun um að keyra frekar vestur. „Einn af þremur bílum hjá okkur varð fyrir því óláni að velta á leiðinni til Ísafjarðar og það þurfti að senda einn af okkar mönnum suður með sjúkrabíl," sagði Samúel Samúelsson, hjá knattspyrnudeild Vestra, við Fótbolta.net í dag. „Aðstæður voru ekki góðar, það hafði skafið inn á veginn og þegar þeir keyrðu í einn skaflinn misstu þeir stjórn á bílnum og hann valt. Þeir voru ekki á miklum hraða þegar þetta gerðist en hinir tveir bílarnir komu að þeim þegar þeir höfðu lent í bílveltunni. Menn voru í nettu sjokki," sagði Samúel. Útskrifaður af sjúkrahúsi Sergine Fall, sem var í byrjunarliðinu var sá sem slasaðist. Við skoðun í Hólmavík var ákveðið að senda hann á sjúkrahús til Reykjavíkur. Elmar Atli Garðarsson, fyrirliði Vestra, fylgdi honum suður eins og sönnum fyrirliða sæmir. Meiðsli Fall eru ekki talin eins alvarlega og óttast var í fyrstu. Hann er með brákað rifbein. Samúel talar um það í fyrrnefndu viðtali að hugsanlega verða þeir að skoða betur hvernig staðið er að ferðalögum liðsins. „Ég hefði bara átt að láta strákana gista í bænum í nótt og taka flugið í morgun," viðurkenndi Samúel í viðtalinu. Hann tók það um leið fram að hann hafi aldrei lent í svona áður á öllum árum sínum í boltanum. Uppfært 13.00: Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, sótti Fall á sjúkrahúsið í dag. Fall er með brákað rifbein en Davíð segir að að öðru leyti virðist leikmönnum ekki hafa orðið meint af slysinu. Þeir voru allir í bílbelti. Besta deild karla Vestri Mest lesið Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Enski boltinn Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Spilaði í NFL-deildinni nýbúinn að greinast með krabbamein Sport Dagskráin í dag: VARsjáin skoðar markið og Lokasóknin sækir til Nashville Sport Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Fótbolti Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Fótbolti Blikarnir taplausir á toppnum Körfubolti Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira
Vestri tapaði 2-0 á móti Fram í fyrstu umferð Bestu deildar karla. Liðið átti flug til baka til Ísafjarðar en því var aflýst vegna veðurs. Það var því tekin ákvörðun um að keyra frekar vestur. „Einn af þremur bílum hjá okkur varð fyrir því óláni að velta á leiðinni til Ísafjarðar og það þurfti að senda einn af okkar mönnum suður með sjúkrabíl," sagði Samúel Samúelsson, hjá knattspyrnudeild Vestra, við Fótbolta.net í dag. „Aðstæður voru ekki góðar, það hafði skafið inn á veginn og þegar þeir keyrðu í einn skaflinn misstu þeir stjórn á bílnum og hann valt. Þeir voru ekki á miklum hraða þegar þetta gerðist en hinir tveir bílarnir komu að þeim þegar þeir höfðu lent í bílveltunni. Menn voru í nettu sjokki," sagði Samúel. Útskrifaður af sjúkrahúsi Sergine Fall, sem var í byrjunarliðinu var sá sem slasaðist. Við skoðun í Hólmavík var ákveðið að senda hann á sjúkrahús til Reykjavíkur. Elmar Atli Garðarsson, fyrirliði Vestra, fylgdi honum suður eins og sönnum fyrirliða sæmir. Meiðsli Fall eru ekki talin eins alvarlega og óttast var í fyrstu. Hann er með brákað rifbein. Samúel talar um það í fyrrnefndu viðtali að hugsanlega verða þeir að skoða betur hvernig staðið er að ferðalögum liðsins. „Ég hefði bara átt að láta strákana gista í bænum í nótt og taka flugið í morgun," viðurkenndi Samúel í viðtalinu. Hann tók það um leið fram að hann hafi aldrei lent í svona áður á öllum árum sínum í boltanum. Uppfært 13.00: Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, sótti Fall á sjúkrahúsið í dag. Fall er með brákað rifbein en Davíð segir að að öðru leyti virðist leikmönnum ekki hafa orðið meint af slysinu. Þeir voru allir í bílbelti.
Besta deild karla Vestri Mest lesið Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Enski boltinn Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Spilaði í NFL-deildinni nýbúinn að greinast með krabbamein Sport Dagskráin í dag: VARsjáin skoðar markið og Lokasóknin sækir til Nashville Sport Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Fótbolti Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Fótbolti Blikarnir taplausir á toppnum Körfubolti Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira