„Þá raðast inn mörkin, það er bara þannig“ Árni Gísli Magnússon skrifar 7. apríl 2024 16:04 Viðar Örn er kominn í gult. Mynd/KA Viðar Örn Kjartansson gekk til liðs við KA á dögunum og spilaði sínar fyrstu mínútur fyrir liðið í 1-1 jafntefli gegn HK á heimavelli. Viðar kom inn á sem varamaður á 75. mínutu og var fljótur að búa til hættulega stöðu fyrir liðsfélaga sína. Hvernig er tilfinningin að spila sínar fyrstu mínútur í Bestu deildinni? „Hún er bara mjög fín, gott að vera kominn á völlinn aftur, það eru alveg fjórir til fimm mánuðir síðan ég spilaði síðasta leik og bara mjög gott. Leiðinlegt að vinna ekki, það svona tek ég út úr þessu en bara mjög fínt að fá mínútur.“ Hvernig fannst Viðari holningin á KA liðinu frá hliðarlínunni séð? „Ég var mjög ánægður með þetta miðað við fyrstu umferð og aðstæðurnar kannski ekki frábærar. Spilið hjá okkur og færin sem við sköpuðum þá áttum við að skora fullt af mörkum í þessum leik þannig ég er mjög sáttur með strákana“. Hlakkar til að mæta Gylfa Nokkuð hefur verið um heimkomur stórra leikmanna í Bestu deildina og má þar auk Viðars m.a. nefna Gylfa Sigurðsson og Ísak Snær Þorvaldsson og því spennandi deild framundan. „Já ekkert smá, telur mikið að Gylfi er kominn og fullt af gaurum að koma heim aftur og bara mjög spennandi. Þetta verður mjög jöfn deild og eins og ég segi get ég ekki beðið eftir að spila fleiri leiki“ Er Viðar búinn að merkja í dagatalið þegar hann og Gylfi mætast? „Já að sjálfsögðu, það verður helvíti gaman að mæta honum, ég hef ekki mætt honum enn þá í félagsliða þannig það verður skemmtilegt.“ Viðar spilaði rúmar 15 mínútur í dag en sér fram á að geta spilað 70-90 mínútur fljótlega. „Ég myndi segja svona tveir til þrír leikir í það, ég æfi tvisvar á dag núna á fullu, ekki verið í fótbolta í smá tíma en æft sjálfur þannig ég myndi segja að ég væri tilbúinn eftir viku í það en við verðum að sjá til. Mér líður þokkalega og æfi eins og skepna þangað til ég verð orðinn klár þannig það er smá tími í það enn þá.“ Ákveðinn í að skora fullt af mörkum Hvernig er fyrir Viðar að koma til Íslands og flytja norður til Akureyrar eftir allan þennan tíma í atvinnumennsku? „Það er frábært sko, þeir halda vel um hlutina hjá KA og flottir leikmenn hérna og mikill áhugi fyrir fótbolta, þetta er mjög fínt. Það eina sem hægt er að kvarta yfir er veðrið og ég man fyrstu dagana þá sá ég ekki hvert ég var að keyra. Eigum við ekki að segja að þetta sé síðasta óveðrið, eða síðasti snjórinn, þannig ég er mjög sáttur með það og bíð eftir að sólin fari að skína.“ Það stóð ekki á svörum þegar Viðar var spurður um persónuleg markmið tímabilsins. „Það er bara skora slatta af mörkum og vera með markahæstu mönnum.“ En horfir hann í markametið? „Maður horfir ekkert í það, þetta er nú bara að byrja, en ég ætla koma mér á blað og koma mér í form og þá raðast inn mörkin, það er bara þannig“, sagði Viðar að lokum og virkar ákveðinn í að standa sig vel fyrir norðan. Besta deild karla KA HK Mest lesið Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Arnar ekki áfram með Fylki Íslenski boltinn Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Fleiri fréttir „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Sjá meira
Hvernig er tilfinningin að spila sínar fyrstu mínútur í Bestu deildinni? „Hún er bara mjög fín, gott að vera kominn á völlinn aftur, það eru alveg fjórir til fimm mánuðir síðan ég spilaði síðasta leik og bara mjög gott. Leiðinlegt að vinna ekki, það svona tek ég út úr þessu en bara mjög fínt að fá mínútur.“ Hvernig fannst Viðari holningin á KA liðinu frá hliðarlínunni séð? „Ég var mjög ánægður með þetta miðað við fyrstu umferð og aðstæðurnar kannski ekki frábærar. Spilið hjá okkur og færin sem við sköpuðum þá áttum við að skora fullt af mörkum í þessum leik þannig ég er mjög sáttur með strákana“. Hlakkar til að mæta Gylfa Nokkuð hefur verið um heimkomur stórra leikmanna í Bestu deildina og má þar auk Viðars m.a. nefna Gylfa Sigurðsson og Ísak Snær Þorvaldsson og því spennandi deild framundan. „Já ekkert smá, telur mikið að Gylfi er kominn og fullt af gaurum að koma heim aftur og bara mjög spennandi. Þetta verður mjög jöfn deild og eins og ég segi get ég ekki beðið eftir að spila fleiri leiki“ Er Viðar búinn að merkja í dagatalið þegar hann og Gylfi mætast? „Já að sjálfsögðu, það verður helvíti gaman að mæta honum, ég hef ekki mætt honum enn þá í félagsliða þannig það verður skemmtilegt.“ Viðar spilaði rúmar 15 mínútur í dag en sér fram á að geta spilað 70-90 mínútur fljótlega. „Ég myndi segja svona tveir til þrír leikir í það, ég æfi tvisvar á dag núna á fullu, ekki verið í fótbolta í smá tíma en æft sjálfur þannig ég myndi segja að ég væri tilbúinn eftir viku í það en við verðum að sjá til. Mér líður þokkalega og æfi eins og skepna þangað til ég verð orðinn klár þannig það er smá tími í það enn þá.“ Ákveðinn í að skora fullt af mörkum Hvernig er fyrir Viðar að koma til Íslands og flytja norður til Akureyrar eftir allan þennan tíma í atvinnumennsku? „Það er frábært sko, þeir halda vel um hlutina hjá KA og flottir leikmenn hérna og mikill áhugi fyrir fótbolta, þetta er mjög fínt. Það eina sem hægt er að kvarta yfir er veðrið og ég man fyrstu dagana þá sá ég ekki hvert ég var að keyra. Eigum við ekki að segja að þetta sé síðasta óveðrið, eða síðasti snjórinn, þannig ég er mjög sáttur með það og bíð eftir að sólin fari að skína.“ Það stóð ekki á svörum þegar Viðar var spurður um persónuleg markmið tímabilsins. „Það er bara skora slatta af mörkum og vera með markahæstu mönnum.“ En horfir hann í markametið? „Maður horfir ekkert í það, þetta er nú bara að byrja, en ég ætla koma mér á blað og koma mér í form og þá raðast inn mörkin, það er bara þannig“, sagði Viðar að lokum og virkar ákveðinn í að standa sig vel fyrir norðan.
Besta deild karla KA HK Mest lesið Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Arnar ekki áfram með Fylki Íslenski boltinn Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Fleiri fréttir „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Sjá meira