Gylfi dýrastur í nýjum fantasy-leik Sindri Sverrisson skrifar 3. apríl 2024 16:15 Gylfi Þór Sigurðsson spilar sína fyrstu leiktíð á Íslandi í sumar, eftir langan feril sem atvinnumaður erlendis. vísir/Hulda Margrét ÍTF, hagsmunasamtök félaganna í efstu deildum Íslands í fótbolta, hafa opnað fyrir skráningu í draumadeildarleik sem tengist Bestu deild karla í fótbolta. Keppni í Bestu deildinni hefst á laugardaginn þegar Víkingur mætir Stjörnunni. Fjórir leikir eru svo á sunnudaginn og fyrstu umferð lýkur með leik Breiðabliks og FH á mánudagskvöld. Aðdáendur Bestu deildarinnar geta núna skráð sig í fantasy-leik sem finna má á slóðinni fantasy.bestadeildin.is. Fantasy leikur Bestu deildar karla hefur verið opnaður Hægt er að skrá sig og búa til lið á:https://t.co/hc53zHkCNB#bestadeildin pic.twitter.com/OyaP7WHUbP— Besta deildin (@bestadeildin) April 3, 2024 Það kemur kannski ekki mjög á óvart hver skipar efsta sætið á listanum yfir dýrustu leikmenn í leiknum, en það er Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður Vals. Gylfi er metinn á 14 milljónir króna en notendur fá 100 milljónir til leikmannakaupa og þurfa að versla ellefu leikmenn fyrir þá upphæð. Höskuldur og Ingvar dýrastir í sinni stöðu Næstu menn á eftir Gylfa á verðlistanum eru tveir KA-menn, þeir Hallgrímur Mar Steingrímsson og Viðar Örn Kjartansson sem líkt og Gylfi er nýkominn heim eftir langan atvinnumannaferil erlendis. Tryggvi Hrafn Haraldsson, félagi Gylfa í Val, er svo fjórði dýrastur á 13 milljónir. Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, er langdýrasti varnarmaður leiksins, á 12,5 milljónir, en Valsarinn Birkir Már Sævarsson kemur þar næstur á 9,5 milljónir. Af markvörðum er Víkingurinn Ingvar Jónsson dýrastur, á 7,5 milljónir, en Árni Snær Ólafsson úr Stjörnunni og Frederik Schram úr Val næstir á 7 milljónir. Fantasy-leikinn má finna með því að smella hér. Besta deild karla Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Enski boltinn Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira
Keppni í Bestu deildinni hefst á laugardaginn þegar Víkingur mætir Stjörnunni. Fjórir leikir eru svo á sunnudaginn og fyrstu umferð lýkur með leik Breiðabliks og FH á mánudagskvöld. Aðdáendur Bestu deildarinnar geta núna skráð sig í fantasy-leik sem finna má á slóðinni fantasy.bestadeildin.is. Fantasy leikur Bestu deildar karla hefur verið opnaður Hægt er að skrá sig og búa til lið á:https://t.co/hc53zHkCNB#bestadeildin pic.twitter.com/OyaP7WHUbP— Besta deildin (@bestadeildin) April 3, 2024 Það kemur kannski ekki mjög á óvart hver skipar efsta sætið á listanum yfir dýrustu leikmenn í leiknum, en það er Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður Vals. Gylfi er metinn á 14 milljónir króna en notendur fá 100 milljónir til leikmannakaupa og þurfa að versla ellefu leikmenn fyrir þá upphæð. Höskuldur og Ingvar dýrastir í sinni stöðu Næstu menn á eftir Gylfa á verðlistanum eru tveir KA-menn, þeir Hallgrímur Mar Steingrímsson og Viðar Örn Kjartansson sem líkt og Gylfi er nýkominn heim eftir langan atvinnumannaferil erlendis. Tryggvi Hrafn Haraldsson, félagi Gylfa í Val, er svo fjórði dýrastur á 13 milljónir. Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, er langdýrasti varnarmaður leiksins, á 12,5 milljónir, en Valsarinn Birkir Már Sævarsson kemur þar næstur á 9,5 milljónir. Af markvörðum er Víkingurinn Ingvar Jónsson dýrastur, á 7,5 milljónir, en Árni Snær Ólafsson úr Stjörnunni og Frederik Schram úr Val næstir á 7 milljónir. Fantasy-leikinn má finna með því að smella hér.
Besta deild karla Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Enski boltinn Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira