„Ótrúlega spenntur að sjá Blikaliðið“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. apríl 2024 11:30 Síðasta tímabil var langt og strangt hjá Breiðabliki. vísir/hulda margrét Atli Viðar Björnsson, sérfræðingur Stúkunnar, segir forsendur fyrir góðu gengi hjá Breiðabliki í Bestu deild karla í sumar. Breiðabliki er spáð 3. sæti Bestu deildarinnar í árlegri spá íþróttadeildar Vísis og Stöðvar 2 Sports. Blikar enduðu í 4. sæti á síðasta tímabili. Breiðablik spilaði sinn síðasta keppnisleik á síðasta tímabili tíu dögum fyrir jól og liðið byrjaði seinna að æfa í vetur en önnur. Blikar eru á leið inn í sitt fyrsta tímabil undir stjórn Halldórs Árnasonar sem tók við liðinu af Óskari Hrafni Þorvaldssyni síðasta haust. „Ég er ótrúlega spenntur að sjá Blikaliðið, sérstaklega núna í upphafi móts, hvernig þeir koma eftir þetta undirbúningstímabil; öðruvísi undirbúningstímabil en við höfum áður séð íslenskt lið fara í gegnum. En þjálfarinn er nýr og óreyndur á þessu sviði þannig það eru mörg spurningamerki þegar við byrjum að ræða Breiðablik,“ sagði Atli Viðar í Besta sætinu, hlaðvarpi íþróttadeildar. „Ég held að þetta verði annað hvort eða tímabil hjá Breiðabliki. Ef hlutirnir ganga upp og spilin raðast upp fyrir þá held ég að þeir verði þrælgóðir því byrjunarliðið er gott og leikmenn sem við bjuggumst við meira af í fyrra munu skila miklu betra tímabili í ár. Þar get ég nefnt Jason Daða [Svanþórsson] og Viktor Karl [Einarsson]. Ég held að Viktor Karl taki við miklu stærra hlutverk en í fyrra og við vitum alveg hvað býr í þeim ágæta leikmanni. Mér finnst ágætis ástæða fyrir bjartsýni í Kópavoginum.“ En hvar liggja veikleikar Breiðabliks? „Ég held að Blikaliðið sé alltaf háð því hvernig markvarsla og varnarleikur er. Þeir hafa spilað þannig bolta að þeir hafa verið mjög sókndjarfir og viljað pressa. Það hefur verið Óskarsboltinn sem verður væntanlega líka Halldórsboltinn. Ég hef ekki miklar áhyggjur af sóknarleik Blika. Þeir eru frekar „rútíneraðir“, sérstaklega á heimavelli. Það er gamla góða klisjan með þessa útivelli þar sem er kannski vont gras. En þarna eru veikleikarnir væru í vörn og markvörslu,“ sagði Baldur Sigurðsson. „Það getur líka verið styrkleiki. Anton Ari [Einarsson] er alltaf ákveðið spurningarmerki. Hann hefur átt frábær tímabil og slæm tímabil. Það verður gaman að sjá hvernig tímabil hann á í sumar því það mun skipta Blikana miklu máli.“ Hlusta má á Besta sætið í spilaranum hér fyrir ofan. Þátturinn er einnig aðgengilegur á Spotify sem og öllum hlaðvarpsveitum. Besta deild karla Breiðablik Besta sætið Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira
Breiðabliki er spáð 3. sæti Bestu deildarinnar í árlegri spá íþróttadeildar Vísis og Stöðvar 2 Sports. Blikar enduðu í 4. sæti á síðasta tímabili. Breiðablik spilaði sinn síðasta keppnisleik á síðasta tímabili tíu dögum fyrir jól og liðið byrjaði seinna að æfa í vetur en önnur. Blikar eru á leið inn í sitt fyrsta tímabil undir stjórn Halldórs Árnasonar sem tók við liðinu af Óskari Hrafni Þorvaldssyni síðasta haust. „Ég er ótrúlega spenntur að sjá Blikaliðið, sérstaklega núna í upphafi móts, hvernig þeir koma eftir þetta undirbúningstímabil; öðruvísi undirbúningstímabil en við höfum áður séð íslenskt lið fara í gegnum. En þjálfarinn er nýr og óreyndur á þessu sviði þannig það eru mörg spurningamerki þegar við byrjum að ræða Breiðablik,“ sagði Atli Viðar í Besta sætinu, hlaðvarpi íþróttadeildar. „Ég held að þetta verði annað hvort eða tímabil hjá Breiðabliki. Ef hlutirnir ganga upp og spilin raðast upp fyrir þá held ég að þeir verði þrælgóðir því byrjunarliðið er gott og leikmenn sem við bjuggumst við meira af í fyrra munu skila miklu betra tímabili í ár. Þar get ég nefnt Jason Daða [Svanþórsson] og Viktor Karl [Einarsson]. Ég held að Viktor Karl taki við miklu stærra hlutverk en í fyrra og við vitum alveg hvað býr í þeim ágæta leikmanni. Mér finnst ágætis ástæða fyrir bjartsýni í Kópavoginum.“ En hvar liggja veikleikar Breiðabliks? „Ég held að Blikaliðið sé alltaf háð því hvernig markvarsla og varnarleikur er. Þeir hafa spilað þannig bolta að þeir hafa verið mjög sókndjarfir og viljað pressa. Það hefur verið Óskarsboltinn sem verður væntanlega líka Halldórsboltinn. Ég hef ekki miklar áhyggjur af sóknarleik Blika. Þeir eru frekar „rútíneraðir“, sérstaklega á heimavelli. Það er gamla góða klisjan með þessa útivelli þar sem er kannski vont gras. En þarna eru veikleikarnir væru í vörn og markvörslu,“ sagði Baldur Sigurðsson. „Það getur líka verið styrkleiki. Anton Ari [Einarsson] er alltaf ákveðið spurningarmerki. Hann hefur átt frábær tímabil og slæm tímabil. Það verður gaman að sjá hvernig tímabil hann á í sumar því það mun skipta Blikana miklu máli.“ Hlusta má á Besta sætið í spilaranum hér fyrir ofan. Þátturinn er einnig aðgengilegur á Spotify sem og öllum hlaðvarpsveitum.
Besta deild karla Breiðablik Besta sætið Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira