„Ég er rosalega á báðum áttum með FH“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. apríl 2024 11:30 Heimir Guðjónsson sneri aftur til FH fyrir síðasta tímabil. Þá endaði liðið í 5. sæti Bestu deildar karla. vísir/hulda margrét Baldur Sigurðsson, sérfræðingur Stúkunnar, veit ekki alveg hvar hann hefur FH skömmu áður en keppni í Bestu deild karla hefst. FH er spáð 7. sæti Bestu deildarinnar í árlegri spá íþróttadeildar Vísis og Stöðvar 2 Sports. FH-ingar enduðu í 5. sæti á síðasta tímabili. Tveir bestu leikmenn FH í fyrra, Kjartan Henry Finnbogason og Davíð Snær Jóhannsson, eru horfnir á braut og þeir skilja eftir sig stórt skarð í sóknarleiknum. „Ég er rosalega á báðum áttum með FH. Þeir hafa verið ósannfærandi. Kannski öllum að óvörum, nema honum sjálfum, var Kjartan Henry einn besti leikmaður FH og var þeirra aðalmarkaskorari. Þeir eru með Úlf [Ágúst Björnsson] og hafa fengið Sigurð Bjart [Hallsson] sem er ekki enn búinn að sanna sig sem framherji sem skorar tíu mörk eða meira í efstu deild,“ sagði Baldur í Besta sætinu, hlaðvarpi íþróttadeildar. „Lykilatriðið eru þessir strákar í kringum þá sem þurfa að skila plús fimm mörkum. Þú ert með Vuk [Oskar Dimitrijevic], Kjartan Kára [Halldórsson], Arnór Borg [Guðjohnsen], þessa stráka sem þurfa að eiga stöðugt tímabil ef FH ætlar að vera í Evrópubaráttu.“ Atli Viðar Björnsson segir að varnarleikur FH þurfi að vera betri en á síðasta tímabili þar sem liðið fékk á sig fjölmörg mörk. „Varnarleikurinn var hausverkurinn í fyrra. Liðið fékk á sig 54 mörk sem eru tvö mörk að meðaltali í leik sem er alltof, alltof mikið, langmest af liðunum í efri hluta úrslitakeppninnar. Mér finnst eins og FH hafi verið að taka á því í vetur, vinna í varnarleik. Þeir hafa svolítið notað þriggja miðvarða kerfi og prófa sig áfram,“ sagði Atli Viðar. „Ef tímabilið á að vera gott hjá FH óttast ég pínulítið þetta; að varnarleikurinn skili alvöru tímabili á kostnað sóknarleiks og FH-liðið verði kannski ekki endilega skemmtilegasta liðið á að horfa.“ Hlusta má á Besta sætið í spilaranum hér fyrir ofan. Þátturinn er einnig aðgengilegur á Spotify sem og öllum hlaðvarpsveitum. Besta deild karla FH Besta sætið Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Fótbolti Dagskráin í dag: Ryder-bikarinn fer af stað Sport „Þetta var bara draumi líkast“ Handbolti „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ Handbolti Busquets stígur niður af sviðinu Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ Sjá meira
FH er spáð 7. sæti Bestu deildarinnar í árlegri spá íþróttadeildar Vísis og Stöðvar 2 Sports. FH-ingar enduðu í 5. sæti á síðasta tímabili. Tveir bestu leikmenn FH í fyrra, Kjartan Henry Finnbogason og Davíð Snær Jóhannsson, eru horfnir á braut og þeir skilja eftir sig stórt skarð í sóknarleiknum. „Ég er rosalega á báðum áttum með FH. Þeir hafa verið ósannfærandi. Kannski öllum að óvörum, nema honum sjálfum, var Kjartan Henry einn besti leikmaður FH og var þeirra aðalmarkaskorari. Þeir eru með Úlf [Ágúst Björnsson] og hafa fengið Sigurð Bjart [Hallsson] sem er ekki enn búinn að sanna sig sem framherji sem skorar tíu mörk eða meira í efstu deild,“ sagði Baldur í Besta sætinu, hlaðvarpi íþróttadeildar. „Lykilatriðið eru þessir strákar í kringum þá sem þurfa að skila plús fimm mörkum. Þú ert með Vuk [Oskar Dimitrijevic], Kjartan Kára [Halldórsson], Arnór Borg [Guðjohnsen], þessa stráka sem þurfa að eiga stöðugt tímabil ef FH ætlar að vera í Evrópubaráttu.“ Atli Viðar Björnsson segir að varnarleikur FH þurfi að vera betri en á síðasta tímabili þar sem liðið fékk á sig fjölmörg mörk. „Varnarleikurinn var hausverkurinn í fyrra. Liðið fékk á sig 54 mörk sem eru tvö mörk að meðaltali í leik sem er alltof, alltof mikið, langmest af liðunum í efri hluta úrslitakeppninnar. Mér finnst eins og FH hafi verið að taka á því í vetur, vinna í varnarleik. Þeir hafa svolítið notað þriggja miðvarða kerfi og prófa sig áfram,“ sagði Atli Viðar. „Ef tímabilið á að vera gott hjá FH óttast ég pínulítið þetta; að varnarleikurinn skili alvöru tímabili á kostnað sóknarleiks og FH-liðið verði kannski ekki endilega skemmtilegasta liðið á að horfa.“ Hlusta má á Besta sætið í spilaranum hér fyrir ofan. Þátturinn er einnig aðgengilegur á Spotify sem og öllum hlaðvarpsveitum.
Besta deild karla FH Besta sætið Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Fótbolti Dagskráin í dag: Ryder-bikarinn fer af stað Sport „Þetta var bara draumi líkast“ Handbolti „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ Handbolti Busquets stígur niður af sviðinu Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ Sjá meira