Alonso áfram hjá Leverkusen: Besti staðurinn fyrir mig Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. mars 2024 09:31 Xabi Alonso fagnar einum af mörgum sigrum sem þjálfari Bayer 04 Leverkusen. AP/Tom Weller Xabi Alonso staðfesti það sjálfur í gær að hann verði áfram með lið Bayer Leverkusen á næstu leiktíð. Það gerir hann þótt bæði Liverpool og Bayern München hafi verið að banka á dyrnar hans síðustu mánuði. Liverpool hafði degi áður gefið frá sér möguleikann að hann væri að koma til Bítlaborgarinnar og Bayern gaf það seinna út að hann kæmi ekki þangað heldur. Seinna um daginn útskýrði Xabi Alonso sjálfur stöðuna á blaðamannafundi fyrir leik Leverkusen liðsins um helgina. Xabi Alonso: I m grateful to Bayer and the board, the players, the fans I feel that this is the best way, to continue together . I have also informed the players, it s true . My deadline was this week, it s matter of respect. Now everything is clear . pic.twitter.com/m1qMeVFCRf— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) March 29, 2024 „Þetta hefur verið tímabil þar sem hafa verið í gangi miklar vangaveltur um mína framtíð. Ég vildi nota landsleikjagluggann til að skoða hvað væri í boði og taka mína eigin ákvörðun,“ sagði Xabi Alonso. „Í síðustu viku átti ég góðan fund með Simon [Rolfes, íþróttastjóri Leverkusen] og Fernando [Carro, framkvæmdastjóri Leverkusen] og þar tilkynnti ég þeim að ég yrði áfram þjálfari Bayer Leverkusen,“ sagði Alonso. „Það þarf alltaf að skoða hlutina vel áður en þú tekur svona stóra ákvörðun og ég reyni að taka réttar ákvarðanir. Ég reyni að taka ákvörðun sem kemur til mín náttúrulega og eins og staðan núna þá finnst mér þetta vera rétti staðurinn fyrr mig til að þróa mig sem þjálfara,“ sagði Alonso. Xabi Alonso: My job at Bayer is not over. I want to help the club, help the players to develop, the board is great it s all fantastic here . I m still young coach but I think this is the best decision for my future. I took my time and I m sure about that . pic.twitter.com/o7vZyQ872Q— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) March 29, 2024 „Ég er ungur þjálfari og ég verða að finna réttu tilfinninguna. Mér líður þannig að þetta sé besti staðurinn fyrir mig,“ sagði Alonso. „Mínu starfi hjá Bayer er ekki lokið. Ég vil hjálpa félaginu, hjálpa leikmönnunum að verða betri og stjórinu er frábær. Það er frábært að vera hér,“ sagði Alonso. „Þetta er ferli og uppbyggingin á þessu liði er hliðstæð þróuninni hjá mér sem knattspyrnustjóra. Þetta er mitt fyrsta fulla tímabil sem þjálfari. Ég á enn eftir að sanna mikið fyrir sjálfum mér. Ég þarf að ná mér í meiri reynslu og nú er ég í stöðu þar sem ég finn stöðugleika og ég er mjög ánægður með liðið og félagið,“ sagði Alonso. Þýski boltinn Enski boltinn Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Fleiri fréttir Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Sjá meira
Liverpool hafði degi áður gefið frá sér möguleikann að hann væri að koma til Bítlaborgarinnar og Bayern gaf það seinna út að hann kæmi ekki þangað heldur. Seinna um daginn útskýrði Xabi Alonso sjálfur stöðuna á blaðamannafundi fyrir leik Leverkusen liðsins um helgina. Xabi Alonso: I m grateful to Bayer and the board, the players, the fans I feel that this is the best way, to continue together . I have also informed the players, it s true . My deadline was this week, it s matter of respect. Now everything is clear . pic.twitter.com/m1qMeVFCRf— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) March 29, 2024 „Þetta hefur verið tímabil þar sem hafa verið í gangi miklar vangaveltur um mína framtíð. Ég vildi nota landsleikjagluggann til að skoða hvað væri í boði og taka mína eigin ákvörðun,“ sagði Xabi Alonso. „Í síðustu viku átti ég góðan fund með Simon [Rolfes, íþróttastjóri Leverkusen] og Fernando [Carro, framkvæmdastjóri Leverkusen] og þar tilkynnti ég þeim að ég yrði áfram þjálfari Bayer Leverkusen,“ sagði Alonso. „Það þarf alltaf að skoða hlutina vel áður en þú tekur svona stóra ákvörðun og ég reyni að taka réttar ákvarðanir. Ég reyni að taka ákvörðun sem kemur til mín náttúrulega og eins og staðan núna þá finnst mér þetta vera rétti staðurinn fyrr mig til að þróa mig sem þjálfara,“ sagði Alonso. Xabi Alonso: My job at Bayer is not over. I want to help the club, help the players to develop, the board is great it s all fantastic here . I m still young coach but I think this is the best decision for my future. I took my time and I m sure about that . pic.twitter.com/o7vZyQ872Q— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) March 29, 2024 „Ég er ungur þjálfari og ég verða að finna réttu tilfinninguna. Mér líður þannig að þetta sé besti staðurinn fyrir mig,“ sagði Alonso. „Mínu starfi hjá Bayer er ekki lokið. Ég vil hjálpa félaginu, hjálpa leikmönnunum að verða betri og stjórinu er frábær. Það er frábært að vera hér,“ sagði Alonso. „Þetta er ferli og uppbyggingin á þessu liði er hliðstæð þróuninni hjá mér sem knattspyrnustjóra. Þetta er mitt fyrsta fulla tímabil sem þjálfari. Ég á enn eftir að sanna mikið fyrir sjálfum mér. Ég þarf að ná mér í meiri reynslu og nú er ég í stöðu þar sem ég finn stöðugleika og ég er mjög ánægður með liðið og félagið,“ sagði Alonso.
Þýski boltinn Enski boltinn Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Fleiri fréttir Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Sjá meira