„Greinilega áherslubreytingar hjá dómurum varðandi ástríðu og tilfinningar“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 28. mars 2024 20:18 Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur vísir / hulda margrét Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindvíkinga, var eðlilega súr og svekktur eftir eins stigs tap liðsins gegn Stjörnunni í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Eftir tíu sigurleiki í röð í deild máttu Grindvíkingar þola tap með minnsta mun í Umhyggjuhöllinni í kvöd og vonbrigðin leyndu sér ekki hjá Jóhanni í viðtali eftir leik. „Tilfinningin er ekki góð. Við vorum langt frá okkar besta og eftir á að hyggja áttum við ekkert gott skilið út úr þessu,“ sagði Jóhann í leikslok. „Við vorum flatir og það vantaði allan kraft í okkur. Okkar einkenni náðu ekki að skína í gegn í kvöld, en það er líka bara hrós á Stjörnuna sem gerði vel. Þetta er bara tap og það er alltaf svekkjandi að tapa. En það þýðir ekkert að staldra við þetta. Við höldum bara áfram.“ Það heyrðist vel á leikmönnum og stuðningsfólki Grindavíkur að þeim fannst halla á sig í dómgæslunni í leik kvöldsins. Hann segir að sínir menn þurfi að hætta að einblína á hluti sem þeir geta ekki stjórnað. „Það er kannski eitt sem við þurfum að laga. Við erum að einbeita okkur aðeins of mikið af hlutum sem við einfaldlega stýrum ekki og það kann aldrei góðri lukku að stýra.“ Þá segir hann einnig hafa haft áhrif á leik sinna manna að DeAndre Kane var kominn í villuvandræði snemma í síðari hálfleik. „Auðvitað er vont að missa hann og allt það. Hann situr út allan þriðja leikhlutann, en þetta er allan tímann leikur þrátt fyrir það. Þeir fara aldrei meira en einhver 2-3 stig upp og allt það. Svo snýst þetta líka bara um einhverjar ákvaraðanatökur hjá okkur. Við erum með allavega tvær sendingar í seinni hálfleik í góðri stöðu þar sem við erum sex og átta stigum yfir, með boltann og höfum möguleika á að koma þessu í tveggja stafa tölu en grýtum boltanum bara frá okkur.“ „Maður horfði á bikarhelgina og það eru greinilega einhverjar áherslubreytingar hjá dómurum varðandi ástríðu og tilfinningar í þessu. Við ætluðum eitthvað að reyna að dempa tempóið hvað það varðar, en við þurfum bara að fara aftur í grunninn og fara eins nálægt línunni og hægt er. Það er okkar leikur og við þurfum að finna það aftur.“ Að lokum segir Jóhann það þó ekki skipta öllu máli þó tíu leikja sigurganga liðsins sé á enda. Nú þurfi Grindvíkingar bara að koma sér aftur á hestinn fyrir úrslitakeppnina. „Þetta er enginn heimsendir. Við bara töpuðum í kvöld og nú þurfum við bara að koma saman og nýta tíman vel fyrir næsta fimmtudag. Við þurfum bara að vinna Haukana og koma sterkir inn í þessa blessuðu úrslitakeppni þar sem allir vilja vera. Við ætlum okkur langt þar.“ „Eins og ég segir þá er þetta enginn heimsendir og við sleikjum sárin í kvöld. Svo er það bara áfram gakk,“ sagði Jóhann að lokum. Subway-deild karla UMF Grindavík Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Grindavík 91-90 | Von um úrslitakeppni lifir enn í Garðabæ Stjarnan vann Grindavík í háspennuleik í næstsíðustu umferð Subway-deildar karla í körfubolta. Sigur Stjörnunnar þýðir að Garðbæingar eiga enn möguleika á að komast í úrslitakeppnina. Grindavík hafði fyrir leikinn unnið 10 leiki í röð. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 28. mars 2024 20:00 Mest lesið Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Íslenski boltinn Donnarumma skilinn eftir heima Enski boltinn Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Fleiri fréttir Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Sjá meira
Eftir tíu sigurleiki í röð í deild máttu Grindvíkingar þola tap með minnsta mun í Umhyggjuhöllinni í kvöd og vonbrigðin leyndu sér ekki hjá Jóhanni í viðtali eftir leik. „Tilfinningin er ekki góð. Við vorum langt frá okkar besta og eftir á að hyggja áttum við ekkert gott skilið út úr þessu,“ sagði Jóhann í leikslok. „Við vorum flatir og það vantaði allan kraft í okkur. Okkar einkenni náðu ekki að skína í gegn í kvöld, en það er líka bara hrós á Stjörnuna sem gerði vel. Þetta er bara tap og það er alltaf svekkjandi að tapa. En það þýðir ekkert að staldra við þetta. Við höldum bara áfram.“ Það heyrðist vel á leikmönnum og stuðningsfólki Grindavíkur að þeim fannst halla á sig í dómgæslunni í leik kvöldsins. Hann segir að sínir menn þurfi að hætta að einblína á hluti sem þeir geta ekki stjórnað. „Það er kannski eitt sem við þurfum að laga. Við erum að einbeita okkur aðeins of mikið af hlutum sem við einfaldlega stýrum ekki og það kann aldrei góðri lukku að stýra.“ Þá segir hann einnig hafa haft áhrif á leik sinna manna að DeAndre Kane var kominn í villuvandræði snemma í síðari hálfleik. „Auðvitað er vont að missa hann og allt það. Hann situr út allan þriðja leikhlutann, en þetta er allan tímann leikur þrátt fyrir það. Þeir fara aldrei meira en einhver 2-3 stig upp og allt það. Svo snýst þetta líka bara um einhverjar ákvaraðanatökur hjá okkur. Við erum með allavega tvær sendingar í seinni hálfleik í góðri stöðu þar sem við erum sex og átta stigum yfir, með boltann og höfum möguleika á að koma þessu í tveggja stafa tölu en grýtum boltanum bara frá okkur.“ „Maður horfði á bikarhelgina og það eru greinilega einhverjar áherslubreytingar hjá dómurum varðandi ástríðu og tilfinningar í þessu. Við ætluðum eitthvað að reyna að dempa tempóið hvað það varðar, en við þurfum bara að fara aftur í grunninn og fara eins nálægt línunni og hægt er. Það er okkar leikur og við þurfum að finna það aftur.“ Að lokum segir Jóhann það þó ekki skipta öllu máli þó tíu leikja sigurganga liðsins sé á enda. Nú þurfi Grindvíkingar bara að koma sér aftur á hestinn fyrir úrslitakeppnina. „Þetta er enginn heimsendir. Við bara töpuðum í kvöld og nú þurfum við bara að koma saman og nýta tíman vel fyrir næsta fimmtudag. Við þurfum bara að vinna Haukana og koma sterkir inn í þessa blessuðu úrslitakeppni þar sem allir vilja vera. Við ætlum okkur langt þar.“ „Eins og ég segir þá er þetta enginn heimsendir og við sleikjum sárin í kvöld. Svo er það bara áfram gakk,“ sagði Jóhann að lokum.
Subway-deild karla UMF Grindavík Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Grindavík 91-90 | Von um úrslitakeppni lifir enn í Garðabæ Stjarnan vann Grindavík í háspennuleik í næstsíðustu umferð Subway-deildar karla í körfubolta. Sigur Stjörnunnar þýðir að Garðbæingar eiga enn möguleika á að komast í úrslitakeppnina. Grindavík hafði fyrir leikinn unnið 10 leiki í röð. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 28. mars 2024 20:00 Mest lesið Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Íslenski boltinn Donnarumma skilinn eftir heima Enski boltinn Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Fleiri fréttir Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Sjá meira
Leik lokið: Stjarnan - Grindavík 91-90 | Von um úrslitakeppni lifir enn í Garðabæ Stjarnan vann Grindavík í háspennuleik í næstsíðustu umferð Subway-deildar karla í körfubolta. Sigur Stjörnunnar þýðir að Garðbæingar eiga enn möguleika á að komast í úrslitakeppnina. Grindavík hafði fyrir leikinn unnið 10 leiki í röð. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 28. mars 2024 20:00
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn