„Reiknum með því að Rúnarsáhrifin verði jákvæð“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. apríl 2024 12:01 Rúnar Kristinsson færði sig úr Vesturbænum upp í Úlfarsárdal eftir síðasta tímabil. vísir/sigurjón Baldur Sigurðsson, sérfræðingur Stúkunnar, hefur trú á að koma Rúnars Kristinssonar hafi jákvæð áhrif á lið Fram. Hann er spenntur að sjá hvernig hann verður í nýju starfi. Fram er spáð 9. sæti Bestu deildarinnar í árlegri spá íþróttadeildar Vísis og Stöðvar 2 Sports. Frammarar enduðu í 10. sæti á síðasta tímabili. Eftir að hafa verið í KR allan sinn þjálfaraferil var Rúnar ráðinn til Fram síðasta haust. Baldur þekkir Rúnar vel eftir að hafa spilað undir hans stjórn og hefur trú á því að hann muni gera góða hluti með Fram. „Við reiknum með því að Rúnarsáhrifin verði jákvæð. Við erum með þjálfara sem hefur gríðarlega góðan eiginleika til að leyfa mönnum að blómstra. Þetta er ekkert ósvipað Jóni Sveins [fyrrverandi þjálfara Fram], hann lét leikmenn svo sannarlega blómstra í sóknarleiknum. Menn fengu svolítið að gera það sem þeir vildu sem skilaði sér í mikilli skemmtun fyrir okkur,“ sagði Baldur í Besta sætinu, hlaðvarpi íþróttadeildar. „Ég held að Rúnar sé kannski ekki alveg þar. Hann er frekar einbeittur á taktískan og agaðan varnarleik en á sama tíma vill hann spila skemmtilegan fótbolta og hann er góður í því að leyfa mönnum að njóta, það er að segja ef hann er ekki undir einhverri pressu sem hann tekur með sér frá KR; að hann þurfi að ná árangri, að hann sé ekki að fara út úr karakternum sínum. Ég er spenntastur að sjá hvort hann sé gamli Rúnar eða taugatrekkti Rúnar.“ Atli Viðar Björnsson segir að það hafi verið lífsnauðsynlegt fyrir Fram að halda sér í Bestu deildinni á síðasta tímabili. „Það var gríðarlega sterkt fyrir Fram að sleppa við fallið í fyrra. Þeir eru að reyna að fóta sig í nýju hverfi og búa til sitt vígi þarna upp frá. Mér finnst þeir vera á ágætis leið með það. Og það að ráða Rúnar, risastóran prófíl í íslenskum fótbolta, inn í þetta verkefni var mikið heillaskref. Þannig ég held og vona að hann komi með pínulítinn slagkraft inn í þetta starf og hjálpi þeim að staðsetja sig og festa sig í sessi sem efstu deildar félag í fótbolta,“ sagði Atli Viðar sem segir vandamál Fram augljóst. „Stóra verkefnið Rúnars verður að fækka mörkum á sig eins og hjá fleirum. Hann er alveg meðvitaður um það en þeir hafa það í liðinu sínu, sem er kannski erfiðast í fótbolta, að gera mörk. Þeir eru með Fred [Saravia], Jannick [Pohl], sem var mikið áfall að missa út í fyrra, og svo Guðmund Magnússon sem var í baráttu um gullskó fyrir tveimur árum. Þetta eru eiginleikar sem eru til staðar. Ef þeir laga varnarleikinn held ég að þeir séu í ágætis málum.“ Hlusta má á Besta sætið í spilaranum hér fyrir ofan. Þátturinn er einnig aðgengilegur á Spotify sem og öllum hlaðvarpsveitum. Besta deild karla Fram Besta sætið Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Fótbolti Dagskráin í dag: Ryder-bikarinn fer af stað Sport „Þetta var bara draumi líkast“ Handbolti „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ Handbolti Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ Sjá meira
Fram er spáð 9. sæti Bestu deildarinnar í árlegri spá íþróttadeildar Vísis og Stöðvar 2 Sports. Frammarar enduðu í 10. sæti á síðasta tímabili. Eftir að hafa verið í KR allan sinn þjálfaraferil var Rúnar ráðinn til Fram síðasta haust. Baldur þekkir Rúnar vel eftir að hafa spilað undir hans stjórn og hefur trú á því að hann muni gera góða hluti með Fram. „Við reiknum með því að Rúnarsáhrifin verði jákvæð. Við erum með þjálfara sem hefur gríðarlega góðan eiginleika til að leyfa mönnum að blómstra. Þetta er ekkert ósvipað Jóni Sveins [fyrrverandi þjálfara Fram], hann lét leikmenn svo sannarlega blómstra í sóknarleiknum. Menn fengu svolítið að gera það sem þeir vildu sem skilaði sér í mikilli skemmtun fyrir okkur,“ sagði Baldur í Besta sætinu, hlaðvarpi íþróttadeildar. „Ég held að Rúnar sé kannski ekki alveg þar. Hann er frekar einbeittur á taktískan og agaðan varnarleik en á sama tíma vill hann spila skemmtilegan fótbolta og hann er góður í því að leyfa mönnum að njóta, það er að segja ef hann er ekki undir einhverri pressu sem hann tekur með sér frá KR; að hann þurfi að ná árangri, að hann sé ekki að fara út úr karakternum sínum. Ég er spenntastur að sjá hvort hann sé gamli Rúnar eða taugatrekkti Rúnar.“ Atli Viðar Björnsson segir að það hafi verið lífsnauðsynlegt fyrir Fram að halda sér í Bestu deildinni á síðasta tímabili. „Það var gríðarlega sterkt fyrir Fram að sleppa við fallið í fyrra. Þeir eru að reyna að fóta sig í nýju hverfi og búa til sitt vígi þarna upp frá. Mér finnst þeir vera á ágætis leið með það. Og það að ráða Rúnar, risastóran prófíl í íslenskum fótbolta, inn í þetta verkefni var mikið heillaskref. Þannig ég held og vona að hann komi með pínulítinn slagkraft inn í þetta starf og hjálpi þeim að staðsetja sig og festa sig í sessi sem efstu deildar félag í fótbolta,“ sagði Atli Viðar sem segir vandamál Fram augljóst. „Stóra verkefnið Rúnars verður að fækka mörkum á sig eins og hjá fleirum. Hann er alveg meðvitaður um það en þeir hafa það í liðinu sínu, sem er kannski erfiðast í fótbolta, að gera mörk. Þeir eru með Fred [Saravia], Jannick [Pohl], sem var mikið áfall að missa út í fyrra, og svo Guðmund Magnússon sem var í baráttu um gullskó fyrir tveimur árum. Þetta eru eiginleikar sem eru til staðar. Ef þeir laga varnarleikinn held ég að þeir séu í ágætis málum.“ Hlusta má á Besta sætið í spilaranum hér fyrir ofan. Þátturinn er einnig aðgengilegur á Spotify sem og öllum hlaðvarpsveitum.
Besta deild karla Fram Besta sætið Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Fótbolti Dagskráin í dag: Ryder-bikarinn fer af stað Sport „Þetta var bara draumi líkast“ Handbolti „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ Handbolti Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ Sjá meira