Drakk 25 bjóra á dag Sindri Sverrisson skrifar 24. mars 2024 14:15 Jóannes Bjartalíð í landsleik gegn Pólverjum í undankeppni EM síðasta haust. Hann hefur leikið á fjórða tug landsleikja fyrir Færeyjar. Getty/Adam Nurkiewicz Liðsfélagi Júlíusar Magnússonar hjá norska knattspyrnuliðinu Fredrikstad, Færeyingurinn Jóannes Bjartalíð, hefur opnað sig um áfengisfíkn sína í viðtali við TV 2 í Noregi. Jóannes, sem er 27 ára, hafði drukkið ótæpilega í nokkur misseri þegar hann afrekað loks að setja tappann í flöskuna, með stuðningi þjálfarans Mikkjal Thomassen. Eftir tvær ferðir í meðferð hefur Jóannes, sem áður drakk 20-25 bjóra á dag, ekki bragðað áfengi síðan sumarið 2021. Í staðinn raðar hann inn mörkum í Noregi og var leikmaður ársins þegar Fredrikstad komst upp í norsku úrvalsdeildina í fyrra. „Ég drakk fyrir æfingar, þegar ég vaknaði og eftir æfingar. Þetta var á öllum tímum dagsins. Það var ekkert sem stöðvaði mig í að drekka,“ segir Jóannes í viðtalinu en á þeim tíma sem hann drakk var hann leikmaður KÍ Klaksvíkur heima í Færeyjum. Hann lék með KÍ á árunum 2014-2022 og skoraði 104 mörk í 210 deildarleikjum, auk þess að skora tvö mörk í 31 leik fyrir færeyska landsliðið. Drykkja hans fór hins vegar að verða mikið vandamál árið 2020, eftir að Jóannes skildi við kærustu sína. „Frá október 2020 til júlí 2021 drakk ég að meðaltali 20-25 bjóra á dag. Ég leitað í áfengið til að finna, ég veit ekki, ró. Og svo drakk ég mig bara rænulausan.“ „Maður lýgur að öllum“ Ekkert virtist geta stöðvað Jóannes í að drekka, nema þá helst þjálfari KÍ Mikkjal Thomassen sem neitaði að gefast upp og eftir fjölmörg samtöl þeirra leitaði Jóannes sér loks hjálpar. „Maður heldur alltaf að maður geti hætt sjálfur. Ég náði að hætta í viku en svo byrjaði þetta bara aftur. Það er þetta sem maður gerir. Maður lýgur að öllum í kringum sig og að sjálfum sér. Að maður geti og ætli að hætta. En svo gerir maður það ekki,“ sagði Jóannes. Valinn bestur og man nú hvað gerist í veislum Eftir tvær tilraunir í áfengismeðferð er Jóannes nú hættur að drekka, og Thomassen ákvað að fá hann með sér til Noregs þegar hann var ráðinn sem þjálfari Fredrikstad. Fyrsta tímabil þeirra í Noregi, og jafnframt fyrsta tímabil Júlíusar sem keyptur var frá Víkingi, gekk eins og í sögu því Fredrikstad komst upp í úrvalsdeild og Jóannes var valinn leikmaður ársins. Því fagnaði hann að sjálfsögðu án áfengis: „Ég söng og dansaði eins og aðrir og fannst það frábært. En ég drekk ekki. Ég drekk bara kaffi, Pepsi Max eða vatn. Þá er líka meira gaman að skemmta sér. Núna man ég allt sem gerist,“ segir Jóannes. Fredrikstad byrjar tímabil sitt í norsku úrvalsdeildinni á mánudaginn eftir viku, annan í páskum, með heimaleik við Bodö/Glimt. Norski boltinn Færeyski boltinn Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Fleiri fréttir Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Sjá meira
Jóannes, sem er 27 ára, hafði drukkið ótæpilega í nokkur misseri þegar hann afrekað loks að setja tappann í flöskuna, með stuðningi þjálfarans Mikkjal Thomassen. Eftir tvær ferðir í meðferð hefur Jóannes, sem áður drakk 20-25 bjóra á dag, ekki bragðað áfengi síðan sumarið 2021. Í staðinn raðar hann inn mörkum í Noregi og var leikmaður ársins þegar Fredrikstad komst upp í norsku úrvalsdeildina í fyrra. „Ég drakk fyrir æfingar, þegar ég vaknaði og eftir æfingar. Þetta var á öllum tímum dagsins. Það var ekkert sem stöðvaði mig í að drekka,“ segir Jóannes í viðtalinu en á þeim tíma sem hann drakk var hann leikmaður KÍ Klaksvíkur heima í Færeyjum. Hann lék með KÍ á árunum 2014-2022 og skoraði 104 mörk í 210 deildarleikjum, auk þess að skora tvö mörk í 31 leik fyrir færeyska landsliðið. Drykkja hans fór hins vegar að verða mikið vandamál árið 2020, eftir að Jóannes skildi við kærustu sína. „Frá október 2020 til júlí 2021 drakk ég að meðaltali 20-25 bjóra á dag. Ég leitað í áfengið til að finna, ég veit ekki, ró. Og svo drakk ég mig bara rænulausan.“ „Maður lýgur að öllum“ Ekkert virtist geta stöðvað Jóannes í að drekka, nema þá helst þjálfari KÍ Mikkjal Thomassen sem neitaði að gefast upp og eftir fjölmörg samtöl þeirra leitaði Jóannes sér loks hjálpar. „Maður heldur alltaf að maður geti hætt sjálfur. Ég náði að hætta í viku en svo byrjaði þetta bara aftur. Það er þetta sem maður gerir. Maður lýgur að öllum í kringum sig og að sjálfum sér. Að maður geti og ætli að hætta. En svo gerir maður það ekki,“ sagði Jóannes. Valinn bestur og man nú hvað gerist í veislum Eftir tvær tilraunir í áfengismeðferð er Jóannes nú hættur að drekka, og Thomassen ákvað að fá hann með sér til Noregs þegar hann var ráðinn sem þjálfari Fredrikstad. Fyrsta tímabil þeirra í Noregi, og jafnframt fyrsta tímabil Júlíusar sem keyptur var frá Víkingi, gekk eins og í sögu því Fredrikstad komst upp í úrvalsdeild og Jóannes var valinn leikmaður ársins. Því fagnaði hann að sjálfsögðu án áfengis: „Ég söng og dansaði eins og aðrir og fannst það frábært. En ég drekk ekki. Ég drekk bara kaffi, Pepsi Max eða vatn. Þá er líka meira gaman að skemmta sér. Núna man ég allt sem gerist,“ segir Jóannes. Fredrikstad byrjar tímabil sitt í norsku úrvalsdeildinni á mánudaginn eftir viku, annan í páskum, með heimaleik við Bodö/Glimt.
Norski boltinn Færeyski boltinn Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Fleiri fréttir Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Sjá meira