Gylfi Þór hetjan síðast þegar Ísland og Úkraína mættust Aron Guðmundsson skrifar 25. mars 2024 09:01 Gylfi Þór í leiknum gegn Úkraínu 2017 Vísir/Anton Íslenska karlalandsliðið í fótbolta mun á morgun leika hreinan úrslitaleik gegn Úkraínu um laust sæti á komandi Evrópumóti. Liðin hafa alls mæst fjórum sinnum í mótsleikjum. Gylfi Þór Sigurðsson var hetja Íslands í síðustu viðureign liðanna. Úrslitaleikur Íslands og Úkraínu fer fram á Tarczynski leikvanginum í Wroclaw í Póllandi. Leikvangurinn tekur um fjörutíu og þrjú þúsund manns í sæti og sigurliðið mun tryggja sér farmiðann á EM í Þýskalandi. Aðeins fimm af núverandi leikmönnum sem mynda landsliðshóp Íslands voru í leikmannahópi liðsins í síðustu viðureign gegn Úkraínu í undankeppni HM 2018 sem fór fram á Laugardalsvelli. Það eru þeir Sverrir Ingi Ingason, Jóhann Berg Guðmundsson, Alfreð Finnbogason, Hjörtur Hermannsson og Arnór Ingvi Traustason. Árið 2017 er eitt af gullaldarárum íslenska landsliðsins sem hafði árið áður komist í fyrsta sinn á stórmót, EM 2016, þar sem að liðið vann hug og hjörtu heimsbyggðarinnar. Komst alla leið í átta liða úrslit mótsins. Í undankeppni HM 2018 hélt íslenska landsliðið uppteknum hætti, toppaði riðil sinn og tryggði sér beint sæti á HM í Rússlandi. Á þeirri vegferð sinni kom landslið Úkraínu í heimsókn í september árið 2017. Troðfullur Laugardalsvöllur hvatti Strákana okkar leggja Úkraínumenn af velli. Tvenna frá Gylfa Þór Sigurðssyni sigldi sigrinum heim. Hér fyrir neðan má sjá helstu atriði úr síðasta leik Íslands og Úkraínu. Stórleikur morgundagsins verður svo á dagskrá Stöðvar 2 Sport í beinni útsendingu og opinni dagskrá. Vonumst eftir svipuðum úrslitum. Þá verður EM sætið tryggt. Leikur Úkraínu og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport þriðjudaginn 26. mars. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10. Landslið karla í fótbolta Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Sjá meira
Úrslitaleikur Íslands og Úkraínu fer fram á Tarczynski leikvanginum í Wroclaw í Póllandi. Leikvangurinn tekur um fjörutíu og þrjú þúsund manns í sæti og sigurliðið mun tryggja sér farmiðann á EM í Þýskalandi. Aðeins fimm af núverandi leikmönnum sem mynda landsliðshóp Íslands voru í leikmannahópi liðsins í síðustu viðureign gegn Úkraínu í undankeppni HM 2018 sem fór fram á Laugardalsvelli. Það eru þeir Sverrir Ingi Ingason, Jóhann Berg Guðmundsson, Alfreð Finnbogason, Hjörtur Hermannsson og Arnór Ingvi Traustason. Árið 2017 er eitt af gullaldarárum íslenska landsliðsins sem hafði árið áður komist í fyrsta sinn á stórmót, EM 2016, þar sem að liðið vann hug og hjörtu heimsbyggðarinnar. Komst alla leið í átta liða úrslit mótsins. Í undankeppni HM 2018 hélt íslenska landsliðið uppteknum hætti, toppaði riðil sinn og tryggði sér beint sæti á HM í Rússlandi. Á þeirri vegferð sinni kom landslið Úkraínu í heimsókn í september árið 2017. Troðfullur Laugardalsvöllur hvatti Strákana okkar leggja Úkraínumenn af velli. Tvenna frá Gylfa Þór Sigurðssyni sigldi sigrinum heim. Hér fyrir neðan má sjá helstu atriði úr síðasta leik Íslands og Úkraínu. Stórleikur morgundagsins verður svo á dagskrá Stöðvar 2 Sport í beinni útsendingu og opinni dagskrá. Vonumst eftir svipuðum úrslitum. Þá verður EM sætið tryggt. Leikur Úkraínu og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport þriðjudaginn 26. mars. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10.
Leikur Úkraínu og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport þriðjudaginn 26. mars. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10.
Landslið karla í fótbolta Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Sjá meira