Einkunnir Íslands: Albert bar af í endurkomunni Íþróttadeild Vísis skrifar 21. mars 2024 22:12 Albert Guðmundsson var maður leiksins í sigri Íslands. David Balogh - UEFA/UEFA via Getty Images Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu vann magnaðan 4-1 sigur er liðið mætti Ísrael í undanúrslitum í umspili um laust sæti á EM sem fram fer í Þýskalandi í sumar. Íslenska liðið spilaði vel stærstan hluta leiksins og gekk á lagið í seinni hálfleik eftir að Roy Revivo fékk að líta beint rautt spjald á 73. mínútu fyrir brot á Arnóri Sigurðssyni. Þrátt fyrir að ísraelska liðið hafi fengið tvær vítaspyrnur í leiknum var sigur íslenska liðsins þó öruggur og Ísland mætir því Úkraínu í hreinum úrslitaleik um sæti á EM. Einkunnir Íslands í leiknum: Hákon Rafn Valdimarsson, markvörður 7 Gat lítið gert í marki Ísraela. Stóð sína vakt annars vel og átti góða vörslu eftir rétt tæplega klukkutíma leik. Guðmundur Þórarinsson, vinstri bakvörður 7 Átti fína spretti upp vinstri kantinn og skilaði varnarvinnunni vel. Lítið hægt að setja út á hans frammistöðu. Daníel Leó Grétarsson, miðvörður 6 Gaf Ísraelum víti á 29. mínútu. Vann sig betur inn í leikinn í seinni hálfleik en hefur klárlega átt betri daga. Sverrir Ingi Ingason, miðvörður (fyrirliði) 7 Lagði upp annað mark Íslands þegar hann skallaði hornspyrnu Alberts Guðmundssonar aftur fyrir sig. Stóð vaktina í vörninni vel og var oft og tíðum mættur sem fremsti maður til að reyna að vinna skallabolta og valda usla inni á teig. Guðlaugur Victor Pálsson, hægri bakvörður 8 Traustur og sterkur í bakverðinum eins og svo oft áður. Skilar sér oft vel að hafa stóran og sterkan mann eins og Guðlaug Victor í bakverðinum. Hákon Arnar Haraldsson, miðjumaður 7 Iðinn og ákveðinn inni á miðsvæðinu. Hljóp úr sér lungun og virðist vera þroskaður leikmaður miðað við aldur. Arnór Ingvi Traustason, miðjumaður 8 Kom Íslandi í 2-1 með góðu skoti á 42. mínútu. Fór meiddur af velli á 62. mínútu eftir góða frammistöðu. Arnór Sigurðsson, vinstri kantur 6 Átti fína spretti í leiknum og fiskaði rauða spjaldið á Roy Revivo. Tekinn af velli þegar rúmar tíu mínútur voru til leiksloka. Willum Þór Willumsson, hægri kantur 6 Fór lítið fyrir honum og var tekinn af velli í hálfleik. Orri Steinn Óskarsson, framherji 6 Fékk algjört dauðafæri á 28. mínútu sem hann náði einhvernveginn að setja framhjá eftir skot frá Arnóri Sig. Albert Guðmundsson, framherji 9 (maður leiksins) Jafnaði metin í 1-1 með frábæru aukaspyrnumarki á 39. mínútu og skoraði þriðja mark Íslands á 82. mínútu eftir sendingu frá Ísaki Bergmann Jóhannessyni. Fullkomnaði svo þrennuna á 87. mínútu og var í raun allt í öllu í sóknarleik Íslands. Augljóst að liðið hefur saknað hans. Varamenn: Jón Dagur Þorsteinsson kom inn á fyrir Willum Þór Willumsson í hálfleik 6 Gaf vítaspyrnu á 79. mínútu og var heppinn að spyrnan fór framhjá. Átti stóran þátt í fjórða marki Íslands þegar skot hans hrökk út í teiginn og Albert kláraði. Andri Lucas Gudjohnsen kom inn á fyrir Orra Stein Óskarsson á 62. mínútu 6 Var iðinn í sóknarleiknum og tvisvar nálægt því að koma sér í fín færi. Ísak Bergmann Jóhannesson kom inn á fyrir Arnór Ingva Traustason á 62. mínútu 6 Fljótur að hugsa í þriðja marki Íslands og tók aukaspyrnuna snemma sem setti Albert í gegn. Leikur Úkraínu og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport þriðjudaginn 21. mars. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Enski boltinn Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Sjá meira
Íslenska liðið spilaði vel stærstan hluta leiksins og gekk á lagið í seinni hálfleik eftir að Roy Revivo fékk að líta beint rautt spjald á 73. mínútu fyrir brot á Arnóri Sigurðssyni. Þrátt fyrir að ísraelska liðið hafi fengið tvær vítaspyrnur í leiknum var sigur íslenska liðsins þó öruggur og Ísland mætir því Úkraínu í hreinum úrslitaleik um sæti á EM. Einkunnir Íslands í leiknum: Hákon Rafn Valdimarsson, markvörður 7 Gat lítið gert í marki Ísraela. Stóð sína vakt annars vel og átti góða vörslu eftir rétt tæplega klukkutíma leik. Guðmundur Þórarinsson, vinstri bakvörður 7 Átti fína spretti upp vinstri kantinn og skilaði varnarvinnunni vel. Lítið hægt að setja út á hans frammistöðu. Daníel Leó Grétarsson, miðvörður 6 Gaf Ísraelum víti á 29. mínútu. Vann sig betur inn í leikinn í seinni hálfleik en hefur klárlega átt betri daga. Sverrir Ingi Ingason, miðvörður (fyrirliði) 7 Lagði upp annað mark Íslands þegar hann skallaði hornspyrnu Alberts Guðmundssonar aftur fyrir sig. Stóð vaktina í vörninni vel og var oft og tíðum mættur sem fremsti maður til að reyna að vinna skallabolta og valda usla inni á teig. Guðlaugur Victor Pálsson, hægri bakvörður 8 Traustur og sterkur í bakverðinum eins og svo oft áður. Skilar sér oft vel að hafa stóran og sterkan mann eins og Guðlaug Victor í bakverðinum. Hákon Arnar Haraldsson, miðjumaður 7 Iðinn og ákveðinn inni á miðsvæðinu. Hljóp úr sér lungun og virðist vera þroskaður leikmaður miðað við aldur. Arnór Ingvi Traustason, miðjumaður 8 Kom Íslandi í 2-1 með góðu skoti á 42. mínútu. Fór meiddur af velli á 62. mínútu eftir góða frammistöðu. Arnór Sigurðsson, vinstri kantur 6 Átti fína spretti í leiknum og fiskaði rauða spjaldið á Roy Revivo. Tekinn af velli þegar rúmar tíu mínútur voru til leiksloka. Willum Þór Willumsson, hægri kantur 6 Fór lítið fyrir honum og var tekinn af velli í hálfleik. Orri Steinn Óskarsson, framherji 6 Fékk algjört dauðafæri á 28. mínútu sem hann náði einhvernveginn að setja framhjá eftir skot frá Arnóri Sig. Albert Guðmundsson, framherji 9 (maður leiksins) Jafnaði metin í 1-1 með frábæru aukaspyrnumarki á 39. mínútu og skoraði þriðja mark Íslands á 82. mínútu eftir sendingu frá Ísaki Bergmann Jóhannessyni. Fullkomnaði svo þrennuna á 87. mínútu og var í raun allt í öllu í sóknarleik Íslands. Augljóst að liðið hefur saknað hans. Varamenn: Jón Dagur Þorsteinsson kom inn á fyrir Willum Þór Willumsson í hálfleik 6 Gaf vítaspyrnu á 79. mínútu og var heppinn að spyrnan fór framhjá. Átti stóran þátt í fjórða marki Íslands þegar skot hans hrökk út í teiginn og Albert kláraði. Andri Lucas Gudjohnsen kom inn á fyrir Orra Stein Óskarsson á 62. mínútu 6 Var iðinn í sóknarleiknum og tvisvar nálægt því að koma sér í fín færi. Ísak Bergmann Jóhannesson kom inn á fyrir Arnór Ingva Traustason á 62. mínútu 6 Fljótur að hugsa í þriðja marki Íslands og tók aukaspyrnuna snemma sem setti Albert í gegn. Leikur Úkraínu og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport þriðjudaginn 21. mars. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10.
Leikur Úkraínu og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport þriðjudaginn 21. mars. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Enski boltinn Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Sjá meira