Sjáðu mörkin: Albert hlóð í þrennu í endurkomunni Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 21. mars 2024 20:42 Albert fagnar í kvöld. vísir/getty Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu vann magnaðan 4-1 sigur er liðið mætti Ísrael í undanúrslitum umspilsins fyrir EM sem fram fer í Þýskalandi í sumar. Íslenska karlalandsliðið freistar þess nú að koma sér á EM í annað skipti í sögunni, en liðið er nú aðeins einum sigri frá EM-sætinu eftirsótta. Það var þó ísraelska liðið sem varð fyrra til að brjóta ísinn þegar Eran Zahavi kom liðinu yfir með marki úr vítaspyrnu eftir tæplega hálftíma leik. Daníel Leó Grétarsson hafði þá brotið af sér innan vítateigs. Klippa: Zahavi skorar úr víti Íslensku strákarnir voru þó ekki lengi að svara og á 39. mínútu jafnaði Albert Guðmundsson metin fyrir Ísland með glæsilegu marki, beint úr aukaspyrnu. Klippa: Albert skorar beint úr aukaspyrnu Aðeins þremur mínútum síðar var staðan svo orðin 2-1, Íslandi í vil, eftir að Arnór Ingvi Traustason kom boltanum í netið með hnitmiðuðu og föstu skoti. Boltinn barst þá til hans úti í vítateig eftir að Sverrir Ingi Ingason hafði fleytt hornspyrnu Alberts Guðmundssonar áfram. Klippa: Ísland kemst yfir gegn Ísrael Í síðari hálfleik gekk svo nánast allt upp fyrir íslenska liðið. Lukkan fór að segja til sín á 73. mínútu þegar Roy Revivo fékk að líta beint rautt spjald fyrir ljótt brot á Arnóri Sigurðssyni. Sjö mínútum síðar brenndi Eran Zahavi svo af vítaspyrnu eftir að Jón Dagur Þorsteinsson hafði handleikið knöttinn innan vítateigs og á 83. mínútu nýtti íslenska liðið sér liðsmuninn þegar Albert Guðmundsson skoraði annað mark sitt og þriðja mark Íslands eftir snögga aukaspyrnu frá Ísaki Bergmann Jóhannessyni. Klippa: Rautt spjald á Ísrael Klippa: Albert með sitt annað mark Albert fullkomnaði svo þrennu sína fjórum mínútum síðar þegar hann fylgdi skoti Jóns Dags Þorsteinssonar eftir og þar við sat. Niðursaðan varð 4-1 sigur Íslands sem er nú á leið í hreinan úrslitaleik um sæti á EM. Klippa: Þrenna Alberts fullkomnuð Leikur Úkraínu og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport þriðjudaginn 21. mars. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: FHL – FRAM | Nýliðar í ólíkri stöðu mætast Í beinni: Víkingur R – Breiðablik | Meistarar í stuði mæta í Víkina Í beinni: FH – Þór/KA | Vilja ekki missa meistarana lengra frá sér Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið freistar þess nú að koma sér á EM í annað skipti í sögunni, en liðið er nú aðeins einum sigri frá EM-sætinu eftirsótta. Það var þó ísraelska liðið sem varð fyrra til að brjóta ísinn þegar Eran Zahavi kom liðinu yfir með marki úr vítaspyrnu eftir tæplega hálftíma leik. Daníel Leó Grétarsson hafði þá brotið af sér innan vítateigs. Klippa: Zahavi skorar úr víti Íslensku strákarnir voru þó ekki lengi að svara og á 39. mínútu jafnaði Albert Guðmundsson metin fyrir Ísland með glæsilegu marki, beint úr aukaspyrnu. Klippa: Albert skorar beint úr aukaspyrnu Aðeins þremur mínútum síðar var staðan svo orðin 2-1, Íslandi í vil, eftir að Arnór Ingvi Traustason kom boltanum í netið með hnitmiðuðu og föstu skoti. Boltinn barst þá til hans úti í vítateig eftir að Sverrir Ingi Ingason hafði fleytt hornspyrnu Alberts Guðmundssonar áfram. Klippa: Ísland kemst yfir gegn Ísrael Í síðari hálfleik gekk svo nánast allt upp fyrir íslenska liðið. Lukkan fór að segja til sín á 73. mínútu þegar Roy Revivo fékk að líta beint rautt spjald fyrir ljótt brot á Arnóri Sigurðssyni. Sjö mínútum síðar brenndi Eran Zahavi svo af vítaspyrnu eftir að Jón Dagur Þorsteinsson hafði handleikið knöttinn innan vítateigs og á 83. mínútu nýtti íslenska liðið sér liðsmuninn þegar Albert Guðmundsson skoraði annað mark sitt og þriðja mark Íslands eftir snögga aukaspyrnu frá Ísaki Bergmann Jóhannessyni. Klippa: Rautt spjald á Ísrael Klippa: Albert með sitt annað mark Albert fullkomnaði svo þrennu sína fjórum mínútum síðar þegar hann fylgdi skoti Jóns Dags Þorsteinssonar eftir og þar við sat. Niðursaðan varð 4-1 sigur Íslands sem er nú á leið í hreinan úrslitaleik um sæti á EM. Klippa: Þrenna Alberts fullkomnuð Leikur Úkraínu og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport þriðjudaginn 21. mars. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10.
Leikur Úkraínu og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport þriðjudaginn 21. mars. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: FHL – FRAM | Nýliðar í ólíkri stöðu mætast Í beinni: Víkingur R – Breiðablik | Meistarar í stuði mæta í Víkina Í beinni: FH – Þór/KA | Vilja ekki missa meistarana lengra frá sér Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Sjá meira