Ströng innflytjendalög í Texas samþykkt af hæstarétti Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 20. mars 2024 00:08 Repúblikanar hafa gagnrýnt Joe Biden Bandaríkjaforseta fyrir aðgerðaleysi í innflytjendamálum sem snerta ólöglegar komur fólks inn í landið. AP Hæstiréttur Bandaríkjanna samþykkti í dag gildistöku laga sem heimila lögregluyfirvöldum í Texas-ríki að handtaka fólk sem grunað er um að hafa farið ólöglega yfir landamæri Mexíkó og Bandaríkjanna. Lögin voru samþykkt með sex atkvæðum Repúblikana gegn þremur atkvæðum Demókrata en hæstaréttardómararnir eru alls níu. Tilgangur laganna er sagður vera að sporna gegn mikilli fjölgun innflytjenda sem koma til Bandaríkjanna í gegn um landamærin. Joe Biden Bandaríkjaforseti auk dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna andmæltu lagafrumvarpinu, sem ber nafnið SB 4, en lögin áttu upphaflega að taka gildi 5. mars. Samkvæmt ráðuneytinu brjóta lögin í bága við bæði stjórnarskrá Bandaríkjanna og alríkislög að því leyti að þau stangast á við vald bandarískra stjórnvalda yfir innflytjendamálum. Reuters hefur eftir Karine Jean-Pierre upplýsingafulltrúa Hvíta hússins að lögin komi til með að valda óreiðu og ringulreið á sunnanverðum landamærum Texas og Mexíkó. Þá sagði Greg Abbott ríkisstjóri Texas að úrskurðurinn kæmi til með að stuðla að jákvæðri þróun í innflytjendamálum. Hann samþykkti frumvarpið í desember síðastliðnum. Þá sagði hann Biden ekki hafa framfylgt alríkislögum að refsivert sé að koma ólöglega inn í landið og því væri þörf á að lögin yrðu tekin í gildi. Samkvæmt lögunum verður refsivert að koma inn í Texas-ríki ólöglega. Sé einstaklingur gripinn við að reyna að komast yfir landamærin getur hann átt fangelsisdóm yfir höfði sér. Ef einstaklingur neitar að yfirgefa landið getur hann átt yfir höfði sér tuttugu ár í fangelsi. Sem áður segir verður lögreglu heimilt að handtaka hvern þann sem grunaður er um að hafa komið inn í ríkið með ólöglegum hætti. Ítarlega umfjöllun um málið má nálgast á vef Reuters. Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira
Lögin voru samþykkt með sex atkvæðum Repúblikana gegn þremur atkvæðum Demókrata en hæstaréttardómararnir eru alls níu. Tilgangur laganna er sagður vera að sporna gegn mikilli fjölgun innflytjenda sem koma til Bandaríkjanna í gegn um landamærin. Joe Biden Bandaríkjaforseti auk dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna andmæltu lagafrumvarpinu, sem ber nafnið SB 4, en lögin áttu upphaflega að taka gildi 5. mars. Samkvæmt ráðuneytinu brjóta lögin í bága við bæði stjórnarskrá Bandaríkjanna og alríkislög að því leyti að þau stangast á við vald bandarískra stjórnvalda yfir innflytjendamálum. Reuters hefur eftir Karine Jean-Pierre upplýsingafulltrúa Hvíta hússins að lögin komi til með að valda óreiðu og ringulreið á sunnanverðum landamærum Texas og Mexíkó. Þá sagði Greg Abbott ríkisstjóri Texas að úrskurðurinn kæmi til með að stuðla að jákvæðri þróun í innflytjendamálum. Hann samþykkti frumvarpið í desember síðastliðnum. Þá sagði hann Biden ekki hafa framfylgt alríkislögum að refsivert sé að koma ólöglega inn í landið og því væri þörf á að lögin yrðu tekin í gildi. Samkvæmt lögunum verður refsivert að koma inn í Texas-ríki ólöglega. Sé einstaklingur gripinn við að reyna að komast yfir landamærin getur hann átt fangelsisdóm yfir höfði sér. Ef einstaklingur neitar að yfirgefa landið getur hann átt yfir höfði sér tuttugu ár í fangelsi. Sem áður segir verður lögreglu heimilt að handtaka hvern þann sem grunaður er um að hafa komið inn í ríkið með ólöglegum hætti. Ítarlega umfjöllun um málið má nálgast á vef Reuters.
Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira