Drepur varg, smíðar og er fyrirliði í Bestu deildinni Sindri Sverrisson skrifar 19. mars 2024 08:00 Elmar Atli Garðarsson sýndi Baldri Sigurðssyni safn sitt af refa- og minkaskottum, en hann er meindýraeyðir í Súðavíkurhreppi. Stöð 2 Sport Elmar Atli Garðarsson sker sig talsvert úr á meðal leikmanna í Bestu deildinni í fótbolta í sumar. Hann býr í 200 manna þorpi, er smiður og fyrirliði Vestra, en ver einnig vor- og sumarnóttum í að leita uppi og skjóta meindýr. Baldur Sigurðsson skellti sér vestur í nýjasta þættinum af Lengsta undirbúningstímabili í heimi, sem sýndur er á Stöð 2 Sport. Hann æfði með Vestramönnum og ræddi við þjálfarann Davíð Smára Lamude. Baldur heimsótti einnig Elmar Atla, til Súðavíkur, og fékk að kynnast því aðeins hvað hann gerir á milli þess sem hann sækir fótboltaæfingar á Ísafirði. Meindýraeyðir hreppsins Elmar Atli, sem er 26 ára, starfar sem smiður hjá Vestfirskum verktökum en er einnig meindýraeyðir Súðavíkurhrepps. „Þetta felst í að veiða tófu og mink hérna í hreppnum. Svokölluð vargeyðing,“ segir Elmar Atli sem fékk Baldur í heimsókn á verkstæði pabba síns á Langeyri. Þar mátti sjá stórt safn af refa- og minkaskottum eftir veiðiferðir fótboltamannsins, sem þannig verndar til að mynda sauðfé í sveitinni. „Maður getur stjórnað álaginu í þessu alveg sjálfur. Ég fer bara þegar ég hef tíma. Það er mjög þægilegt,“ segir Elmar Atli sem hefur verið meindýraeyðir síðustu þrjú ár. „Þetta er mikið á vorin og snemma á sumrin, en allt árið um kring í rauninni,“ segir Elmar Atli sem hefur gaman af aukavinnunni rétt eins og boltanum: „Maður fær þessa dellu mjög ungur og ég er þannig týpa að ef maður tekur eitthvað að sér þá fer maður all-in í það. Þetta er ekkert öðruvísi.“ Klippa: LUÍH - Fyrirliði Vestra er meindýraeyðir og smiður Elmar Atli hóf meistaraflokksferil sinn fyrir áratug, þegar liðið hans hét BÍ/Bolungarvík. Nafninu var svo breytt og hefur fyrirliðinn farið með Vestra upp úr 2. deild og alla leið í Bestu deildina. Alls á þessi öflugi varnarmaður að baki 169 deildarleiki fyrir Vestra. Þáttinn í heild má finna á stod2.is. Besta deild karla Lengsta undirbúningstímabil í heimi Vestri Tengdar fréttir Davíð Smári reiðubúinn að „falla á eigið sverð“ Vestramenn ætla að mæta hugrakkir til leiks á sitt fyrsta tímabil í Bestu deildinni í fótbolta, í næsta mánuði, staðráðnir í að halda sér uppi. 18. mars 2024 09:31 Mest lesið Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Arnar ekki áfram með Fylki Íslenski boltinn Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Fleiri fréttir „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Sjá meira
Baldur Sigurðsson skellti sér vestur í nýjasta þættinum af Lengsta undirbúningstímabili í heimi, sem sýndur er á Stöð 2 Sport. Hann æfði með Vestramönnum og ræddi við þjálfarann Davíð Smára Lamude. Baldur heimsótti einnig Elmar Atla, til Súðavíkur, og fékk að kynnast því aðeins hvað hann gerir á milli þess sem hann sækir fótboltaæfingar á Ísafirði. Meindýraeyðir hreppsins Elmar Atli, sem er 26 ára, starfar sem smiður hjá Vestfirskum verktökum en er einnig meindýraeyðir Súðavíkurhrepps. „Þetta felst í að veiða tófu og mink hérna í hreppnum. Svokölluð vargeyðing,“ segir Elmar Atli sem fékk Baldur í heimsókn á verkstæði pabba síns á Langeyri. Þar mátti sjá stórt safn af refa- og minkaskottum eftir veiðiferðir fótboltamannsins, sem þannig verndar til að mynda sauðfé í sveitinni. „Maður getur stjórnað álaginu í þessu alveg sjálfur. Ég fer bara þegar ég hef tíma. Það er mjög þægilegt,“ segir Elmar Atli sem hefur verið meindýraeyðir síðustu þrjú ár. „Þetta er mikið á vorin og snemma á sumrin, en allt árið um kring í rauninni,“ segir Elmar Atli sem hefur gaman af aukavinnunni rétt eins og boltanum: „Maður fær þessa dellu mjög ungur og ég er þannig týpa að ef maður tekur eitthvað að sér þá fer maður all-in í það. Þetta er ekkert öðruvísi.“ Klippa: LUÍH - Fyrirliði Vestra er meindýraeyðir og smiður Elmar Atli hóf meistaraflokksferil sinn fyrir áratug, þegar liðið hans hét BÍ/Bolungarvík. Nafninu var svo breytt og hefur fyrirliðinn farið með Vestra upp úr 2. deild og alla leið í Bestu deildina. Alls á þessi öflugi varnarmaður að baki 169 deildarleiki fyrir Vestra. Þáttinn í heild má finna á stod2.is.
Besta deild karla Lengsta undirbúningstímabil í heimi Vestri Tengdar fréttir Davíð Smári reiðubúinn að „falla á eigið sverð“ Vestramenn ætla að mæta hugrakkir til leiks á sitt fyrsta tímabil í Bestu deildinni í fótbolta, í næsta mánuði, staðráðnir í að halda sér uppi. 18. mars 2024 09:31 Mest lesið Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Arnar ekki áfram með Fylki Íslenski boltinn Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Fleiri fréttir „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Sjá meira
Davíð Smári reiðubúinn að „falla á eigið sverð“ Vestramenn ætla að mæta hugrakkir til leiks á sitt fyrsta tímabil í Bestu deildinni í fótbolta, í næsta mánuði, staðráðnir í að halda sér uppi. 18. mars 2024 09:31