Kveðst skítsama um skoðun Hareide Sindri Sverrisson skrifar 18. mars 2024 13:00 Alon Hazan hefur stýrt landsliði Ísraels síðustu tvö ár. Hann er 56 ára og lék á sínum tíma 72 landsleiki fyrir Ísrael. Getty/Francesco Scaccianoce Alon Hazan, landsliðsþjálfari Ísraels, segir það misskilning margra að íslenska landsliðið sé á niðurleið. Það sé ekki rétt. Hann kveðst láta skoðanir Åge Hareide landsliðsþjálfara Íslands, varðandi stríðið á Gasa, sem vind um eyru þjóta. Hazan valdi fyrir helgi landsliðshóp sinn fyrir leikinn við Ísland næsta fimmtudag, í undanúrslitum umspils um sæti á EM karla í fótbolta. Leikurinn fer fram í Búdapest vegna stríðsins á Gasa en gagnrýnt hefur verið að UEFA og FIFA skuli leyfa Ísrael að spila, á meðan á stríðinu stendur. Vísir spurði Hareide um hvernig honum þætti að mæta Ísrael, í viðtali í byrjun þessa mánaðar, og ummæli hans þar hafa farið afar illa í Ísraelsmenn miðað við þarlenda fréttamiðla og athugasemdir í kommentakerfum. Miðillinn útbreiddi Israel Hayom sagði í fyrirsögn að Hareide hefði tekið afstöðu með Palestínu. Hareide sagði á blaðamannafundi á föstudag að hann vildi ekki taka neina afstöðu í stríðinu á Gasa, og að hans ósk væri að friður ríkti og að leikurinn gæti farið fram í Ísrael. Honum þætti staðan óþægileg, en að Ísland væri að fara að spila við fótboltamenn en ekki hermenn. „Hef ekki neinn áhuga á því sem hann sagði“ „Ég las og heyrði þetta. Ég hef ekki neinn áhuga á því sem hann sagði. Ég þarf ekki að sýna þessum fullyrðingum áhuga. Mér er sama,“ sagði Hazan þegar hann var spurður út í ummæli Hareide á blaðamannafundi, samkvæmt miðlinum Israel Hayom. Hazan var einnig spurður út í þá staðreynd að Ísland væri alls ekki sama lið og þegar það komst í 8-liða úrslit á EM 2016 og inn á HM 2018. „Ísland er blekkjandi lið. Það er tilfinning margra að liðið sé á niðurleið en það er ekki satt. Þeir eru með leikmenn í sterkum deildum í Evrópu og þetta er mjög líkamlega sterkt lið,“ sagði Hazan. Markvörður Bayern datt út Ísraelska liðið kemur saman í Búdapest í dag, rétt eins og það íslenska. Ísraelar þurfa að spjara sig án Tottenham-mannsins Manor Solomon sem ekki náði að jafna sig af meiðslum í tæka tíð fyrir leikinn. Stærstu stjörnur þeirra eru Eran Zahavi, framerhji Maccabi Tel Aviv, og Oscar Gloukh, 19 ára sókndjarfur miðjumaður RB Salzburg. Zahafi hefur skorað 34 mörk í 73 landsleikjum og Gloukh hefur verið orðaður við ensk stórlið á borð við Manchester United, Arsenal og Liverpool. Ein breyting var gerð á liðinu í dag því markvörðurinn Daniel Peretz, sem er á mála hjá Bayern München, varð að draga sig úr hópnum og inn í hans stað kom Gad Amos. Aldrei stóð þó til að Peretz myndi byrja leikinn gegn Íslandi. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Svona var blaðamannafundur Hareide Åge Hareide, þjálfari karlalandsliðs Íslands í fótbolta, kynnti í dag leikmannahóp sinn fyrir komandi umspil um sæti á EM í Þýskalandi. 15. mars 2024 15:30 Þrír dagar í EM-umspil: Neituðu að mæta Ísrael þegar þeir komust síðast á stórmót Íslenska karlalandsliðið í fótbolta hefur ekki komist á stórmót í sex ár eða síðan strákarnir okkar voru með á HM í Rússlandi sumarið 2018. Það er þó ekkert í samanburði við bið Ísraelsmanna. 18. mars 2024 11:01 Fjórir dagar í EM-umspil: Núverandi Liverpool stjarna kramdi hjörtu Íslendinga Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er á leiðinni í úrslitaleiki um laus sæti á Evrópumótinu í sumar. Fyrri leikurinn fer fram á sama stað og þegar íslenska landsliðið var síðast í þessari stöðu fyrir tæpum fjórum árum. 17. mars 2024 10:30 Fimm dagar í EM-umspil: Raðað inn mörkum gegn Ísrael en aldrei unnið Íslenska karlalandsliðið í fótbolta þekkir Ísraelsmenn, mótherja Íslands í undanúrslitum EM-umspilsins, afar vel. 16. mars 2024 11:01 Mest lesið Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti KR - Njarðvík | Heimamenn vilja svara fyrir skellinn Körfubolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland 1-3 | Aftur fögnuðu ungu strákarnir okkar Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ 23 ára forseti ítalsks félags: „Þú þarft ekki að vera karlmaður til að reka félag“ Franski rapparinn segir deilurnar við Mbappé bara misskilning „Þetta er mjög steikt“ Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Sjáðu Glódísi Perlu tryggja sigur á Evrópumeisturum í tímamótaleik „Veit ekki alveg hvort þetta standist lög og reglur“ Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona EM án Anfield og Old Trafford byrjar í Wales og endar á Wembley Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Sjá meira
Hazan valdi fyrir helgi landsliðshóp sinn fyrir leikinn við Ísland næsta fimmtudag, í undanúrslitum umspils um sæti á EM karla í fótbolta. Leikurinn fer fram í Búdapest vegna stríðsins á Gasa en gagnrýnt hefur verið að UEFA og FIFA skuli leyfa Ísrael að spila, á meðan á stríðinu stendur. Vísir spurði Hareide um hvernig honum þætti að mæta Ísrael, í viðtali í byrjun þessa mánaðar, og ummæli hans þar hafa farið afar illa í Ísraelsmenn miðað við þarlenda fréttamiðla og athugasemdir í kommentakerfum. Miðillinn útbreiddi Israel Hayom sagði í fyrirsögn að Hareide hefði tekið afstöðu með Palestínu. Hareide sagði á blaðamannafundi á föstudag að hann vildi ekki taka neina afstöðu í stríðinu á Gasa, og að hans ósk væri að friður ríkti og að leikurinn gæti farið fram í Ísrael. Honum þætti staðan óþægileg, en að Ísland væri að fara að spila við fótboltamenn en ekki hermenn. „Hef ekki neinn áhuga á því sem hann sagði“ „Ég las og heyrði þetta. Ég hef ekki neinn áhuga á því sem hann sagði. Ég þarf ekki að sýna þessum fullyrðingum áhuga. Mér er sama,“ sagði Hazan þegar hann var spurður út í ummæli Hareide á blaðamannafundi, samkvæmt miðlinum Israel Hayom. Hazan var einnig spurður út í þá staðreynd að Ísland væri alls ekki sama lið og þegar það komst í 8-liða úrslit á EM 2016 og inn á HM 2018. „Ísland er blekkjandi lið. Það er tilfinning margra að liðið sé á niðurleið en það er ekki satt. Þeir eru með leikmenn í sterkum deildum í Evrópu og þetta er mjög líkamlega sterkt lið,“ sagði Hazan. Markvörður Bayern datt út Ísraelska liðið kemur saman í Búdapest í dag, rétt eins og það íslenska. Ísraelar þurfa að spjara sig án Tottenham-mannsins Manor Solomon sem ekki náði að jafna sig af meiðslum í tæka tíð fyrir leikinn. Stærstu stjörnur þeirra eru Eran Zahavi, framerhji Maccabi Tel Aviv, og Oscar Gloukh, 19 ára sókndjarfur miðjumaður RB Salzburg. Zahafi hefur skorað 34 mörk í 73 landsleikjum og Gloukh hefur verið orðaður við ensk stórlið á borð við Manchester United, Arsenal og Liverpool. Ein breyting var gerð á liðinu í dag því markvörðurinn Daniel Peretz, sem er á mála hjá Bayern München, varð að draga sig úr hópnum og inn í hans stað kom Gad Amos. Aldrei stóð þó til að Peretz myndi byrja leikinn gegn Íslandi.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Svona var blaðamannafundur Hareide Åge Hareide, þjálfari karlalandsliðs Íslands í fótbolta, kynnti í dag leikmannahóp sinn fyrir komandi umspil um sæti á EM í Þýskalandi. 15. mars 2024 15:30 Þrír dagar í EM-umspil: Neituðu að mæta Ísrael þegar þeir komust síðast á stórmót Íslenska karlalandsliðið í fótbolta hefur ekki komist á stórmót í sex ár eða síðan strákarnir okkar voru með á HM í Rússlandi sumarið 2018. Það er þó ekkert í samanburði við bið Ísraelsmanna. 18. mars 2024 11:01 Fjórir dagar í EM-umspil: Núverandi Liverpool stjarna kramdi hjörtu Íslendinga Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er á leiðinni í úrslitaleiki um laus sæti á Evrópumótinu í sumar. Fyrri leikurinn fer fram á sama stað og þegar íslenska landsliðið var síðast í þessari stöðu fyrir tæpum fjórum árum. 17. mars 2024 10:30 Fimm dagar í EM-umspil: Raðað inn mörkum gegn Ísrael en aldrei unnið Íslenska karlalandsliðið í fótbolta þekkir Ísraelsmenn, mótherja Íslands í undanúrslitum EM-umspilsins, afar vel. 16. mars 2024 11:01 Mest lesið Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti KR - Njarðvík | Heimamenn vilja svara fyrir skellinn Körfubolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland 1-3 | Aftur fögnuðu ungu strákarnir okkar Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ 23 ára forseti ítalsks félags: „Þú þarft ekki að vera karlmaður til að reka félag“ Franski rapparinn segir deilurnar við Mbappé bara misskilning „Þetta er mjög steikt“ Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Sjáðu Glódísi Perlu tryggja sigur á Evrópumeisturum í tímamótaleik „Veit ekki alveg hvort þetta standist lög og reglur“ Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona EM án Anfield og Old Trafford byrjar í Wales og endar á Wembley Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Sjá meira
Svona var blaðamannafundur Hareide Åge Hareide, þjálfari karlalandsliðs Íslands í fótbolta, kynnti í dag leikmannahóp sinn fyrir komandi umspil um sæti á EM í Þýskalandi. 15. mars 2024 15:30
Þrír dagar í EM-umspil: Neituðu að mæta Ísrael þegar þeir komust síðast á stórmót Íslenska karlalandsliðið í fótbolta hefur ekki komist á stórmót í sex ár eða síðan strákarnir okkar voru með á HM í Rússlandi sumarið 2018. Það er þó ekkert í samanburði við bið Ísraelsmanna. 18. mars 2024 11:01
Fjórir dagar í EM-umspil: Núverandi Liverpool stjarna kramdi hjörtu Íslendinga Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er á leiðinni í úrslitaleiki um laus sæti á Evrópumótinu í sumar. Fyrri leikurinn fer fram á sama stað og þegar íslenska landsliðið var síðast í þessari stöðu fyrir tæpum fjórum árum. 17. mars 2024 10:30
Fimm dagar í EM-umspil: Raðað inn mörkum gegn Ísrael en aldrei unnið Íslenska karlalandsliðið í fótbolta þekkir Ísraelsmenn, mótherja Íslands í undanúrslitum EM-umspilsins, afar vel. 16. mars 2024 11:01