Davíð Smári reiðubúinn að „falla á eigið sverð“ Sindri Sverrisson skrifar 18. mars 2024 09:31 Davíð Smári Lamude kom Vestra upp í efstu deild í fyrra, í fyrstu tilraun. Stöð 2 Sport Vestramenn ætla að mæta hugrakkir til leiks á sitt fyrsta tímabil í Bestu deildinni í fótbolta, í næsta mánuði, staðráðnir í að halda sér uppi. Baldur Sigurðsson tók hús á Ísfirðingum í nýjasta þætti Lengsta undirbúningstímabils í heimi, á Stöð 2 Sport í gærkvöld. Þar tók Baldur meðal annars þátt í æfingu Vestra á heldur kuldalegum, glænýjum gervigras-æfingavelli liðsins. Hann ræddi líka við þjálfarann Davíð Smára Lamude, sem í fyrstu tilraun kom Vestra upp í efstu deild í fyrra og er staðráðinn í að halda liðinu þar, án þess þó að hverfa frá þeirri hugmyndafræði sem virkaði í Lengjudeildinni. „Stærsta markmiðið er að halda okkur í deildinni“ „Ég sem þjálfari er auðvitað alltaf með stór markmið. Fyrsta markmiðið er að við náum að spila á þessum undirstöðum sem komu okkur hingað. Séum hugrakkir, þorum að halda í boltann og séum skipulagðir. En stærsta markmiðið er að halda okkur í deildinni, það er klárt,“ segir Davíð Smári sem vill að Vestramenn nálgist leiki á sínum eigin forsendum, en ekki bara með það í huga að bregðast við sterkustu liðum landsins. Klippa: LUÍH - Vestri í deildina á eigin forsendum „Ég legg upp með það að við förum í þessa deild hugrakkir, og þorum að spila fótbolta. Við erum alveg með þannig lið að við getum haldið í boltann og spilað vel. Mér finnst við hafa sýnt það, sérstaklega undir lok síðasta tímabils. Við réðum vel við pressu, vorum „physical“ og sterkir, góðir í föstum leikatriðum, og áræðnir. Okkur vantaði kannski að vera svolítið klínískir en ég er að vona að það komi núna. Einhver þjálfari talaði um að „falla á eigið sverð“. Þannig nálgast ég þetta. Að við förum inn í þetta svolítið brattir, á okkar forsendum, og höfum þor og hugrekki til að spila fótbolta. Það er númer eitt, tvö og þrjú fyrir mér.“ Þáttinn í heild má finna á stod2.is. Besta deild karla Vestri Lengsta undirbúningstímabil í heimi Tengdar fréttir Baldur heimsækir nýliða Vestra Í þætti kvöldsins af „Lengsta undirbúningstímabil í heimi“ fer Baldur Sigurðsson í heimsókn til Vestra sem eru nýliðar í Bestu deild karla í sumar. 17. mars 2024 20:16 Mest lesið „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Vilja dæma skíðastökkvarana í bann vegna saumaskandalsins Sport Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Fleiri fréttir Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Sjá meira
Baldur Sigurðsson tók hús á Ísfirðingum í nýjasta þætti Lengsta undirbúningstímabils í heimi, á Stöð 2 Sport í gærkvöld. Þar tók Baldur meðal annars þátt í æfingu Vestra á heldur kuldalegum, glænýjum gervigras-æfingavelli liðsins. Hann ræddi líka við þjálfarann Davíð Smára Lamude, sem í fyrstu tilraun kom Vestra upp í efstu deild í fyrra og er staðráðinn í að halda liðinu þar, án þess þó að hverfa frá þeirri hugmyndafræði sem virkaði í Lengjudeildinni. „Stærsta markmiðið er að halda okkur í deildinni“ „Ég sem þjálfari er auðvitað alltaf með stór markmið. Fyrsta markmiðið er að við náum að spila á þessum undirstöðum sem komu okkur hingað. Séum hugrakkir, þorum að halda í boltann og séum skipulagðir. En stærsta markmiðið er að halda okkur í deildinni, það er klárt,“ segir Davíð Smári sem vill að Vestramenn nálgist leiki á sínum eigin forsendum, en ekki bara með það í huga að bregðast við sterkustu liðum landsins. Klippa: LUÍH - Vestri í deildina á eigin forsendum „Ég legg upp með það að við förum í þessa deild hugrakkir, og þorum að spila fótbolta. Við erum alveg með þannig lið að við getum haldið í boltann og spilað vel. Mér finnst við hafa sýnt það, sérstaklega undir lok síðasta tímabils. Við réðum vel við pressu, vorum „physical“ og sterkir, góðir í föstum leikatriðum, og áræðnir. Okkur vantaði kannski að vera svolítið klínískir en ég er að vona að það komi núna. Einhver þjálfari talaði um að „falla á eigið sverð“. Þannig nálgast ég þetta. Að við förum inn í þetta svolítið brattir, á okkar forsendum, og höfum þor og hugrekki til að spila fótbolta. Það er númer eitt, tvö og þrjú fyrir mér.“ Þáttinn í heild má finna á stod2.is.
Besta deild karla Vestri Lengsta undirbúningstímabil í heimi Tengdar fréttir Baldur heimsækir nýliða Vestra Í þætti kvöldsins af „Lengsta undirbúningstímabil í heimi“ fer Baldur Sigurðsson í heimsókn til Vestra sem eru nýliðar í Bestu deild karla í sumar. 17. mars 2024 20:16 Mest lesið „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Vilja dæma skíðastökkvarana í bann vegna saumaskandalsins Sport Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Fleiri fréttir Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Sjá meira
Baldur heimsækir nýliða Vestra Í þætti kvöldsins af „Lengsta undirbúningstímabil í heimi“ fer Baldur Sigurðsson í heimsókn til Vestra sem eru nýliðar í Bestu deild karla í sumar. 17. mars 2024 20:16