Højlund og Salah klárir í stórleikinn: „Vitum að þessi leikur skiptir öllu máli“ Sindri Sverrisson skrifar 15. mars 2024 14:34 Rasmus Højlund hefur misst af síðustu leikjum vegna meiðsla en gæti snúið aftur á sunnudag í risaleikinn við Virgil Van Dijk og félaga. Getty/Clive Brunskill „Sumir leikir eru stærri en aðrir,“ sagði Erik Ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, á blaðamannafundi í dag fyrir bikarslaginn mikla við Liverpool á sunnudag. Liðin mætast í 8-liða úrslitum ensku bikarkeppninnar á sunnudag klukkan 15.30. Bikarkeppnin er síðasti séns fyrir United til að landa titli á leiktíðinni, og mögulega fyrir Ten Hag til að halda starfinu. Jürgen Klopp er hins vegar með Liverpool á flugi og 9.000 stuðningsmenn liðsins munu mæta á Old Trafford til að styðja liðið. Þrír snúa aftur hjá United Ten Hag segist reikna með að þeir Harry Maguire, Aaron Wan-Bissaka og Rasmus Højlund verði allir til taks á ný, eftir meiðsli. „Þeir hafa allir snúið aftur út á völlinn. Að hluta til í byrjun vikunnar og í dag áttum við æfingu þar sem þeir æfðu allir,“ sagði Ten Hag á blaðamannafundi í dag. Klopp sagði Mohamed Salah hafa náð sér vel af meiðslum og að hann væri klárlega tilbúinn í leikinn á sunnudaginn. Sjá þyrfti til með Ibrahima Konate sem ekki hefði æft í dag og væri því ólíklegur. Curtis Jones, Diogo Jota og Trent Alexander-Arnold þuri hins vegar að bíða fram yfir landsleikjahléið. „Spurðu mig frekar eftir leik“ „Ég hlakka til. Ég er ekki viss um að það að „njóta“ sé rétta orðið. Við fáum 9.000 manns með okkur á Old Trafford en já, spurðu mig frekar eftir leik hvort ég hafi notið hans. Fram að leik er þetta bara vinna. Við reynum að undirbúa okkur eins og við getum,“ sagði Klopp og benti á að álagið væri meira á Liverpool sem spilaði í Evrópudeildinni í gær, á meðan að United fær heila viku til undirbúnings. „Ég veit ekki margt um tímabilið þeirra en hef séð nokkra mjög góða leiki. Þeir hafa átt í vandræðum með meiðsli en kannski er Rasmus Højlund tilbúinn aftur? Og Wan-Bissaka nálægt því? Það skiptir auðvitað máli en við sjáum til á sunnudaginn,“ sagði Klopp og bætti við: „Þetta er alltaf erfiður staður fyrir okkur og við vitum að þessi leikur skiptir öllu máli fyrir stuðningsmenn beggja liða. Við ætlum að sýna það á vellinum með vinnuframlagi en maður veit aldrei. Það er ekkert öruggt í þessu, bara tækifæri. Við reynum okkar besta,“ sagði Klopp. Leikur Manchester United og Liverpool verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 á sunnudaginn. Upphitun hefst klukkan 15 og leikurinn sjálfur hálftíma síðar. Enski boltinn Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Aldrei spilað þarna en sagði strax já Enski boltinn Fleiri fréttir Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sunderland - Leeds | Nýliðaslagur í norðrinu Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Sjá meira
Liðin mætast í 8-liða úrslitum ensku bikarkeppninnar á sunnudag klukkan 15.30. Bikarkeppnin er síðasti séns fyrir United til að landa titli á leiktíðinni, og mögulega fyrir Ten Hag til að halda starfinu. Jürgen Klopp er hins vegar með Liverpool á flugi og 9.000 stuðningsmenn liðsins munu mæta á Old Trafford til að styðja liðið. Þrír snúa aftur hjá United Ten Hag segist reikna með að þeir Harry Maguire, Aaron Wan-Bissaka og Rasmus Højlund verði allir til taks á ný, eftir meiðsli. „Þeir hafa allir snúið aftur út á völlinn. Að hluta til í byrjun vikunnar og í dag áttum við æfingu þar sem þeir æfðu allir,“ sagði Ten Hag á blaðamannafundi í dag. Klopp sagði Mohamed Salah hafa náð sér vel af meiðslum og að hann væri klárlega tilbúinn í leikinn á sunnudaginn. Sjá þyrfti til með Ibrahima Konate sem ekki hefði æft í dag og væri því ólíklegur. Curtis Jones, Diogo Jota og Trent Alexander-Arnold þuri hins vegar að bíða fram yfir landsleikjahléið. „Spurðu mig frekar eftir leik“ „Ég hlakka til. Ég er ekki viss um að það að „njóta“ sé rétta orðið. Við fáum 9.000 manns með okkur á Old Trafford en já, spurðu mig frekar eftir leik hvort ég hafi notið hans. Fram að leik er þetta bara vinna. Við reynum að undirbúa okkur eins og við getum,“ sagði Klopp og benti á að álagið væri meira á Liverpool sem spilaði í Evrópudeildinni í gær, á meðan að United fær heila viku til undirbúnings. „Ég veit ekki margt um tímabilið þeirra en hef séð nokkra mjög góða leiki. Þeir hafa átt í vandræðum með meiðsli en kannski er Rasmus Højlund tilbúinn aftur? Og Wan-Bissaka nálægt því? Það skiptir auðvitað máli en við sjáum til á sunnudaginn,“ sagði Klopp og bætti við: „Þetta er alltaf erfiður staður fyrir okkur og við vitum að þessi leikur skiptir öllu máli fyrir stuðningsmenn beggja liða. Við ætlum að sýna það á vellinum með vinnuframlagi en maður veit aldrei. Það er ekkert öruggt í þessu, bara tækifæri. Við reynum okkar besta,“ sagði Klopp. Leikur Manchester United og Liverpool verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 á sunnudaginn. Upphitun hefst klukkan 15 og leikurinn sjálfur hálftíma síðar.
Enski boltinn Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Aldrei spilað þarna en sagði strax já Enski boltinn Fleiri fréttir Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sunderland - Leeds | Nýliðaslagur í norðrinu Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Sjá meira