Arnar segir Gylfa á allt öðrum stað: „Það þarf að beisla hann niður“ Aron Guðmundsson skrifar 14. mars 2024 15:32 Gylfi Þór Sigurðsson og Arnar Grétarsson þjálfari Vals eftir undirskriftina í morgun. Valur Eins og vel hefur verið fjallað um í dag er Gylfi Þór Sigurðsson orðinn leikmaður Vals. Eftir meiðslahrjáðar vikur er hann að komast á fullt aftur í boltanum. Arnar Grétarsson, þjálfari Vals segir Gylfa líta vel út. Það þurfi þó að beisla hann niður og um leið halda vel utan um hann. „Hann er á allt öðrum stað núna en þegar að hann mætti á sínum tíma á æfingu hjá okkur í fyrra,“ segir Arnar í samtali við Vísi í dag um stöðuna á Gylfa Þór Sigurðssyni, nýjum leikmanni Vals sem hefur verið að glíma við meiðsli undanfarna mánuði. Staðan á Gylfa Þór er eitthvað sem margir spyrja sig að nú þegar að hann hefur sett stefnuna á að spila hér heima á Íslandi í Bestu deildinni á komandi tímabili. „Hann er búinn að vera að æfa, búinn að fara aftur út að spila leiki með landsliðinu sem og Lyngby. Svo lendir hann í meiðslum, sem er ósköp eðlilegt hafandi verið frá í töluverðan tíma og líka kominn á þetta seinna stig síns leikmannaferils. Mér finnst hann líta vel út. Hann er með fínar hlaupatölur og maður sér gæðin í því sem hann er að gera. Hann var að klára eina langa æfingu hjá okkur, er með flottar tölur. Auðvitað vitum við þó að við þurfum að fara varlega í sakirnar með hann. En það er ekki langt í land þar til að hann geti haldið inn á fótboltavöllinn og hjálpað til. Það er mjög stutt í að hann sé kominn á þann stað.“ Klippa: Arnar Grétarsson ræðir komu Gylfa Þórs til Vals Það þurfi þó að halda mjög vel utan um Gylfa næstu vikurnar. „Fylgjast vel með. Vegna þess að það þarf að beisla hann niður. Gylfi vill mikið. Vill spila og hefur gaman af því. Þá þurfum við að fylgja því þannig eftir að það komi ekki bakslag í endurkomu hans. Staðan á honum er því nokkuð góð. Það munu þó fara nokkrar vikur í að byggja hann hægt og rólega upp.“. Hann er búinn að taka þrjár fullar æfingar með okkur og sýnir ekki merki um einhver eftirköst. Við stýrum álaginu á honum mjög mikið. Hann er á flottum stað. En ekki alveg á sama stað og restin af liðinu. En er samt á góðum stað.“ Nánar verður rætt við Arnar Grétarsson, þjálfara Vals, um komu Gylfa Þórs Sigurðssonar til félagsins í Sportpakkanum á Stöð 2 í kvöld að loknum kvöldfréttum. Valur Besta deild karla Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Hefur enga trú lengur á Amorim Enski boltinn „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Sjá meira
„Hann er á allt öðrum stað núna en þegar að hann mætti á sínum tíma á æfingu hjá okkur í fyrra,“ segir Arnar í samtali við Vísi í dag um stöðuna á Gylfa Þór Sigurðssyni, nýjum leikmanni Vals sem hefur verið að glíma við meiðsli undanfarna mánuði. Staðan á Gylfa Þór er eitthvað sem margir spyrja sig að nú þegar að hann hefur sett stefnuna á að spila hér heima á Íslandi í Bestu deildinni á komandi tímabili. „Hann er búinn að vera að æfa, búinn að fara aftur út að spila leiki með landsliðinu sem og Lyngby. Svo lendir hann í meiðslum, sem er ósköp eðlilegt hafandi verið frá í töluverðan tíma og líka kominn á þetta seinna stig síns leikmannaferils. Mér finnst hann líta vel út. Hann er með fínar hlaupatölur og maður sér gæðin í því sem hann er að gera. Hann var að klára eina langa æfingu hjá okkur, er með flottar tölur. Auðvitað vitum við þó að við þurfum að fara varlega í sakirnar með hann. En það er ekki langt í land þar til að hann geti haldið inn á fótboltavöllinn og hjálpað til. Það er mjög stutt í að hann sé kominn á þann stað.“ Klippa: Arnar Grétarsson ræðir komu Gylfa Þórs til Vals Það þurfi þó að halda mjög vel utan um Gylfa næstu vikurnar. „Fylgjast vel með. Vegna þess að það þarf að beisla hann niður. Gylfi vill mikið. Vill spila og hefur gaman af því. Þá þurfum við að fylgja því þannig eftir að það komi ekki bakslag í endurkomu hans. Staðan á honum er því nokkuð góð. Það munu þó fara nokkrar vikur í að byggja hann hægt og rólega upp.“. Hann er búinn að taka þrjár fullar æfingar með okkur og sýnir ekki merki um einhver eftirköst. Við stýrum álaginu á honum mjög mikið. Hann er á flottum stað. En ekki alveg á sama stað og restin af liðinu. En er samt á góðum stað.“ Nánar verður rætt við Arnar Grétarsson, þjálfara Vals, um komu Gylfa Þórs Sigurðssonar til félagsins í Sportpakkanum á Stöð 2 í kvöld að loknum kvöldfréttum.
Valur Besta deild karla Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Hefur enga trú lengur á Amorim Enski boltinn „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Sjá meira