Besta sætið: Þorvaldur þarf að fara í sjálfsskoðun sem formaður KSÍ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. mars 2024 22:05 Þorvaldur Örlygsson, nýkjörinn formaður KSÍ, flytur hér þrumuræðu á ársþinginu. vísir / anton brink Verður nýr formaður Knattspyrnusambands Íslands jafnleiðinlegur í viðtölum sem formaður og hann var sem þjálfari? Besta sætið ræddi fjölmiðlafælni nýja formannsins. Henry Birgir Gunnarsson, Stefán Árni Pálsson og Valur Páll Eiríksson fóru yfir það helsta sem gerðist í vikunni í hlaðvarpsþættinum Besta sætið. Yfirferð yfir fréttirnar vikurnar verður fastur liður í Besta sætinu á föstudögum. Það var breyting í yfirstjórn stærsta sambandsins innan ÍSÍ þegar Þorvaldur Örlygsson var kosinn formaður Knattspyrnusambands Íslands á dögunu. Besta sætið ræddi hvað bíður Þorvaldar í starfinu. Hefur þú trú á Þorvaldi sem formanni? „Hefur þú trú á Þorvaldi sem formanni,“ spurði Henry Birgir. „Já ég hef það alveg. Hann þarf að í smá sjálfsskoðun varðandi karakterinn. Hann þarf aðeins að breyta sér. Hann veit það sjálfur að hann er ekkert fáránlega sjarmerandi maður,“ sagði Stefán Árni. „Þegar maður hefur verið að taka viðtöl við hann í gegnum tíðina þá er það stundum alveg drepleiðinlegt,“ sagði Stefán. Sami leiðinlegi gæinn og í sjónvarpinu „Hann var spurður af því daginn fyrir þingið á fundi með ÍTF. Þá spurði einhver út í sal: Ef þú verður formaður ætlar þú að vera sami leiðinlegi gæinn og þú ert búinn að vera alltaf í sjónvarpinu sem þjálfari,“ sagði Henry. „Toddi tók þá spurningu og svaraði henni algjörlega fullkomlega. Sagði bara að honum líkaði ekkert sérstaklega vel að vera í fjölmiðlum og auðvitað væri hann fúll í viðtölum eftir leiki,“ sagði Henry. Konan væri farin ef hann væri svona leiðinlegur „Benti svo á að hann væri búinn að vera með sömu konunni í hundrað ár og hún væri líklega ekki búin að vera svona lengi hjá honum ef hann væri svona hundleiðinlegur,“ sagði Henry. „Enda segja allir sem þekkja Todda að hann sé helvíti hress. Einhver sagði: Ef leikmenn myndu kjósa þá hefði Þorvaldur fengið hundrað prósent atkvæða,“ sagði Henry. Það elska allir þennan mann „Ég hef talað við marga leikmenn sem hafa spilað undir hans stjórn og það elska allir þennan mann. Partur af því að vera í þessu starfi er að vera í fjölmiðlum,“ sagði Stefán. „Við skulum bara tala hreint út. Fyrrverandi formenn, bæði Vanda og Guðni, tóku bara ekki oft símann þegar það voru mál í gangi sem samkvæmt þeirra starfslýsingu þau eiga að fronta. Fóru bara ítrekað í felur,“ sagði Henry. Það má heyra meira af spjallinu um Þorvald og formannsstöðuna sem og allan þáttinn hér fyrir neðan. Þátturinn er einnig aðgengilegur á Spotify sem og öllum hlaðvarpsveitum. KSÍ Besta sætið Tengdar fréttir „Auðvelt að mæta í fjölmiðla er þarft bara að sýna skrifstofuna“ Það bíða margir spenntir eftir því að sjá hvernig formaður Þorvaldur Örlygsson verði hjá KSÍ. Hlaðvarpið Besta sætið ræddi það mál meðal annars í þætti dagsins. 8. mars 2024 15:00 Utan vallar: Hvað mega heilindin kosta? Þeir sem valdið hafa hjá Knattspyrnusambandi Íslands eru ekki í öfundsverðri stöðu vegna andstæðings karlalandsliðsins í komandi umspili fyrir Evrópumótið. Ekki stendur til að sniðganga leikinn við Ísrael og það hefur ekki einu sinni komið til umræðu hjá sambandinu. 5. mars 2024 08:01 „Í íþróttum er ekkert búið fyrr en það er búið að flauta af“ Þorvaldur Örlygsson segir að fyrstu dagarnir á skrifstofunni sem formaður KSÍ hafi verið viðburðaríkir. Hann var mættur til vinnu strax á sunnudagsmorgninum. 1. mars 2024 07:30 Þrumuræðan sem tryggði Þorvaldi formannsstól KSÍ: „Ég býð ykkur annan valkost en afturhvarf til fortíðar“ Þorvaldur Örlygsson var um síðastliðna helgi kjörinn formaður Knattspyrnusambands Íslands. Þorvaldur flutti kraftmikla framboðsræðu sem hreyfði eflaust við fundargestum áður en gengið var til kjörkassa. Þar boðaði hann breytingar og framfarir, lýsti yfir óbeit sinni á óheiðarleika og sagði KSÍ ekki eiga að vera klíkuskap á kaffihúsum. 28. febrúar 2024 18:36 Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Enski boltinn Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Fótbolti Fleiri fréttir Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Sjá meira
Henry Birgir Gunnarsson, Stefán Árni Pálsson og Valur Páll Eiríksson fóru yfir það helsta sem gerðist í vikunni í hlaðvarpsþættinum Besta sætið. Yfirferð yfir fréttirnar vikurnar verður fastur liður í Besta sætinu á föstudögum. Það var breyting í yfirstjórn stærsta sambandsins innan ÍSÍ þegar Þorvaldur Örlygsson var kosinn formaður Knattspyrnusambands Íslands á dögunu. Besta sætið ræddi hvað bíður Þorvaldar í starfinu. Hefur þú trú á Þorvaldi sem formanni? „Hefur þú trú á Þorvaldi sem formanni,“ spurði Henry Birgir. „Já ég hef það alveg. Hann þarf að í smá sjálfsskoðun varðandi karakterinn. Hann þarf aðeins að breyta sér. Hann veit það sjálfur að hann er ekkert fáránlega sjarmerandi maður,“ sagði Stefán Árni. „Þegar maður hefur verið að taka viðtöl við hann í gegnum tíðina þá er það stundum alveg drepleiðinlegt,“ sagði Stefán. Sami leiðinlegi gæinn og í sjónvarpinu „Hann var spurður af því daginn fyrir þingið á fundi með ÍTF. Þá spurði einhver út í sal: Ef þú verður formaður ætlar þú að vera sami leiðinlegi gæinn og þú ert búinn að vera alltaf í sjónvarpinu sem þjálfari,“ sagði Henry. „Toddi tók þá spurningu og svaraði henni algjörlega fullkomlega. Sagði bara að honum líkaði ekkert sérstaklega vel að vera í fjölmiðlum og auðvitað væri hann fúll í viðtölum eftir leiki,“ sagði Henry. Konan væri farin ef hann væri svona leiðinlegur „Benti svo á að hann væri búinn að vera með sömu konunni í hundrað ár og hún væri líklega ekki búin að vera svona lengi hjá honum ef hann væri svona hundleiðinlegur,“ sagði Henry. „Enda segja allir sem þekkja Todda að hann sé helvíti hress. Einhver sagði: Ef leikmenn myndu kjósa þá hefði Þorvaldur fengið hundrað prósent atkvæða,“ sagði Henry. Það elska allir þennan mann „Ég hef talað við marga leikmenn sem hafa spilað undir hans stjórn og það elska allir þennan mann. Partur af því að vera í þessu starfi er að vera í fjölmiðlum,“ sagði Stefán. „Við skulum bara tala hreint út. Fyrrverandi formenn, bæði Vanda og Guðni, tóku bara ekki oft símann þegar það voru mál í gangi sem samkvæmt þeirra starfslýsingu þau eiga að fronta. Fóru bara ítrekað í felur,“ sagði Henry. Það má heyra meira af spjallinu um Þorvald og formannsstöðuna sem og allan þáttinn hér fyrir neðan. Þátturinn er einnig aðgengilegur á Spotify sem og öllum hlaðvarpsveitum.
KSÍ Besta sætið Tengdar fréttir „Auðvelt að mæta í fjölmiðla er þarft bara að sýna skrifstofuna“ Það bíða margir spenntir eftir því að sjá hvernig formaður Þorvaldur Örlygsson verði hjá KSÍ. Hlaðvarpið Besta sætið ræddi það mál meðal annars í þætti dagsins. 8. mars 2024 15:00 Utan vallar: Hvað mega heilindin kosta? Þeir sem valdið hafa hjá Knattspyrnusambandi Íslands eru ekki í öfundsverðri stöðu vegna andstæðings karlalandsliðsins í komandi umspili fyrir Evrópumótið. Ekki stendur til að sniðganga leikinn við Ísrael og það hefur ekki einu sinni komið til umræðu hjá sambandinu. 5. mars 2024 08:01 „Í íþróttum er ekkert búið fyrr en það er búið að flauta af“ Þorvaldur Örlygsson segir að fyrstu dagarnir á skrifstofunni sem formaður KSÍ hafi verið viðburðaríkir. Hann var mættur til vinnu strax á sunnudagsmorgninum. 1. mars 2024 07:30 Þrumuræðan sem tryggði Þorvaldi formannsstól KSÍ: „Ég býð ykkur annan valkost en afturhvarf til fortíðar“ Þorvaldur Örlygsson var um síðastliðna helgi kjörinn formaður Knattspyrnusambands Íslands. Þorvaldur flutti kraftmikla framboðsræðu sem hreyfði eflaust við fundargestum áður en gengið var til kjörkassa. Þar boðaði hann breytingar og framfarir, lýsti yfir óbeit sinni á óheiðarleika og sagði KSÍ ekki eiga að vera klíkuskap á kaffihúsum. 28. febrúar 2024 18:36 Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Enski boltinn Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Fótbolti Fleiri fréttir Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Sjá meira
„Auðvelt að mæta í fjölmiðla er þarft bara að sýna skrifstofuna“ Það bíða margir spenntir eftir því að sjá hvernig formaður Þorvaldur Örlygsson verði hjá KSÍ. Hlaðvarpið Besta sætið ræddi það mál meðal annars í þætti dagsins. 8. mars 2024 15:00
Utan vallar: Hvað mega heilindin kosta? Þeir sem valdið hafa hjá Knattspyrnusambandi Íslands eru ekki í öfundsverðri stöðu vegna andstæðings karlalandsliðsins í komandi umspili fyrir Evrópumótið. Ekki stendur til að sniðganga leikinn við Ísrael og það hefur ekki einu sinni komið til umræðu hjá sambandinu. 5. mars 2024 08:01
„Í íþróttum er ekkert búið fyrr en það er búið að flauta af“ Þorvaldur Örlygsson segir að fyrstu dagarnir á skrifstofunni sem formaður KSÍ hafi verið viðburðaríkir. Hann var mættur til vinnu strax á sunnudagsmorgninum. 1. mars 2024 07:30
Þrumuræðan sem tryggði Þorvaldi formannsstól KSÍ: „Ég býð ykkur annan valkost en afturhvarf til fortíðar“ Þorvaldur Örlygsson var um síðastliðna helgi kjörinn formaður Knattspyrnusambands Íslands. Þorvaldur flutti kraftmikla framboðsræðu sem hreyfði eflaust við fundargestum áður en gengið var til kjörkassa. Þar boðaði hann breytingar og framfarir, lýsti yfir óbeit sinni á óheiðarleika og sagði KSÍ ekki eiga að vera klíkuskap á kaffihúsum. 28. febrúar 2024 18:36