„Mín tilfinning er sú að Gylfi spili í Bestu deildinni í sumar“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. mars 2024 11:00 Gylfi Þór Sigurðsson fagnar marki með íslenska landsliðinu. Skorar hann í Bestu deildinni í sumar? Vísir/Hulda Margrét Hvar spilar Gylfi Þór Sigurðsson sumarið 2024? Besta sætið ræddi framtíð eins besta knattspyrnumanns Íslandssögunnar. Henry Birgir Gunnarsson, Stefán Árni Pálsson og Valur Páll Eiríksson fóru yfir það helsta sem gerðist í vikunni í hlaðvarpsþættinum Besta sætið. Yfirferð yfir fréttirnar vikurnar verður fastur liður í Besta sætinu á föstudögum. Margir bíða spenntir eftir því hvar Gylfi Þór Sigurðsson spilar í sumar og markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins frá upphafi var til umræðu í þættinum. „Talandi um landsliðið. Gylfi Sigurðsson. Hann er án félags og að æfa með Fylki. Menn eru að bíða eftir því að hann byrji að æfa með Val,“ sagði Henry Birgir. „Hann er víst á leiðinni yfir til Montecastillo. Ég held að hann sé á leiðinni þangað og æfa með Val á næstunni,“ sagði Stefán Árni. Hvert ætti hann að fara? „Erum við að fara að sjá Gylfa Sigurðsson í Bestu deildinni í sumar,“ spurði Henry. „Þetta er risaspurning en ég ætla bara að bara að fá að segja já. Hann er að reyna að jafna sig af meiðslum og hann er að reyna að koma sér í stand. Ég er ekki samt að sjá það í kortunum að hann sé að fara í eitthvað lið erlendis,“ sagði Stefán. „Hvert ætti hann að fara ef hann væri að fara erlendis? Sandinn,“ spurði Henry. „Ég myndi alltaf reyna við sandinn ef ég væri hann. Hann á alveg heima þar,“ sagði Stefán. „Þau eru flutt heim, hann og eiginkonan. Hún er byrjuð með rekstur. Er ekki bara eðlilegt framhald að þau flytji heim og hann spili bara með Valsörum,“ spurði Henry. Kannski getur hann þá haldið skrokknum betur í lagi „Er það ekki eini kosturinn í stöðunni í rauninni. Hann var að æfa þarna og hann er að fara í þessa æfingaferð með þeim. Hann réð ekki nógu vel við álagið á því stigi sem danska úrvalsdeildin er á. Hann meiddist aftur,“ sagði Valur. „Ísland er lægra stig, Kannski getur hann þá haldið skrokknum betur í lagi,“ sagði Valur en Henry skaut inn: „Meira gervigras samt,“ sagði Henry. „Já vissulega en maður sér ekki marga kosti í stöðunni í Evrópu. Þeir hjá Lyngby töluðu samt um að hann væri alltaf velkominn þangað aftur,“ sagði Valur. „Það er spurning hvað Freyr gerir. Kannski reynir hann að fá Gylfa til Kortrijk,“ sagði Stefán. Yrði þau stærstu í sögunni „Ég held bara að Gylfi sé kominn á þann stað í lífinu. Hann átti alltaf draum um að fara til Bandaríkjanna og allt það enda góðir golfvellir þar og Gylfi ansi góður í golfi. Mín tilfinning er sú að Gylfi spili í Bestu deildinni í sumar. Það eru bara frábær tíðindi fyrir Bestu deildina að fá eitt stykki Gylfa Sig í deildina,“ sagði Henry. „Það yrði þau stærstu í sögunni. Hann er ekki það gamall. Þegar Arnór Guðjohnsen kemur heim þá er hann orðinn frekar gamall,“ sagði Stefán. Það má heyra spjallið um Gylfa sem og allan þáttinn hér fyrir neðan. Þátturinn er einnig aðgengilegur á Spotify sem og öllum hlaðvarpsveitum. Besta deild karla Valur Besta sætið Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Enski boltinn Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Spilaði í NFL-deildinni nýbúinn að greinast með krabbamein Sport Dagskráin í dag: VARsjáin skoðar markið og Lokasóknin sækir til Nashville Sport Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira
Henry Birgir Gunnarsson, Stefán Árni Pálsson og Valur Páll Eiríksson fóru yfir það helsta sem gerðist í vikunni í hlaðvarpsþættinum Besta sætið. Yfirferð yfir fréttirnar vikurnar verður fastur liður í Besta sætinu á föstudögum. Margir bíða spenntir eftir því hvar Gylfi Þór Sigurðsson spilar í sumar og markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins frá upphafi var til umræðu í þættinum. „Talandi um landsliðið. Gylfi Sigurðsson. Hann er án félags og að æfa með Fylki. Menn eru að bíða eftir því að hann byrji að æfa með Val,“ sagði Henry Birgir. „Hann er víst á leiðinni yfir til Montecastillo. Ég held að hann sé á leiðinni þangað og æfa með Val á næstunni,“ sagði Stefán Árni. Hvert ætti hann að fara? „Erum við að fara að sjá Gylfa Sigurðsson í Bestu deildinni í sumar,“ spurði Henry. „Þetta er risaspurning en ég ætla bara að bara að fá að segja já. Hann er að reyna að jafna sig af meiðslum og hann er að reyna að koma sér í stand. Ég er ekki samt að sjá það í kortunum að hann sé að fara í eitthvað lið erlendis,“ sagði Stefán. „Hvert ætti hann að fara ef hann væri að fara erlendis? Sandinn,“ spurði Henry. „Ég myndi alltaf reyna við sandinn ef ég væri hann. Hann á alveg heima þar,“ sagði Stefán. „Þau eru flutt heim, hann og eiginkonan. Hún er byrjuð með rekstur. Er ekki bara eðlilegt framhald að þau flytji heim og hann spili bara með Valsörum,“ spurði Henry. Kannski getur hann þá haldið skrokknum betur í lagi „Er það ekki eini kosturinn í stöðunni í rauninni. Hann var að æfa þarna og hann er að fara í þessa æfingaferð með þeim. Hann réð ekki nógu vel við álagið á því stigi sem danska úrvalsdeildin er á. Hann meiddist aftur,“ sagði Valur. „Ísland er lægra stig, Kannski getur hann þá haldið skrokknum betur í lagi,“ sagði Valur en Henry skaut inn: „Meira gervigras samt,“ sagði Henry. „Já vissulega en maður sér ekki marga kosti í stöðunni í Evrópu. Þeir hjá Lyngby töluðu samt um að hann væri alltaf velkominn þangað aftur,“ sagði Valur. „Það er spurning hvað Freyr gerir. Kannski reynir hann að fá Gylfa til Kortrijk,“ sagði Stefán. Yrði þau stærstu í sögunni „Ég held bara að Gylfi sé kominn á þann stað í lífinu. Hann átti alltaf draum um að fara til Bandaríkjanna og allt það enda góðir golfvellir þar og Gylfi ansi góður í golfi. Mín tilfinning er sú að Gylfi spili í Bestu deildinni í sumar. Það eru bara frábær tíðindi fyrir Bestu deildina að fá eitt stykki Gylfa Sig í deildina,“ sagði Henry. „Það yrði þau stærstu í sögunni. Hann er ekki það gamall. Þegar Arnór Guðjohnsen kemur heim þá er hann orðinn frekar gamall,“ sagði Stefán. Það má heyra spjallið um Gylfa sem og allan þáttinn hér fyrir neðan. Þátturinn er einnig aðgengilegur á Spotify sem og öllum hlaðvarpsveitum.
Besta deild karla Valur Besta sætið Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Enski boltinn Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Spilaði í NFL-deildinni nýbúinn að greinast með krabbamein Sport Dagskráin í dag: VARsjáin skoðar markið og Lokasóknin sækir til Nashville Sport Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira