Ísak fagnaði sterkum sigri en Ingibjörg bíður enn Sindri Sverrisson skrifar 8. mars 2024 19:44 Ísak Bergmann Jóhannesson á ferðinni gegn Hamburg í kvöld. Getty/Stefan Brauer Ísak Bergmann Jóhannesson ætti að koma fullur sjálfstrausts í komandi landsliðsverkefni eftir gott gengi hjá Fortuna Düsseldorf. Liðið vann sterkan 2-0 sigur gegn Hamburg í kvöld, í þýsku B-deildinni í fótbolta. Ísak var að vanda í byrjunarliði Düsseldorf og lék nánast allan leikinn. Heimamenn komust yfir á elleftu mínútu, með marki Felix Klaus, og hagur þeirra vænkaðist enn þegar Hamburg missti Moritz Heyer af velli með rautt spjald snemma í seinni hálfleik. Christos Tzolis innsiglaði svo sigur Düsseldorf á 63. mínútu. Düsseldorf er núna í 7. sæti með 37 stig, fjórum stigum á eftir Hamburg sem er í 3. sæti en liðið sem endar í því sæti fer í umspil um að komast upp í efstu deild. St. Pauli og Holstein Kiel eru í efstu tveimur sætunum, með 48 og 43 stig. Þórir Jóhann Helgason var í byrjunarliði Braunschweig og lék í klukkutíma þegar liðið tók á móti Hansa Rostock, en eftir að Þórir fór af velli skoruðu gestirnir eina mark leiksins. Sigurinn var dýrmætur fyrir Hansa Rostock sem komst upp í 16. sæti, einu stigi upp fyrir Braunschweig sem nú situr í fallsæti. Lið Ingibjargar enn án sigurs Það gengur fátt upp hjá Duisburg, liði landsliðskonunnar Ingibjargar Sigurðardóttur, en liðið er enn án sigurs eftir fjórtán leiki og virðist ætla að kveðja efstu deild. Ingibjörg gekk til liðs við félagið í janúar. Í kvöld tapaði Duisburg 4-1 fyrir Essen á útivelli, eftir að hafa verið 1-0 undir í hálfleik. Ingibjörg lék allan leikinn í vörn Duisburg. Duisburg er aðeins með fjögur stig í tólfta og neðsta sæti, sjö stigum frá næsta örugga sæti, en Essen er með 18 stig í 8. sæti. Þýski boltinn Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Celta Vigo - Barcelona | Börsungar átt í brasi Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Sjá meira
Ísak var að vanda í byrjunarliði Düsseldorf og lék nánast allan leikinn. Heimamenn komust yfir á elleftu mínútu, með marki Felix Klaus, og hagur þeirra vænkaðist enn þegar Hamburg missti Moritz Heyer af velli með rautt spjald snemma í seinni hálfleik. Christos Tzolis innsiglaði svo sigur Düsseldorf á 63. mínútu. Düsseldorf er núna í 7. sæti með 37 stig, fjórum stigum á eftir Hamburg sem er í 3. sæti en liðið sem endar í því sæti fer í umspil um að komast upp í efstu deild. St. Pauli og Holstein Kiel eru í efstu tveimur sætunum, með 48 og 43 stig. Þórir Jóhann Helgason var í byrjunarliði Braunschweig og lék í klukkutíma þegar liðið tók á móti Hansa Rostock, en eftir að Þórir fór af velli skoruðu gestirnir eina mark leiksins. Sigurinn var dýrmætur fyrir Hansa Rostock sem komst upp í 16. sæti, einu stigi upp fyrir Braunschweig sem nú situr í fallsæti. Lið Ingibjargar enn án sigurs Það gengur fátt upp hjá Duisburg, liði landsliðskonunnar Ingibjargar Sigurðardóttur, en liðið er enn án sigurs eftir fjórtán leiki og virðist ætla að kveðja efstu deild. Ingibjörg gekk til liðs við félagið í janúar. Í kvöld tapaði Duisburg 4-1 fyrir Essen á útivelli, eftir að hafa verið 1-0 undir í hálfleik. Ingibjörg lék allan leikinn í vörn Duisburg. Duisburg er aðeins með fjögur stig í tólfta og neðsta sæti, sjö stigum frá næsta örugga sæti, en Essen er með 18 stig í 8. sæti.
Þýski boltinn Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Celta Vigo - Barcelona | Börsungar átt í brasi Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Sjá meira