Skiptir úr íslenska landsliðinu yfir í það bandaríska Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. mars 2024 07:30 William Cole Campbell í leik með Borussia Dortmund í æfingarleik á móti AZ Alkmaar. Getty/Samuel Carreno Gadea William Cole Campbell hefur ákveðið að feta sömu slóð og Aron Jóhannsson og velja það frekar að spila fyrir bandaríska fótboltalandsliðið en það íslenska. Cole spilar með nítján ára liði Borussia Dortmund en hann hélt upp á átján ára afmælið sitt í síðasta mánuði. Faðir hans er Bandaríkjamaður en móðir hans er Rakel Björk Ögmundsdóttir sem skoraði sjö mörk í aðeins tíu landsleikjum fyrir Ísland í upphafi aldarinnar. Cole gat því spilað fyrir báðar þjóðirnar. Cole æfði hjá unglingaakademíu Atlanta United en kom ungur til FH. Hann lék sinn fyrsta leik með FH aðeins fimmtán ára gamall. Hann spilaði þó aðeins þrjá leiki í efstu deild á Íslandi þar af einn þeirra með Breiðabliki. Cole gekk til liðs við Dortmund fyrir 2022-23 tímabilið og hefur spilað í unglingaliðum félagsins. Hann er með 3 mörk og 9 stoðsendingar í 22 leikjum með nítján ára liði Dortmund á þessari leiktíð. Cole hefur skorað 2 mörk í 7 leikjum með íslenska sautján ára landsliðinu en síðasta landsleikinn fyrir Ísland spilaði hann 28. mars í fyrra. Mörkin hans komu í leikjum á móti Finnlandi og Eistlandi. Bandaríska knattspyrnusambandið staðfesti það í gær að William Cole hafi ákveðið að skipta úr íslenska landsliðinu yfir í það bandaríska. Alþjóða knattspyrnusambandið hefur staðfest skiptin en ESPN segir frá. Aron Jóhannsson, sem nú spilar með Val, lék tíu leiki fyrir íslenska 21 árs landsliðið en ákvað að skipta yfir í bandaríska landsliðið árið 2013. Hann varð síðan fyrsti Íslendingurinn til að spila á HM þegar hann var í HM-hópi Jürgens Klinsmann á HM í Brasilíu 2014. Aron skoraði 4 mörk í 19 landsleikjum fyrir bandaríska landsliðið en lék sinn síðasta landsleik þegar hann var 25 ára gamall eða árið 2015. BREAKING: 18-year-old Cole Campbell (2006), a highly-rated prospect currently with Borussia Dortmund U19 s, has been approved by FIFA to switch from Iceland to the U.S.Campbell is a product of the Atlanta United academy. pic.twitter.com/Hv2F4Xm3aS— USMNT Only (@usmntonly) March 8, 2024 Bandaríski fótboltinn Landslið karla í fótbolta Þýski boltinn Mest lesið Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Enski boltinn Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Fótbolti Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Fótbolti Blikarnir taplausir á toppnum Körfubolti Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Fótbolti Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Fleiri fréttir Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Sjá meira
Cole spilar með nítján ára liði Borussia Dortmund en hann hélt upp á átján ára afmælið sitt í síðasta mánuði. Faðir hans er Bandaríkjamaður en móðir hans er Rakel Björk Ögmundsdóttir sem skoraði sjö mörk í aðeins tíu landsleikjum fyrir Ísland í upphafi aldarinnar. Cole gat því spilað fyrir báðar þjóðirnar. Cole æfði hjá unglingaakademíu Atlanta United en kom ungur til FH. Hann lék sinn fyrsta leik með FH aðeins fimmtán ára gamall. Hann spilaði þó aðeins þrjá leiki í efstu deild á Íslandi þar af einn þeirra með Breiðabliki. Cole gekk til liðs við Dortmund fyrir 2022-23 tímabilið og hefur spilað í unglingaliðum félagsins. Hann er með 3 mörk og 9 stoðsendingar í 22 leikjum með nítján ára liði Dortmund á þessari leiktíð. Cole hefur skorað 2 mörk í 7 leikjum með íslenska sautján ára landsliðinu en síðasta landsleikinn fyrir Ísland spilaði hann 28. mars í fyrra. Mörkin hans komu í leikjum á móti Finnlandi og Eistlandi. Bandaríska knattspyrnusambandið staðfesti það í gær að William Cole hafi ákveðið að skipta úr íslenska landsliðinu yfir í það bandaríska. Alþjóða knattspyrnusambandið hefur staðfest skiptin en ESPN segir frá. Aron Jóhannsson, sem nú spilar með Val, lék tíu leiki fyrir íslenska 21 árs landsliðið en ákvað að skipta yfir í bandaríska landsliðið árið 2013. Hann varð síðan fyrsti Íslendingurinn til að spila á HM þegar hann var í HM-hópi Jürgens Klinsmann á HM í Brasilíu 2014. Aron skoraði 4 mörk í 19 landsleikjum fyrir bandaríska landsliðið en lék sinn síðasta landsleik þegar hann var 25 ára gamall eða árið 2015. BREAKING: 18-year-old Cole Campbell (2006), a highly-rated prospect currently with Borussia Dortmund U19 s, has been approved by FIFA to switch from Iceland to the U.S.Campbell is a product of the Atlanta United academy. pic.twitter.com/Hv2F4Xm3aS— USMNT Only (@usmntonly) March 8, 2024
Bandaríski fótboltinn Landslið karla í fótbolta Þýski boltinn Mest lesið Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Enski boltinn Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Fótbolti Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Fótbolti Blikarnir taplausir á toppnum Körfubolti Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Fótbolti Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Fleiri fréttir Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Sjá meira