Skiptir úr íslenska landsliðinu yfir í það bandaríska Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. mars 2024 07:30 William Cole Campbell í leik með Borussia Dortmund í æfingarleik á móti AZ Alkmaar. Getty/Samuel Carreno Gadea William Cole Campbell hefur ákveðið að feta sömu slóð og Aron Jóhannsson og velja það frekar að spila fyrir bandaríska fótboltalandsliðið en það íslenska. Cole spilar með nítján ára liði Borussia Dortmund en hann hélt upp á átján ára afmælið sitt í síðasta mánuði. Faðir hans er Bandaríkjamaður en móðir hans er Rakel Björk Ögmundsdóttir sem skoraði sjö mörk í aðeins tíu landsleikjum fyrir Ísland í upphafi aldarinnar. Cole gat því spilað fyrir báðar þjóðirnar. Cole æfði hjá unglingaakademíu Atlanta United en kom ungur til FH. Hann lék sinn fyrsta leik með FH aðeins fimmtán ára gamall. Hann spilaði þó aðeins þrjá leiki í efstu deild á Íslandi þar af einn þeirra með Breiðabliki. Cole gekk til liðs við Dortmund fyrir 2022-23 tímabilið og hefur spilað í unglingaliðum félagsins. Hann er með 3 mörk og 9 stoðsendingar í 22 leikjum með nítján ára liði Dortmund á þessari leiktíð. Cole hefur skorað 2 mörk í 7 leikjum með íslenska sautján ára landsliðinu en síðasta landsleikinn fyrir Ísland spilaði hann 28. mars í fyrra. Mörkin hans komu í leikjum á móti Finnlandi og Eistlandi. Bandaríska knattspyrnusambandið staðfesti það í gær að William Cole hafi ákveðið að skipta úr íslenska landsliðinu yfir í það bandaríska. Alþjóða knattspyrnusambandið hefur staðfest skiptin en ESPN segir frá. Aron Jóhannsson, sem nú spilar með Val, lék tíu leiki fyrir íslenska 21 árs landsliðið en ákvað að skipta yfir í bandaríska landsliðið árið 2013. Hann varð síðan fyrsti Íslendingurinn til að spila á HM þegar hann var í HM-hópi Jürgens Klinsmann á HM í Brasilíu 2014. Aron skoraði 4 mörk í 19 landsleikjum fyrir bandaríska landsliðið en lék sinn síðasta landsleik þegar hann var 25 ára gamall eða árið 2015. BREAKING: 18-year-old Cole Campbell (2006), a highly-rated prospect currently with Borussia Dortmund U19 s, has been approved by FIFA to switch from Iceland to the U.S.Campbell is a product of the Atlanta United academy. pic.twitter.com/Hv2F4Xm3aS— USMNT Only (@usmntonly) March 8, 2024 Bandaríski fótboltinn Landslið karla í fótbolta Þýski boltinn Mest lesið Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Fótbolti Fleiri fréttir Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Sjá meira
Cole spilar með nítján ára liði Borussia Dortmund en hann hélt upp á átján ára afmælið sitt í síðasta mánuði. Faðir hans er Bandaríkjamaður en móðir hans er Rakel Björk Ögmundsdóttir sem skoraði sjö mörk í aðeins tíu landsleikjum fyrir Ísland í upphafi aldarinnar. Cole gat því spilað fyrir báðar þjóðirnar. Cole æfði hjá unglingaakademíu Atlanta United en kom ungur til FH. Hann lék sinn fyrsta leik með FH aðeins fimmtán ára gamall. Hann spilaði þó aðeins þrjá leiki í efstu deild á Íslandi þar af einn þeirra með Breiðabliki. Cole gekk til liðs við Dortmund fyrir 2022-23 tímabilið og hefur spilað í unglingaliðum félagsins. Hann er með 3 mörk og 9 stoðsendingar í 22 leikjum með nítján ára liði Dortmund á þessari leiktíð. Cole hefur skorað 2 mörk í 7 leikjum með íslenska sautján ára landsliðinu en síðasta landsleikinn fyrir Ísland spilaði hann 28. mars í fyrra. Mörkin hans komu í leikjum á móti Finnlandi og Eistlandi. Bandaríska knattspyrnusambandið staðfesti það í gær að William Cole hafi ákveðið að skipta úr íslenska landsliðinu yfir í það bandaríska. Alþjóða knattspyrnusambandið hefur staðfest skiptin en ESPN segir frá. Aron Jóhannsson, sem nú spilar með Val, lék tíu leiki fyrir íslenska 21 árs landsliðið en ákvað að skipta yfir í bandaríska landsliðið árið 2013. Hann varð síðan fyrsti Íslendingurinn til að spila á HM þegar hann var í HM-hópi Jürgens Klinsmann á HM í Brasilíu 2014. Aron skoraði 4 mörk í 19 landsleikjum fyrir bandaríska landsliðið en lék sinn síðasta landsleik þegar hann var 25 ára gamall eða árið 2015. BREAKING: 18-year-old Cole Campbell (2006), a highly-rated prospect currently with Borussia Dortmund U19 s, has been approved by FIFA to switch from Iceland to the U.S.Campbell is a product of the Atlanta United academy. pic.twitter.com/Hv2F4Xm3aS— USMNT Only (@usmntonly) March 8, 2024
Bandaríski fótboltinn Landslið karla í fótbolta Þýski boltinn Mest lesið Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Fótbolti Fleiri fréttir Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Sjá meira