„Gott að sjá að við erum enn þokkalegir“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 7. mars 2024 21:36 Benedikt Guðmundsson var ánægður með margt í leik sinna manna. vísir / pawel Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur, var ánægður að sjá hvernig hans lið mætti til leiks eftir þriggja vikna pásu í Subway-deild karla í körfubolta er liðið vann tíu stiga útisigur gegn Þór Þrolákshöfn í kvöld, 100-110. Njarðvíkingar leiddu nánast hverja einustu sekúndu í leiknum, en þrátt fyrir það var það erfið fæðing fyrir gestina að landa sigrinum. „Já, þetta var það alveg klárlega. Eins og þí segir þá leiddum við eiginlega allan leikinn, en um leið og við náðum í kringum tíu stiga forskoti þá komu þeir alltaf til baka,“ sagði Benedikt í leikslok. „Svona er karfan bara. Sérstaklega í svona leikjum þar sem er hátt stigaskor, þá er stutt á milli og það tekur ekki nema eina og hálfa mínútu hér í Þorlákshöfn fyrir þá að skora 10-11 stig. Tíu stiga munur hérna er eins og fimm stiga munur annarsstaðar.“ Náðu að svara áhlaupunum Benedikt var þó ánægður með það að sínir menn voru yfirleitt fljótir að svara og slökkva í áhlaupi Þórsara þegar heimamenn voru að banka á dyrnar. „Við náðum að svara þessum áhlaupum hjá þeim, alveg klárlega. Sérstaklega þegar við náum góðum stoppum og keyrum þetta aðeins upp. Þá náum við kannski ekki góðri forystu, en smá forystu aftur. Svo náum við að standa af okkur síðasta áhlaupið þegar þetta var komið í tíu stig og þeir ná að minnka niður í fimm eða eitthvað svoleiðis.“ Þurfa að klára vítin á lokasekúndunum „Við vorum ekki alveg nógu sannfærandi á vítalínunni samt hérna í lokin. Ég held að það hafi verið sex eða sjö víti sem fara forgörðum. Við þurfum að geta klárað þessi víti,“ sagði Benedikt, en í heildina tóku Njarðvíkingar 36 víti í leiknum. „Ég hugsa svo sem að vítanýtingin í heildina hafi ekki verið neitt slæm, en við erum lið sem er að fara mikið á vítalínuna. Við erum með leikmenn sem eru sterkir í því að sækja á hringinn eins og Bretinn hjá mér, Dwayne [Lautier-Ogunleye], sem er einn sá allra öflugasti sem ég hef nokkurn tíma haft í að sækja á hringinn. Við erum að koma okkur á vítalínuna og auðvitað er maður alltaf kröfuharður og vill að þeir klári þetta allt saman.“ Öflugur Milka Dominykas Milka átti góðan leik fyrir Njarðvíkinga og reif til sín hvert frákastið á fætur öðru. Ásamt því að skora 22 stig tók hann hvorki meira né minna en 19 fráköst, þar af níu sóknarfráköst. „Ég var reyndar að skamma Milka eftir fyrsta leikhluta því ég held að hann hafi bara tekið eitt frákast þar. En eftir það var hann þeim helvíti erfiður, sérstaklega í sóknarfráköstunum. Hann hélt mörgum boltum lifandi fyrir okkur og það klárlega hjálpaði.“ „Sókarlega er ég mjög ánægður með þennan leik, en það vantaði svolítið upp á þetta varnarlega í dag.“ Benedikt segir það þó jákvætt að sjá hvernig hans lið mætti til leiks í kvöld eftir þriggja vikna landsleikjapásu. „Það er frábært að byrja aftur. Þetta var þriggja vikna hlé, en liðin eru öll bara á sama stað með það þannig það jafnast út. En við vorum bara nokkuð sprækir miðað við að vera ekki búnir að spila í þessar þrjár vikur. Maður veit aldrei hvar maður hefur liðið sitt eftir svona pásu sem ég held að hafi verið lengra heldur en jólafríið. En það var gott að sjá að við erum ennþá þokkalegir,“ sagði Benedikt léttur að lokum. Subway-deild karla UMF Njarðvík Þór Þorlákshöfn Tengdar fréttir Leik lokið: Þór Þ. - Njarðvík 100-110 | Gestirnir upp í annað sæti Njarðvík vann sterkan tíu stiga sigur er liðið heimsótti Þór Þorlákshöfn í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 100-110. 7. mars 2024 21:00 Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Sjá meira
Njarðvíkingar leiddu nánast hverja einustu sekúndu í leiknum, en þrátt fyrir það var það erfið fæðing fyrir gestina að landa sigrinum. „Já, þetta var það alveg klárlega. Eins og þí segir þá leiddum við eiginlega allan leikinn, en um leið og við náðum í kringum tíu stiga forskoti þá komu þeir alltaf til baka,“ sagði Benedikt í leikslok. „Svona er karfan bara. Sérstaklega í svona leikjum þar sem er hátt stigaskor, þá er stutt á milli og það tekur ekki nema eina og hálfa mínútu hér í Þorlákshöfn fyrir þá að skora 10-11 stig. Tíu stiga munur hérna er eins og fimm stiga munur annarsstaðar.“ Náðu að svara áhlaupunum Benedikt var þó ánægður með það að sínir menn voru yfirleitt fljótir að svara og slökkva í áhlaupi Þórsara þegar heimamenn voru að banka á dyrnar. „Við náðum að svara þessum áhlaupum hjá þeim, alveg klárlega. Sérstaklega þegar við náum góðum stoppum og keyrum þetta aðeins upp. Þá náum við kannski ekki góðri forystu, en smá forystu aftur. Svo náum við að standa af okkur síðasta áhlaupið þegar þetta var komið í tíu stig og þeir ná að minnka niður í fimm eða eitthvað svoleiðis.“ Þurfa að klára vítin á lokasekúndunum „Við vorum ekki alveg nógu sannfærandi á vítalínunni samt hérna í lokin. Ég held að það hafi verið sex eða sjö víti sem fara forgörðum. Við þurfum að geta klárað þessi víti,“ sagði Benedikt, en í heildina tóku Njarðvíkingar 36 víti í leiknum. „Ég hugsa svo sem að vítanýtingin í heildina hafi ekki verið neitt slæm, en við erum lið sem er að fara mikið á vítalínuna. Við erum með leikmenn sem eru sterkir í því að sækja á hringinn eins og Bretinn hjá mér, Dwayne [Lautier-Ogunleye], sem er einn sá allra öflugasti sem ég hef nokkurn tíma haft í að sækja á hringinn. Við erum að koma okkur á vítalínuna og auðvitað er maður alltaf kröfuharður og vill að þeir klári þetta allt saman.“ Öflugur Milka Dominykas Milka átti góðan leik fyrir Njarðvíkinga og reif til sín hvert frákastið á fætur öðru. Ásamt því að skora 22 stig tók hann hvorki meira né minna en 19 fráköst, þar af níu sóknarfráköst. „Ég var reyndar að skamma Milka eftir fyrsta leikhluta því ég held að hann hafi bara tekið eitt frákast þar. En eftir það var hann þeim helvíti erfiður, sérstaklega í sóknarfráköstunum. Hann hélt mörgum boltum lifandi fyrir okkur og það klárlega hjálpaði.“ „Sókarlega er ég mjög ánægður með þennan leik, en það vantaði svolítið upp á þetta varnarlega í dag.“ Benedikt segir það þó jákvætt að sjá hvernig hans lið mætti til leiks í kvöld eftir þriggja vikna landsleikjapásu. „Það er frábært að byrja aftur. Þetta var þriggja vikna hlé, en liðin eru öll bara á sama stað með það þannig það jafnast út. En við vorum bara nokkuð sprækir miðað við að vera ekki búnir að spila í þessar þrjár vikur. Maður veit aldrei hvar maður hefur liðið sitt eftir svona pásu sem ég held að hafi verið lengra heldur en jólafríið. En það var gott að sjá að við erum ennþá þokkalegir,“ sagði Benedikt léttur að lokum.
Subway-deild karla UMF Njarðvík Þór Þorlákshöfn Tengdar fréttir Leik lokið: Þór Þ. - Njarðvík 100-110 | Gestirnir upp í annað sæti Njarðvík vann sterkan tíu stiga sigur er liðið heimsótti Þór Þorlákshöfn í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 100-110. 7. mars 2024 21:00 Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Sjá meira
Leik lokið: Þór Þ. - Njarðvík 100-110 | Gestirnir upp í annað sæti Njarðvík vann sterkan tíu stiga sigur er liðið heimsótti Þór Þorlákshöfn í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 100-110. 7. mars 2024 21:00