Kristín Ómarsdóttir meðal þeirra sem hlaut Fjöruverðlaunin Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 7. mars 2024 14:45 Kristín Ómarsdóttir rithöfundur. Sveinbjörg Bjarnadóttir Fjöruverðlaunin, bókmenntaverðlaun kvenna, voru afhent við hátíðlega athöfn í Höfða í dag í átjánda sinn. Verðlaunin voru afhent í þremur flokkum. Þetta er meðal þess sem fram kemur í tilkynningu. Þar kemur fram að í flokki fagurbókmennta hafi Móðurást: Oddný eftir Kristínu Ómarsdóttur hlotið verlaunin. Í flokki fræðibóka og rita almenns eðlis hlaut Með verkum handanna. Íslenskur refilsaumur fyrri alda eftir Elsu E. Guðjónsson. Lilja Árnadóttir bjó til prentunar. Íslensk myndlist og fólkið sem ruddi brautina eftir Margréti Tryggvadóttur hlaut verðlaun í flokki barna- og unglingabókmennta. Þetta er í átjánda sinn sem Fjöruverðlaunin eru veitt og í níunda sinn síðan borgarstjóri Reykjavíkur, bókmenntaborgar UNESCO, gerðist verndari verðlaunanna og bauð Einar Þorsteinsson gesti velkomna. Verðlaunahafar fengu verðlaunagripi gerða af listakonunni Koggu. Móðurást: Oddný eftir Kristínu Ómarsdóttur Í Móðurást: Oddný segir Kristín skáldaða sögu langömmu sinnar, Oddnýjar Þorleifsdóttur. Hún elst upp í stórum systkinahópi í uppsveitum Árnessýslu á seinni hluta nítjándu aldar og er sagan sögð frá sjónarhóli barnsins. Lífið er sannarlega ekki auðvelt hjá fjölskyldunni en bókin er uppfull af húmor og gefur lesandanum nýja og ferska sýn á fortíðina. Sorgir og dauðinn eru eilíflega nærri en lífið snýst um svo margt stærra og meira. Textinn er ákaflega fallegur og ljúfsár og færir sagan okkur nær formæðrum okkar. Kristínu tekst afar vel upp á nýjum söguslóðum á ferli sínum. Með verkum handanna. Íslenskur refilsaumur fyrri alda eftir Elsu E. Guðjónsson, Lilja Árnadóttir bjó til prentunar Hin merka saga íslenskra refilsaumsverka birtist loks lesendum í stórvirkinu Með verkum handanna. Íslenskur refilsaumur fyrri alda eftir Elsu E. Guðjónsson. Líkt og umfjöllunarefnið er bókin fögur, kaflarnir yfirgripsmiklir, aðgengilegir lesendum og vekja áhuga á rannsóknarefninu. Þá er framsetning ritstjóra bókarinnar áhrifamikil en greinum fræðimanna er ofið inn í heildartextann á hátt sem undirstrikar áhrif ævistarfs Elsu E. Guðjónsson á alþjóðlegan fræðaheim. Íslensk myndlist og fólkið sem ruddi brautina eftir Margréti Tryggvadóttur Í bókinni Íslensk myndlist og fólkið sem ruddi brautina fjallar Margrét Tryggvadóttir um listafólkið sem lagði grunn að íslenskri listasögu. Að auki greinir hún í stuttu máli frá ýmsum aðferðum sem notaðar eru við listsköpun. Bókin er einstaklega vel unnin, umbrotið vandað, myndirnar vel valdar og textinn á fallegu máli. Hér er á ferðinni sannkallað listaverk sem er um leið mjög fróðlegt og vekur áhuga á listum. Í dómnefndum sátu: Fagurbókmenntir: • Jóna Guðbjörg Torfadóttir, framhaldsskólakennari • Júlía Margrét Sveinsdóttir, bókmenntafræðingur • Kristín Ástgeirsdóttir, sagnfræðingur Fræðibækur og rit almenns eðlis: • Hulda Steingrímsdóttir, umhverfisfræðingur • Sigrún Birna Björnsdóttir, framhaldsskólakennari • Sólveig Ásta Sigurðardóttir, nýdoktor í bókmenntafræði Barna- og unglingabókmenntir: • Brynja Helgu Baldursdóttir, íslenskufræðingur • Guðlaug Richter, íslenskufræðingur • Helga Birgisdóttir, lektor í íslensku Bókmenntir Mest lesið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Lífið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Lífið Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Bíó og sjónvarp Stjörnurnar flyktust á frumsýningu einnar mest spennandi bíómyndar ársins Lífið samstarf Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Fleiri fréttir Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í tilkynningu. Þar kemur fram að í flokki fagurbókmennta hafi Móðurást: Oddný eftir Kristínu Ómarsdóttur hlotið verlaunin. Í flokki fræðibóka og rita almenns eðlis hlaut Með verkum handanna. Íslenskur refilsaumur fyrri alda eftir Elsu E. Guðjónsson. Lilja Árnadóttir bjó til prentunar. Íslensk myndlist og fólkið sem ruddi brautina eftir Margréti Tryggvadóttur hlaut verðlaun í flokki barna- og unglingabókmennta. Þetta er í átjánda sinn sem Fjöruverðlaunin eru veitt og í níunda sinn síðan borgarstjóri Reykjavíkur, bókmenntaborgar UNESCO, gerðist verndari verðlaunanna og bauð Einar Þorsteinsson gesti velkomna. Verðlaunahafar fengu verðlaunagripi gerða af listakonunni Koggu. Móðurást: Oddný eftir Kristínu Ómarsdóttur Í Móðurást: Oddný segir Kristín skáldaða sögu langömmu sinnar, Oddnýjar Þorleifsdóttur. Hún elst upp í stórum systkinahópi í uppsveitum Árnessýslu á seinni hluta nítjándu aldar og er sagan sögð frá sjónarhóli barnsins. Lífið er sannarlega ekki auðvelt hjá fjölskyldunni en bókin er uppfull af húmor og gefur lesandanum nýja og ferska sýn á fortíðina. Sorgir og dauðinn eru eilíflega nærri en lífið snýst um svo margt stærra og meira. Textinn er ákaflega fallegur og ljúfsár og færir sagan okkur nær formæðrum okkar. Kristínu tekst afar vel upp á nýjum söguslóðum á ferli sínum. Með verkum handanna. Íslenskur refilsaumur fyrri alda eftir Elsu E. Guðjónsson, Lilja Árnadóttir bjó til prentunar Hin merka saga íslenskra refilsaumsverka birtist loks lesendum í stórvirkinu Með verkum handanna. Íslenskur refilsaumur fyrri alda eftir Elsu E. Guðjónsson. Líkt og umfjöllunarefnið er bókin fögur, kaflarnir yfirgripsmiklir, aðgengilegir lesendum og vekja áhuga á rannsóknarefninu. Þá er framsetning ritstjóra bókarinnar áhrifamikil en greinum fræðimanna er ofið inn í heildartextann á hátt sem undirstrikar áhrif ævistarfs Elsu E. Guðjónsson á alþjóðlegan fræðaheim. Íslensk myndlist og fólkið sem ruddi brautina eftir Margréti Tryggvadóttur Í bókinni Íslensk myndlist og fólkið sem ruddi brautina fjallar Margrét Tryggvadóttir um listafólkið sem lagði grunn að íslenskri listasögu. Að auki greinir hún í stuttu máli frá ýmsum aðferðum sem notaðar eru við listsköpun. Bókin er einstaklega vel unnin, umbrotið vandað, myndirnar vel valdar og textinn á fallegu máli. Hér er á ferðinni sannkallað listaverk sem er um leið mjög fróðlegt og vekur áhuga á listum. Í dómnefndum sátu: Fagurbókmenntir: • Jóna Guðbjörg Torfadóttir, framhaldsskólakennari • Júlía Margrét Sveinsdóttir, bókmenntafræðingur • Kristín Ástgeirsdóttir, sagnfræðingur Fræðibækur og rit almenns eðlis: • Hulda Steingrímsdóttir, umhverfisfræðingur • Sigrún Birna Björnsdóttir, framhaldsskólakennari • Sólveig Ásta Sigurðardóttir, nýdoktor í bókmenntafræði Barna- og unglingabókmenntir: • Brynja Helgu Baldursdóttir, íslenskufræðingur • Guðlaug Richter, íslenskufræðingur • Helga Birgisdóttir, lektor í íslensku
Móðurást: Oddný eftir Kristínu Ómarsdóttur Í Móðurást: Oddný segir Kristín skáldaða sögu langömmu sinnar, Oddnýjar Þorleifsdóttur. Hún elst upp í stórum systkinahópi í uppsveitum Árnessýslu á seinni hluta nítjándu aldar og er sagan sögð frá sjónarhóli barnsins. Lífið er sannarlega ekki auðvelt hjá fjölskyldunni en bókin er uppfull af húmor og gefur lesandanum nýja og ferska sýn á fortíðina. Sorgir og dauðinn eru eilíflega nærri en lífið snýst um svo margt stærra og meira. Textinn er ákaflega fallegur og ljúfsár og færir sagan okkur nær formæðrum okkar. Kristínu tekst afar vel upp á nýjum söguslóðum á ferli sínum. Með verkum handanna. Íslenskur refilsaumur fyrri alda eftir Elsu E. Guðjónsson, Lilja Árnadóttir bjó til prentunar Hin merka saga íslenskra refilsaumsverka birtist loks lesendum í stórvirkinu Með verkum handanna. Íslenskur refilsaumur fyrri alda eftir Elsu E. Guðjónsson. Líkt og umfjöllunarefnið er bókin fögur, kaflarnir yfirgripsmiklir, aðgengilegir lesendum og vekja áhuga á rannsóknarefninu. Þá er framsetning ritstjóra bókarinnar áhrifamikil en greinum fræðimanna er ofið inn í heildartextann á hátt sem undirstrikar áhrif ævistarfs Elsu E. Guðjónsson á alþjóðlegan fræðaheim. Íslensk myndlist og fólkið sem ruddi brautina eftir Margréti Tryggvadóttur Í bókinni Íslensk myndlist og fólkið sem ruddi brautina fjallar Margrét Tryggvadóttir um listafólkið sem lagði grunn að íslenskri listasögu. Að auki greinir hún í stuttu máli frá ýmsum aðferðum sem notaðar eru við listsköpun. Bókin er einstaklega vel unnin, umbrotið vandað, myndirnar vel valdar og textinn á fallegu máli. Hér er á ferðinni sannkallað listaverk sem er um leið mjög fróðlegt og vekur áhuga á listum.
Bókmenntir Mest lesið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Lífið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Lífið Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Bíó og sjónvarp Stjörnurnar flyktust á frumsýningu einnar mest spennandi bíómyndar ársins Lífið samstarf Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Fleiri fréttir Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira