Fótboltinn er að „drepa vöruna sína“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. febrúar 2024 09:00 Kevin De Bruyne meiddist eftir aðeins hálftíma leik í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í fyrravor. Getty/ Jose Breton Mikið leikjaálag á bestu fótboltamönnum heims er ofarlega í huga framkvæmdastjóra leikmannasamtakanna á Englandi, PFA. Umræðan hefur verið lengi í gangi en alltaf finna alþjóðasamböndin leiðir til að bæta við leikjum. Nú er verið að stækka margar keppnir með tilheyrandi auknu álagi. Maheta Molango er framkvæmdastjóri samtaka atvinnumannafótbolta í Englandi og hann varar við afleiðingunum. Speaking at the @FTLive Business of Football Summit, PFA CEO @Maheta_Molango has said that there is a conflict when governing bodies act as both rule makers and competition organisers.#FTLive #FTFootball pic.twitter.com/WmcNzqbYW3— Professional Footballers Association (@PFA) February 28, 2024 Molango nefnir sem dæmi þegar Manchester City leikmaðurinn Kevin de Bruyne fór snemma af velli í úrslitaleik Meistaradeildarinnar síðasta vor. „Úrslitaleikur Meistaradeildarinnar á að vera okkar Super Bowl. Hann var það ekki af því að einn besti leikmaður heims, De Bruyne, meiddist á 30. mínútu, [Erling] Haaland var útkeyrður og Rodri, einn besti íþróttamaðurinn, var kominn með krampa eftir klukkutímaleik,“ sagði Maheta Molango við BBC. „Að okkar mati þá snýst þetta ekki lengur bara um heilsu leikmanna. Þetta snýst orðið um að við erum að drepa vöruna okkar,“ sagði Molango. Rannsóknir sýna að á þessu tímabili er fimmtán prósent aukning á meiðslum leikmanna. Það er risastórt stökk miðað tímabilin á undan og afleiðingarnar blasa því við. Molango horfir til Bandaríkjanna og þá sérstaklega til NFL-deildarinnar. „Ég var að tala við kollega mína í NFL-deildinni og þeir sögðu að þar spila þeir bara sautján leiki og græða yfir tíu milljarða dollara á hverju ári,“ sagði Molango. Hann vill því meina að það að fjölga leikjum sé ekki endilega rétta leiðin til að auka innkomu úr sportinu. „Því miður eru menn að taka óheppilegar ákvarðanir án þess að taka tillit til leikmannanna sem eru miðpunktur leiksins,“ sagði Molango. It s no longer just about the health of the player, it s about us killing the product, @Maheta_Molango, CEO of @PFA shares his opinion on congested match schedules. #FTFootball pic.twitter.com/rcemZ9HK1y— Financial Times Live (@ftlive) February 28, 2024 Enski boltinn Mest lesið Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Fyrrum forkólfar KSÍ á eftir Fjallinu á toppi tekjulistans Sport Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Svona er hópur Íslands sem fer á EM Körfubolti Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila Handbolti Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Íslenski boltinn Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Enski boltinn Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Ein frægasta íþróttakona Úkraínu dæmd í fjögurra ára bann Sport Hóta að sniðganga NFL leiki vegna karlkyns klappstýra Sport Fleiri fréttir Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Sjá meira
Umræðan hefur verið lengi í gangi en alltaf finna alþjóðasamböndin leiðir til að bæta við leikjum. Nú er verið að stækka margar keppnir með tilheyrandi auknu álagi. Maheta Molango er framkvæmdastjóri samtaka atvinnumannafótbolta í Englandi og hann varar við afleiðingunum. Speaking at the @FTLive Business of Football Summit, PFA CEO @Maheta_Molango has said that there is a conflict when governing bodies act as both rule makers and competition organisers.#FTLive #FTFootball pic.twitter.com/WmcNzqbYW3— Professional Footballers Association (@PFA) February 28, 2024 Molango nefnir sem dæmi þegar Manchester City leikmaðurinn Kevin de Bruyne fór snemma af velli í úrslitaleik Meistaradeildarinnar síðasta vor. „Úrslitaleikur Meistaradeildarinnar á að vera okkar Super Bowl. Hann var það ekki af því að einn besti leikmaður heims, De Bruyne, meiddist á 30. mínútu, [Erling] Haaland var útkeyrður og Rodri, einn besti íþróttamaðurinn, var kominn með krampa eftir klukkutímaleik,“ sagði Maheta Molango við BBC. „Að okkar mati þá snýst þetta ekki lengur bara um heilsu leikmanna. Þetta snýst orðið um að við erum að drepa vöruna okkar,“ sagði Molango. Rannsóknir sýna að á þessu tímabili er fimmtán prósent aukning á meiðslum leikmanna. Það er risastórt stökk miðað tímabilin á undan og afleiðingarnar blasa því við. Molango horfir til Bandaríkjanna og þá sérstaklega til NFL-deildarinnar. „Ég var að tala við kollega mína í NFL-deildinni og þeir sögðu að þar spila þeir bara sautján leiki og græða yfir tíu milljarða dollara á hverju ári,“ sagði Molango. Hann vill því meina að það að fjölga leikjum sé ekki endilega rétta leiðin til að auka innkomu úr sportinu. „Því miður eru menn að taka óheppilegar ákvarðanir án þess að taka tillit til leikmannanna sem eru miðpunktur leiksins,“ sagði Molango. It s no longer just about the health of the player, it s about us killing the product, @Maheta_Molango, CEO of @PFA shares his opinion on congested match schedules. #FTFootball pic.twitter.com/rcemZ9HK1y— Financial Times Live (@ftlive) February 28, 2024
Enski boltinn Mest lesið Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Fyrrum forkólfar KSÍ á eftir Fjallinu á toppi tekjulistans Sport Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Svona er hópur Íslands sem fer á EM Körfubolti Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila Handbolti Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Íslenski boltinn Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Enski boltinn Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Ein frægasta íþróttakona Úkraínu dæmd í fjögurra ára bann Sport Hóta að sniðganga NFL leiki vegna karlkyns klappstýra Sport Fleiri fréttir Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Sjá meira