Jörundur Áki verður framkvæmdastjóri meðan leitað er að eftirmanni Klöru Ágúst Orri Arnarson skrifar 28. febrúar 2024 23:00 Klara Bjartmarz hefur verið framkvæmdastjóri KSÍ síðan árið 2015. Jörundur Áki Sveinsson mun stíga inn í hennar stað meðan leitað er að eftirmanni. Ný stjórn Knattspyrnusambands Íslands fundaði í dag og þar var rætt um stöðu framkvæmdastjóra en Klara Bjartmarz, sem hefur sinnt embættinu síðan 2015, lætur af störfum þann 1. mars. Þá samþykkti stjórn að Jörundur Áki Sveinsson sviðsstjóri knattspyrnusviðs taki tímabundið við stöðu framkvæmdastjóra og gegni því starfi með sérstöku stjórnendateymi sér við hlið - þeim Birki Sveinssyni mótastjóra, Bryndísi Einarsdóttur fjármálastjóra og Ómari Smárasyni samskiptastjóra. Klara Bjartmarz, fráfarandi framkvæmdastjóri KSÍ, verður stjórnendateyminu til ráðgjafar eins og þurfa þykir og við verður komið. Starfið er laust og auglýst á heimasíðu KSÍ, áhugasamir hvattir til að sækja um. Ákveðið var á fundinum í dag að framlengja umsóknarfrest um eina viku, það er til miðvikudagsins 6. mars. Framkvæmdastjóri KSÍ annast daglegan rekstur sambandsins, undirbúning verkefna og áætlanagerð og er yfirmaður starfsmanna sem ráðnir eru til KSÍ. Framkvæmdastjórinn framfylgir stefnu stjórnar KSÍ, skal uppfylla sömu hæfisskilyrði og stjórnarmenn, og skal haga störfum sínum í samræmi við ákvæði laga og reglugerða er varða starfsemi knattspyrnusambandsins. Helstu hæfniskröfur sem ráðningarnefnd leitast eftir eru: Þekking á íslenskri knattspyrnu. Háskólamenntun sem nýtist í starfi. Skipulögð og sjálfstæð vinnubrögð, geta til að vinna undir álagi. Leiðtogahæfileikar, reynsla af rekstri og stjórnun (mannaforráð) og hæfni í mannlegum samskiptum. Góð tölvukunnátta og þekking á helsta hugbúnaði. Góð tungumálakunnátta. Stjórnin samþykkti að framlengja umsóknarfrest um eina viku til að gefa svigrúm til að undirbúa ráðningarferlið sem best og skipaði stjórnin jafnframt ráðningarnefnd undir forystu formanns KSÍ til að meta allar umsóknir með hliðsjón af skorkorti. Ráðningarnefnd mun síðan hafa umsjón með viðtölum við umsækjendur og að lokum gera tillögu um ráðningu til stjórnar. Umsóknir sendist á umsokn@ksi.is. KSÍ Íslenski boltinn Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Enski boltinn Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira
Þá samþykkti stjórn að Jörundur Áki Sveinsson sviðsstjóri knattspyrnusviðs taki tímabundið við stöðu framkvæmdastjóra og gegni því starfi með sérstöku stjórnendateymi sér við hlið - þeim Birki Sveinssyni mótastjóra, Bryndísi Einarsdóttur fjármálastjóra og Ómari Smárasyni samskiptastjóra. Klara Bjartmarz, fráfarandi framkvæmdastjóri KSÍ, verður stjórnendateyminu til ráðgjafar eins og þurfa þykir og við verður komið. Starfið er laust og auglýst á heimasíðu KSÍ, áhugasamir hvattir til að sækja um. Ákveðið var á fundinum í dag að framlengja umsóknarfrest um eina viku, það er til miðvikudagsins 6. mars. Framkvæmdastjóri KSÍ annast daglegan rekstur sambandsins, undirbúning verkefna og áætlanagerð og er yfirmaður starfsmanna sem ráðnir eru til KSÍ. Framkvæmdastjórinn framfylgir stefnu stjórnar KSÍ, skal uppfylla sömu hæfisskilyrði og stjórnarmenn, og skal haga störfum sínum í samræmi við ákvæði laga og reglugerða er varða starfsemi knattspyrnusambandsins. Helstu hæfniskröfur sem ráðningarnefnd leitast eftir eru: Þekking á íslenskri knattspyrnu. Háskólamenntun sem nýtist í starfi. Skipulögð og sjálfstæð vinnubrögð, geta til að vinna undir álagi. Leiðtogahæfileikar, reynsla af rekstri og stjórnun (mannaforráð) og hæfni í mannlegum samskiptum. Góð tölvukunnátta og þekking á helsta hugbúnaði. Góð tungumálakunnátta. Stjórnin samþykkti að framlengja umsóknarfrest um eina viku til að gefa svigrúm til að undirbúa ráðningarferlið sem best og skipaði stjórnin jafnframt ráðningarnefnd undir forystu formanns KSÍ til að meta allar umsóknir með hliðsjón af skorkorti. Ráðningarnefnd mun síðan hafa umsjón með viðtölum við umsækjendur og að lokum gera tillögu um ráðningu til stjórnar. Umsóknir sendist á umsokn@ksi.is.
Þekking á íslenskri knattspyrnu. Háskólamenntun sem nýtist í starfi. Skipulögð og sjálfstæð vinnubrögð, geta til að vinna undir álagi. Leiðtogahæfileikar, reynsla af rekstri og stjórnun (mannaforráð) og hæfni í mannlegum samskiptum. Góð tölvukunnátta og þekking á helsta hugbúnaði. Góð tungumálakunnátta.
KSÍ Íslenski boltinn Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Enski boltinn Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira