Reiknar ekki með að sjá Gylfa aftur Sindri Sverrisson skrifar 28. febrúar 2024 14:12 Gylfi Þór Sigurðsson náði aðeins að spila sex leiki í búningi Lyngby. Getty/Lars Ronbog Nýi þjálfarinn hjá danska knattspyrnufélaginu Lyngby, sem tók við af Frey Alexanderssyni, segist ekki búast við því að þjálfa Gylfa Þór Sigurðsson hjá félaginu. Gylfi hefur glímt við meiðsli síðustu mánuði og fékk samningi sínum við Lyngby rift í janúar, til að geta sinnt endurhæfingu sinni á Spáni án þess að þiggja laun hjá danska félaginu á meðan. Norðmaðurinn Magne Hoseth tók við Lyngby í byrjun árs, eftir að Freyr var ráðinn til Kortrijk í Belgíu, og Hoseth segir við danska miðilinn Bold.dk að Gylfi sé ekki á leiðinni aftur til Danmerkur. „Nei, ég reikna ekki með að hann snúi aftur. Ef að það gerist þá verð ég mjög undrandi, á jákvæðan hátt,“ sagði Hoseth brosandi en hafði annars lítinn áhuga á að ræða um Gylfa. „Ég einbeiti mér að þeim leikmönnum sem eru hér í Lyngby. Hann er í endurhæfingu á Spáni og svo sjáum við til hvort hann kemur aftur eða ekki. Það er ekki eitthvað sem ég stjórna,“ sagði Hoseth sem kvaðst þó hafa rætt við Gylfa. „Já, en hann er nú ekki leikmaður sem er samningsbundinn okkur. Svo ég vel að einbeita mér að þeim 27 leikmönnum sem ég hef hérna,“ sagði Hoseth. Gylfi, sem er 34 ára, náði aðeins að spila sex leiki fyrir Lyngby en skoraði tvö mörk. Hann kom til félagsins í fyrra og sneri þá aftur í fótboltann eftir tveggja ára hlé í kjölfar handtöku vegna gruns um brot gegn ólögráða einstaklingi á Englandi. Gylfi náði einnig að spila tvo A-landsleiki síðasta haust, þar sem hann skoraði tvö mörk og bætti markamet Eiðs Smára Guðjohnsen og Kolbeins Sigþórssonar. Afar ólíklegt er hins vegar að hann geti verið með í næsta landsleik, gegn Ísrael 21. mars í umspili um sæti á EM. Danski boltinn Mál Gylfa Þórs Sigurðssonar Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Sjá meira
Gylfi hefur glímt við meiðsli síðustu mánuði og fékk samningi sínum við Lyngby rift í janúar, til að geta sinnt endurhæfingu sinni á Spáni án þess að þiggja laun hjá danska félaginu á meðan. Norðmaðurinn Magne Hoseth tók við Lyngby í byrjun árs, eftir að Freyr var ráðinn til Kortrijk í Belgíu, og Hoseth segir við danska miðilinn Bold.dk að Gylfi sé ekki á leiðinni aftur til Danmerkur. „Nei, ég reikna ekki með að hann snúi aftur. Ef að það gerist þá verð ég mjög undrandi, á jákvæðan hátt,“ sagði Hoseth brosandi en hafði annars lítinn áhuga á að ræða um Gylfa. „Ég einbeiti mér að þeim leikmönnum sem eru hér í Lyngby. Hann er í endurhæfingu á Spáni og svo sjáum við til hvort hann kemur aftur eða ekki. Það er ekki eitthvað sem ég stjórna,“ sagði Hoseth sem kvaðst þó hafa rætt við Gylfa. „Já, en hann er nú ekki leikmaður sem er samningsbundinn okkur. Svo ég vel að einbeita mér að þeim 27 leikmönnum sem ég hef hérna,“ sagði Hoseth. Gylfi, sem er 34 ára, náði aðeins að spila sex leiki fyrir Lyngby en skoraði tvö mörk. Hann kom til félagsins í fyrra og sneri þá aftur í fótboltann eftir tveggja ára hlé í kjölfar handtöku vegna gruns um brot gegn ólögráða einstaklingi á Englandi. Gylfi náði einnig að spila tvo A-landsleiki síðasta haust, þar sem hann skoraði tvö mörk og bætti markamet Eiðs Smára Guðjohnsen og Kolbeins Sigþórssonar. Afar ólíklegt er hins vegar að hann geti verið með í næsta landsleik, gegn Ísrael 21. mars í umspili um sæti á EM.
Danski boltinn Mál Gylfa Þórs Sigurðssonar Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Sjá meira