„Sýnir bara hvað við viljum og að okkur langar að vinna“ Siggeir Ævarsson skrifar 27. febrúar 2024 22:08 Hjalti er sáttur með sínar konur þessa dagana Vísir/Hulda Margrét Hjalti Þór Vilhjálmsson þjálfari Vals hafði ærna ástæðu til að brosa í leikslok eftir góðan sigur á Þór í Subway-deild kvenna. Lokatölur á Hlíðarenda 90-84. Liðin voru jöfn í efsta sæti B-deildarinnar fyrir leikinn og fyrri hálfleikur var einnig hnífjafn. Í seinni hálfleik sigu Valskonur hægt og bítandi fram úr og lönduðu að lokum nokkuð sanngjörnum sigri. Hjalti sagði að lykillinn að sigrinum hefði verið að halda áfram. „Við í rauninni bara héldum áfram. Byggðum á því sem við gerðum í fyrri hálfleik jú og skutum aðeins betur. Þær náttúrulega byrjuðu að hitta vel og héldu í við okkur. Í seinni hálfleik voru þær ekki að setja þessi skot í byrjun og við náðum strax forystunni.“ Hjalti talaði um það fyrir leik að hann hefði smá áhyggjur af sóknarfráköstum Þórs, en þegar öllu var á botninn hvolft tóku Valskonur aðeins einu sóknarfrákasti minna en gestirnir en bæði lið voru með 13 stig eftir sóknarfráköst. „Ég hafði miklar áhyggjur af sóknarfráköstunum okkar megin, þær voru með 17 en kom mér smá á óvart að við náðum 16 á móti þeim. Það er bara frábært. Það sýnir bara hvað við viljum og okkur langar að vinna. Við förum á eftir sigrinum með því að ná í lausu boltana og molana sem eru til staðar.“ Eydís Eva Þórisdóttir átti frábæra innkomu af bekknum og skoraði stig í öllum regnbogans litum. Hún endaði með 18 stig en það kom Hjalta ekkert á óvart. „Eydís er náttúrulega bara frábær leikmaður. Frábært skotmaður og frábær sóknarmaður. Flott varnarmlega líka. Það hefur verið bara eitthvað hik á henni undanfarið, í undarförnum leikjum. Nú bara lét hún vaða. Þetta er bara það sem hún á að gera í þessu liði, bara láta vaða og hún setur þetta niður.“ Það er kannski lykillinn að breyttu gengi liðsins, að leikmenn eru hættir að hika og láta bara vaða? „Algjörlega. Mér fannst þetta bara mjög gott mestmegnis sóknarlega í dag. Vorum rosalega ákveðnar og réðumst á þær. Sérstaklega í seinni hálfleik, þá fórum við að henda honum út og fá opnu skotin. Við endum náttúrulega bara með frábæra skotnýtingu eftir leikinn en í hálfleik vorum við ekki að skjóta vel.“ Hjalti talaði um það fyrir leik að það myndi kannski ekki skipta öllu máli hvort liðið endaði í 1. eða 2. sæti B-deildarinnar, en viðurkenndi þó fúslega að sigurinn væri sætur og mikilvægur fyrir sjálfstraust leikmanna. „Það er alltaf skemmtilegra að vinna, það er bara svoleiðis. Það er alltaf léttara yfir öllu ef maður vinnur. Þetta var náttúrulega rosalega þungt orðið í vetur. Maður fann það bara, gleðina vantaði ekki, en maður fann hvað það var orðið þungt í leikmönnum. Það er allt annað að vinna, einn sigur og tveir og þrír. Það gerir rosalega mikið fyrir íþróttamenn.“ Körfubolti Subway-deild kvenna Valur Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Handbolti „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Fleiri fréttir KR - Grindavík | Toppliðið í Vesturbæ Tindastóll - Njarðvík | Grænir á Króknum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Sjá meira
Liðin voru jöfn í efsta sæti B-deildarinnar fyrir leikinn og fyrri hálfleikur var einnig hnífjafn. Í seinni hálfleik sigu Valskonur hægt og bítandi fram úr og lönduðu að lokum nokkuð sanngjörnum sigri. Hjalti sagði að lykillinn að sigrinum hefði verið að halda áfram. „Við í rauninni bara héldum áfram. Byggðum á því sem við gerðum í fyrri hálfleik jú og skutum aðeins betur. Þær náttúrulega byrjuðu að hitta vel og héldu í við okkur. Í seinni hálfleik voru þær ekki að setja þessi skot í byrjun og við náðum strax forystunni.“ Hjalti talaði um það fyrir leik að hann hefði smá áhyggjur af sóknarfráköstum Þórs, en þegar öllu var á botninn hvolft tóku Valskonur aðeins einu sóknarfrákasti minna en gestirnir en bæði lið voru með 13 stig eftir sóknarfráköst. „Ég hafði miklar áhyggjur af sóknarfráköstunum okkar megin, þær voru með 17 en kom mér smá á óvart að við náðum 16 á móti þeim. Það er bara frábært. Það sýnir bara hvað við viljum og okkur langar að vinna. Við förum á eftir sigrinum með því að ná í lausu boltana og molana sem eru til staðar.“ Eydís Eva Þórisdóttir átti frábæra innkomu af bekknum og skoraði stig í öllum regnbogans litum. Hún endaði með 18 stig en það kom Hjalta ekkert á óvart. „Eydís er náttúrulega bara frábær leikmaður. Frábært skotmaður og frábær sóknarmaður. Flott varnarmlega líka. Það hefur verið bara eitthvað hik á henni undanfarið, í undarförnum leikjum. Nú bara lét hún vaða. Þetta er bara það sem hún á að gera í þessu liði, bara láta vaða og hún setur þetta niður.“ Það er kannski lykillinn að breyttu gengi liðsins, að leikmenn eru hættir að hika og láta bara vaða? „Algjörlega. Mér fannst þetta bara mjög gott mestmegnis sóknarlega í dag. Vorum rosalega ákveðnar og réðumst á þær. Sérstaklega í seinni hálfleik, þá fórum við að henda honum út og fá opnu skotin. Við endum náttúrulega bara með frábæra skotnýtingu eftir leikinn en í hálfleik vorum við ekki að skjóta vel.“ Hjalti talaði um það fyrir leik að það myndi kannski ekki skipta öllu máli hvort liðið endaði í 1. eða 2. sæti B-deildarinnar, en viðurkenndi þó fúslega að sigurinn væri sætur og mikilvægur fyrir sjálfstraust leikmanna. „Það er alltaf skemmtilegra að vinna, það er bara svoleiðis. Það er alltaf léttara yfir öllu ef maður vinnur. Þetta var náttúrulega rosalega þungt orðið í vetur. Maður fann það bara, gleðina vantaði ekki, en maður fann hvað það var orðið þungt í leikmönnum. Það er allt annað að vinna, einn sigur og tveir og þrír. Það gerir rosalega mikið fyrir íþróttamenn.“
Körfubolti Subway-deild kvenna Valur Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Handbolti „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Fleiri fréttir KR - Grindavík | Toppliðið í Vesturbæ Tindastóll - Njarðvík | Grænir á Króknum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Sjá meira