Markaveisla á Villa Park og Brighton bjargaði stigi í uppbótartíma Ágúst Orri Arnarson skrifar 24. febrúar 2024 17:03 Douglas Luiz fagnar öðru marki sínu ásamt liðsfélögum. Catherine Ivill/Getty Images Þremur leikjum lauk rétt í þessu í ensku úrvalsdeildinni. Aston Villa vann öruggan sigur, líkt og Crystal Palace, á meðan Brighton rétt bjargaði stigi gegn Everton. Markaveisla á Villa Park Aston Villa og Nottingham Forest áttust við á Villa Park í æsispennandi leik sem endaði Heimamenn röðuðu mörkunum inn í upphafi. Ollie Watkins skoraði fyrsta mark leiksins strax á 4. mínútu og Douglas Luiz bætti svo tveimur mörkum við áður en Moussa Niakhaté skoraði fyrir gestina rétt áður en flautað var til hálfleiks. Morgan Gibbs White minnkaði muninn svo niður í eitt mark strax í upphafi seinni hálfleiks eftir góðan undirbúning hjá Divock Origi. Öll von um endurkomu lifði ekki lengi, Leon Bailey breikkaði bilið aftur fyrir Aston Villa á 61. mínútu, 4-2 og þar við sat. Crystal Palace heilluðu nýjan þjálfara Jóhann Berg Guðmundsson var í byrjunarliði Burnley sem tapaði 3-0 gegn Crystal Palace á Selhurst Park. Heimamenn spiluðu vel undir stjórn nýs þjálfara en Oliver Glasner tók á dögunum við starfi Roy Hodgson hjá Crystal Palace. Þeir gengu ágætlega í augun á nýjum þjálfara og sköpuðu sér heilan helling af marktækifærum. Josh Brownhill, leikmaður Burnley, var rekinn af velli á 35. mínútu þegar hann stöðvaði Jefferson Lerma frá því að sleppa einn í gegn. Manni fleiri fundu Palace menn loksins mörk í seinni hálfleik. Chris Richards opnaði reikninginn á 68. mínútu eftir stoðsendingu Jordan Ayew, sem skoraði annað markið sjálfur örskömmu síðar. Jean-Phillipe Mateta skoraði svo þriðja og síðasta mark leiksins af vítapunktinum á 79. mínútu. Fékk að líta gult áður en leikur hófst Brighton bjargaði stigi í uppbótartíma er þeir tóku á móti Everton, lokatölur 1-1. Leikur var ekki enn hafinn þegar Roberto De Zerbi, þjálfari Brighton, fór að rífa kjaft og fékk gult spjald frá dómara leiksins. Hans menn höfðu þó alla yfirburði í leiknum og sköpuðu sér mun fleiri færi, en gekk illa að koma boltanum í netið. Everton liðið lá þétt til baka og sóttu hratt í skyndisóknum. Það bar árangur fyrir gestina á 73. mínútu þegar Jarrad Branthwaite skoraði fyrsta mark leiksins fyrir Everton. Billy Gilmour, leikmaður Brighton, fékk að fjúka af velli skömmu síðar og útlit var fyrir að Everton tækju öll stigin þrjú en fyrirliðinn Lewis Dunk bjargaði stigi fyrir Brighton með marki í uppbótartíma. Enski boltinn Tengdar fréttir Í beinni: Man. United - Fulham | Nú þarf einhver annar en Höjlund að skora? Manchester United hefur unnið fimm leiki í röð í öllum keppnum og Daninn Rasmus Höjlund hefur skorað í sex deildarleikjum í röð. Liðið verður hins vegar án Höjlund á næstunni því hann er meiddur. 24. febrúar 2024 14:30 Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fótbolti Aserar áhugalitlir og völlurinn hálftómur Sport Fleiri fréttir Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Sjá meira
Markaveisla á Villa Park Aston Villa og Nottingham Forest áttust við á Villa Park í æsispennandi leik sem endaði Heimamenn röðuðu mörkunum inn í upphafi. Ollie Watkins skoraði fyrsta mark leiksins strax á 4. mínútu og Douglas Luiz bætti svo tveimur mörkum við áður en Moussa Niakhaté skoraði fyrir gestina rétt áður en flautað var til hálfleiks. Morgan Gibbs White minnkaði muninn svo niður í eitt mark strax í upphafi seinni hálfleiks eftir góðan undirbúning hjá Divock Origi. Öll von um endurkomu lifði ekki lengi, Leon Bailey breikkaði bilið aftur fyrir Aston Villa á 61. mínútu, 4-2 og þar við sat. Crystal Palace heilluðu nýjan þjálfara Jóhann Berg Guðmundsson var í byrjunarliði Burnley sem tapaði 3-0 gegn Crystal Palace á Selhurst Park. Heimamenn spiluðu vel undir stjórn nýs þjálfara en Oliver Glasner tók á dögunum við starfi Roy Hodgson hjá Crystal Palace. Þeir gengu ágætlega í augun á nýjum þjálfara og sköpuðu sér heilan helling af marktækifærum. Josh Brownhill, leikmaður Burnley, var rekinn af velli á 35. mínútu þegar hann stöðvaði Jefferson Lerma frá því að sleppa einn í gegn. Manni fleiri fundu Palace menn loksins mörk í seinni hálfleik. Chris Richards opnaði reikninginn á 68. mínútu eftir stoðsendingu Jordan Ayew, sem skoraði annað markið sjálfur örskömmu síðar. Jean-Phillipe Mateta skoraði svo þriðja og síðasta mark leiksins af vítapunktinum á 79. mínútu. Fékk að líta gult áður en leikur hófst Brighton bjargaði stigi í uppbótartíma er þeir tóku á móti Everton, lokatölur 1-1. Leikur var ekki enn hafinn þegar Roberto De Zerbi, þjálfari Brighton, fór að rífa kjaft og fékk gult spjald frá dómara leiksins. Hans menn höfðu þó alla yfirburði í leiknum og sköpuðu sér mun fleiri færi, en gekk illa að koma boltanum í netið. Everton liðið lá þétt til baka og sóttu hratt í skyndisóknum. Það bar árangur fyrir gestina á 73. mínútu þegar Jarrad Branthwaite skoraði fyrsta mark leiksins fyrir Everton. Billy Gilmour, leikmaður Brighton, fékk að fjúka af velli skömmu síðar og útlit var fyrir að Everton tækju öll stigin þrjú en fyrirliðinn Lewis Dunk bjargaði stigi fyrir Brighton með marki í uppbótartíma.
Enski boltinn Tengdar fréttir Í beinni: Man. United - Fulham | Nú þarf einhver annar en Höjlund að skora? Manchester United hefur unnið fimm leiki í röð í öllum keppnum og Daninn Rasmus Höjlund hefur skorað í sex deildarleikjum í röð. Liðið verður hins vegar án Höjlund á næstunni því hann er meiddur. 24. febrúar 2024 14:30 Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fótbolti Aserar áhugalitlir og völlurinn hálftómur Sport Fleiri fréttir Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Sjá meira
Í beinni: Man. United - Fulham | Nú þarf einhver annar en Höjlund að skora? Manchester United hefur unnið fimm leiki í röð í öllum keppnum og Daninn Rasmus Höjlund hefur skorað í sex deildarleikjum í röð. Liðið verður hins vegar án Höjlund á næstunni því hann er meiddur. 24. febrúar 2024 14:30