„Þurfum að þora og þora að vera til“ Siggeir Ævarsson skrifar 20. febrúar 2024 20:49 Ingvar hafði ástæðu til að fagna í kvöld Vísir/Anton Brink Haukar glímdu við þriðja Suðurnesjaliðið í kvöld þegar liðið tók á móti Njarðvík í miklum spennuleik. Öfugt við síðustu tvo leiki þá kláruðu Haukar þennan jafna leik að lokum, lokatölur á Ásvöllum 88-78. Njarðvík jafnaði leikinn í stöðunni 72-72 og virtust Haukar þá mögulega hreinlega ætla að kasta leiknum frá sér. Ingvar Guðjónsson, þjálfari Hauka, viðurkenndi fúslega að síðustu tveir leikir hefðu verið fast á bakið eyrað á þeim tímapunkti. „Að sjálfsögðu, ég væri að ljúga ef ég myndi segja að ég hafi verið rólegur. Við sýndum karakter. Við erum búin að tala um þetta núna alla vikuna og síðustu vikur, að við þurfum að þora og þora að vera til. Láta finna fyrir okkur og klára þessa leiki. Hvernig þær svöruðu því að þær hafi jafnað hér í lokin var frábært.“ Miðað við hvernig leikurinn spilaðist og síðustu tveir leikir spiluðust, þá hefði það sennilega komið fáum á óvart ef þessi hefði þróast á sama veg. „Það hefði bara verið mjög eðlilegt að brotna í rauninni enn og aftur og kasta frá okkur tækifæri til að sigra leik í enn eitt skiptið. En eins og ég segi, þær sýndu mikinn karakter og kláruðu leikinn virkilega sterkt og ég er ánægður með það.“ Liðsframmistaða í vörn og sókn Aðspurður hvað það hefði verið sem skóp sigurinn fyrir utan mikinn karakter nefndi Ingvar liðsframmistöðuna þar sem allir hefðu lagt sig fram á báðum endum vallarins. „Mér fannst við fá framlag frá öllum, sama hvort það var varnar- eða sóknarlega. Allar sem komu inn á voru að leggja sig fram. Margar að leggja í púkkið sóknarlega þó þær hafi kannski ekki verið að skora mikið en voru að setja nokkur stig og stór stig. Varnarlega vorum við heilt yfir bara nokkuð góður en áttum að vísu í töluverðum vandræðum með Selenu. Sóknarfráköstin, ég hefði viljað gera betur þar og stíga betur út klára fráköstin. En bara frábær liðsframmistaða.“ Liðið stóð sig sannarlega vel en það var þó einn leikmaður sem stóð framar öðrum, Tinna Guðrún Alexendarsdóttir, sem skoraði körfur í öllum regnbogans litum og setti sex þrista í aðeins átta tilraunum. „Ég meina þetta getur hún. Seinustu fimm mínúturnar var kannski aðeins farið að draga af henni, hún fékk enga hvíld í seinni hálfleiknum. Hún var einhvern veginn þannig stemmd að við fundum ekki alveg mómentið til að gefa henni hvíld þannig að við reyndum að mjólka hana meðan við gátum. Hún spilaði frábærlega í kvöld.“ Tinna Guðrún Alexandersdóttir var að öðrum ólöstuðu besti leikmaður Hauka í kvöld með 28 stig (6/8 í þristum) og níu fráköst.Vísir/Anton Brink Þessi frammistaða hér í kvöld hlýtur að vera eitthvað sem liðið getur byggt ofan á fyrir framhaldið? „Algjörlega. Við erum búin að vera að byggja ofan á síðustu leiki. Frammistaðan hefur verið að verða betri og betri og það að klára loksins svona jafnan leik núna það gefur okkur vonandi ennþá meira sjálfstraust.“ Körfubolti Subway-deild kvenna Haukar Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Aldrei spilað þarna en sagði strax já Enski boltinn Dagskráin í dag: Messan, meistarar Víkings, píla og NFL-veisla Sport Fleiri fréttir Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Sjá meira
Njarðvík jafnaði leikinn í stöðunni 72-72 og virtust Haukar þá mögulega hreinlega ætla að kasta leiknum frá sér. Ingvar Guðjónsson, þjálfari Hauka, viðurkenndi fúslega að síðustu tveir leikir hefðu verið fast á bakið eyrað á þeim tímapunkti. „Að sjálfsögðu, ég væri að ljúga ef ég myndi segja að ég hafi verið rólegur. Við sýndum karakter. Við erum búin að tala um þetta núna alla vikuna og síðustu vikur, að við þurfum að þora og þora að vera til. Láta finna fyrir okkur og klára þessa leiki. Hvernig þær svöruðu því að þær hafi jafnað hér í lokin var frábært.“ Miðað við hvernig leikurinn spilaðist og síðustu tveir leikir spiluðust, þá hefði það sennilega komið fáum á óvart ef þessi hefði þróast á sama veg. „Það hefði bara verið mjög eðlilegt að brotna í rauninni enn og aftur og kasta frá okkur tækifæri til að sigra leik í enn eitt skiptið. En eins og ég segi, þær sýndu mikinn karakter og kláruðu leikinn virkilega sterkt og ég er ánægður með það.“ Liðsframmistaða í vörn og sókn Aðspurður hvað það hefði verið sem skóp sigurinn fyrir utan mikinn karakter nefndi Ingvar liðsframmistöðuna þar sem allir hefðu lagt sig fram á báðum endum vallarins. „Mér fannst við fá framlag frá öllum, sama hvort það var varnar- eða sóknarlega. Allar sem komu inn á voru að leggja sig fram. Margar að leggja í púkkið sóknarlega þó þær hafi kannski ekki verið að skora mikið en voru að setja nokkur stig og stór stig. Varnarlega vorum við heilt yfir bara nokkuð góður en áttum að vísu í töluverðum vandræðum með Selenu. Sóknarfráköstin, ég hefði viljað gera betur þar og stíga betur út klára fráköstin. En bara frábær liðsframmistaða.“ Liðið stóð sig sannarlega vel en það var þó einn leikmaður sem stóð framar öðrum, Tinna Guðrún Alexendarsdóttir, sem skoraði körfur í öllum regnbogans litum og setti sex þrista í aðeins átta tilraunum. „Ég meina þetta getur hún. Seinustu fimm mínúturnar var kannski aðeins farið að draga af henni, hún fékk enga hvíld í seinni hálfleiknum. Hún var einhvern veginn þannig stemmd að við fundum ekki alveg mómentið til að gefa henni hvíld þannig að við reyndum að mjólka hana meðan við gátum. Hún spilaði frábærlega í kvöld.“ Tinna Guðrún Alexandersdóttir var að öðrum ólöstuðu besti leikmaður Hauka í kvöld með 28 stig (6/8 í þristum) og níu fráköst.Vísir/Anton Brink Þessi frammistaða hér í kvöld hlýtur að vera eitthvað sem liðið getur byggt ofan á fyrir framhaldið? „Algjörlega. Við erum búin að vera að byggja ofan á síðustu leiki. Frammistaðan hefur verið að verða betri og betri og það að klára loksins svona jafnan leik núna það gefur okkur vonandi ennþá meira sjálfstraust.“
Körfubolti Subway-deild kvenna Haukar Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Aldrei spilað þarna en sagði strax já Enski boltinn Dagskráin í dag: Messan, meistarar Víkings, píla og NFL-veisla Sport Fleiri fréttir Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum