Vann Ísland tvisvar á síðasta ári og á nú að bjarga Napoli Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. febrúar 2024 08:30 Francesco Calzona fagnar hér sigri á íslenska landsliðinu og um leið sæti á EM í Þýskalandi. Getty/Christian Hofer Óhætt er að segja að þjálfarastóllinn hjá Napoli sé sá heitasti í dag. Ítölsku meistararnir ráku í gær sinn annan þjálfara á þessu tímabili og það aðeins tveimur dögum fyrir leik liðsins á móti Barcelona í Meistaradeildinni. Napoli rak í gær Walter Mazzarri en hann hafði tekið við liðinu í nóvember síðastliðnum eftir að Rudi Garcia var rekinn. Garcia var heldur ekki lengi í starfinu því hann tók við um sumarið eftir að sá sem gerði liðið að ítölskum meisturum í fyrravor, Luciano Spalletti, yfirgaf félagið. Napoli vann í fyrravetur sinn fyrsta meistaratitil síðan að Diego Maradona var leikmaður liðsins árið 1990. Liðið hefur ekki alveg náð að fylgja því eftir og er bara í níunda sæti í deildinni eins og stendur. BREAKING: Napoli are set to sack head coach Walter Mazzarri.It happens ahead of #UCL game vs Barcelona, as reported after he replaced Rudi Garcia in October. Slovakia head coach Francesco Calzona will replace Mazzarri with immediate effect, deal being finalised. pic.twitter.com/76XZg2vPU5— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) February 19, 2024 Undir stjórn Walter Mazzarri vann liðið aðeins sex af sautján leikjum sínum og sá síðasti var 1-1 jafnteflisleikur á heimavelli á móti Alberti Guðmundssyni og félögum um helgina.Aurelio De Laurentiis, eigandi Napoli, var þá búinn að sjá nóg enda liðið aðeins búið að fagna einu sinni sigri í síðustu fimm leikjum. De Laurentiis var fljótur að finna eftirmann og það er Ítalinn Francesco Calzona. Calzona er reyndar í öðru starfi því hann er þjálfar slóvakíska landsliðsins. Slóvakar eru að fara að taka þátt í Evrópumótinu í Þýskalandi í sumar en liðið varð í öðru sæti í riðli Íslands, á eftir Portúgal sem vann alla tíu leiki sína. Slóvakar skoruðu sautján mörk eða jafnmörg og íslenska landsliðið en þeir fengu tólf fleiri stig. Francesco Calzona has just signed his contract as new Napoli head coach until the end of the season.Calzona will remain in charge also as Slovakia national team head coach. Deal signed 48h before UCL clash vs Barça, as first training session will take place tomorrow. pic.twitter.com/RwSyZWYW79— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) February 19, 2024 Slóvakíska liðið vann báða leikina á móti Íslandi, fyrst 2-1 á Laugardalsvellinum í júní í fyrra og svo 4-2 sigur í Slóvakíu í nóvember en með þeim sigri tryggði liðið sér endanlega sæti á EM. Calzona er 55 ára gamall en hann gerði stuttan samning um að stýra Napoli liðinu út tímabilið. Calzona þekkir vel til hjá Napoli því hann var í starfsliði Spalletti áður en hann tók við þjálfun slóvakíska landsliðsins. Fyrsti leikurinn undir hans stjórn verður á móti Barcelona annað kvöld sem er fyrri leikur liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Svo taka við deildarleikir við Cagliari, Sassuolo, Juventus og Torino áður en kemur að seinni leiknum á Spáni. Ítalski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Fleiri fréttir Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Sjá meira
Napoli rak í gær Walter Mazzarri en hann hafði tekið við liðinu í nóvember síðastliðnum eftir að Rudi Garcia var rekinn. Garcia var heldur ekki lengi í starfinu því hann tók við um sumarið eftir að sá sem gerði liðið að ítölskum meisturum í fyrravor, Luciano Spalletti, yfirgaf félagið. Napoli vann í fyrravetur sinn fyrsta meistaratitil síðan að Diego Maradona var leikmaður liðsins árið 1990. Liðið hefur ekki alveg náð að fylgja því eftir og er bara í níunda sæti í deildinni eins og stendur. BREAKING: Napoli are set to sack head coach Walter Mazzarri.It happens ahead of #UCL game vs Barcelona, as reported after he replaced Rudi Garcia in October. Slovakia head coach Francesco Calzona will replace Mazzarri with immediate effect, deal being finalised. pic.twitter.com/76XZg2vPU5— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) February 19, 2024 Undir stjórn Walter Mazzarri vann liðið aðeins sex af sautján leikjum sínum og sá síðasti var 1-1 jafnteflisleikur á heimavelli á móti Alberti Guðmundssyni og félögum um helgina.Aurelio De Laurentiis, eigandi Napoli, var þá búinn að sjá nóg enda liðið aðeins búið að fagna einu sinni sigri í síðustu fimm leikjum. De Laurentiis var fljótur að finna eftirmann og það er Ítalinn Francesco Calzona. Calzona er reyndar í öðru starfi því hann er þjálfar slóvakíska landsliðsins. Slóvakar eru að fara að taka þátt í Evrópumótinu í Þýskalandi í sumar en liðið varð í öðru sæti í riðli Íslands, á eftir Portúgal sem vann alla tíu leiki sína. Slóvakar skoruðu sautján mörk eða jafnmörg og íslenska landsliðið en þeir fengu tólf fleiri stig. Francesco Calzona has just signed his contract as new Napoli head coach until the end of the season.Calzona will remain in charge also as Slovakia national team head coach. Deal signed 48h before UCL clash vs Barça, as first training session will take place tomorrow. pic.twitter.com/RwSyZWYW79— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) February 19, 2024 Slóvakíska liðið vann báða leikina á móti Íslandi, fyrst 2-1 á Laugardalsvellinum í júní í fyrra og svo 4-2 sigur í Slóvakíu í nóvember en með þeim sigri tryggði liðið sér endanlega sæti á EM. Calzona er 55 ára gamall en hann gerði stuttan samning um að stýra Napoli liðinu út tímabilið. Calzona þekkir vel til hjá Napoli því hann var í starfsliði Spalletti áður en hann tók við þjálfun slóvakíska landsliðsins. Fyrsti leikurinn undir hans stjórn verður á móti Barcelona annað kvöld sem er fyrri leikur liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Svo taka við deildarleikir við Cagliari, Sassuolo, Juventus og Torino áður en kemur að seinni leiknum á Spáni.
Ítalski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Fleiri fréttir Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Sjá meira