Stígur á bremsuna í málefnum innflytjenda Samúel Karl Ólason skrifar 17. febrúar 2024 17:05 Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada. AP/John Woods Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, ætlar að draga úr fjölda innflytjenda sem fá að setjast að í Kanada. Trudeau hefur lengi hyllt innflytjendur sem flytja til Kanada en umfangsmiklar breytingar hafa orðið á viðhorfi almennings í Kanada varðandi málaflokkinn, samhliða skorti á húsnæði og auknu álagi á heilbrigðiskerfi landsins. Faðir forsætisráðherrans, Pierre Trudeau, sem var einnig forsætisráðherra á áttunda áratug síðustu aldar barðist fyrir auknu flæði innflytjenda á sínum tíma og viðhorf Kanadamanna til innflytjenda hefur síðan þá verið mjög jákvætt. Það hefur þó breyst hratt á undanförnum árum. Samhliða því hefur Kanadamönnum fjölgað verulega hratt og sérstaklega Kanadamönnum af erlendu bergi brotnu. Rúmlega tuttugu prósent allra kanadískra ríkisborgara fæddust í öðru landi. Í frétt Reuters segir að viðhorf almennings varðandi innflytjendur hafi verið í hæstu hæðum árið 2020. Í lok árs 2023 hafði neikvæðni almennings ekki mælst meiri í að minnsta kosti þrjá áratugi. Í október sögðu 44,5 prósent Kanadamanna að innflytjendur væru orðnir of margir og vísuðu flestir þeirra til skorts á húsnæði og hátt leiguverðs sem helstu ástæðuna fyrir því að þau væru þessar skoðunar. Sjá einnig: Viðhorf Íra til innflytjenda að breytast hratt Trudeau á á brattann að sækja, sé miðað við skoðanakannanir í Kanada, fyrir væntanlegar kosningar á næsta ári. Hann mælist töluvert á eftir Pierre Poilievre, leiðtoga Íhaldsflokksins. Trudeau þarf að vinna sér inn milljónir atkvæða, vilji hann verða forsætisráðherra í fjórða sinn. Poilievre hefur ekki verið mjög málglaður um málefni innflytjenda í Kanada en sérfræðingur sagði í samtali við Reuters að hann þyrfti að vinna sér inn atkvæði fólks í þéttbýlum borgum landsins og þar væri mikið af innflytjendum sem hann hefði ekki efni á að reita til reiði. Marc Miller, innanríkisráðherra Kanada, sagði í viðtali við Reuters í síðasta mánuði að yfirvöld hefðu misst tökin á flæði innflytjenda. Það þyrfti að beisla það aftur því Kanada væri ekki ónæmt fyrir þeirri pólaríseringu sem bersýnileg væri í Bandaríkjunum. Kanada Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Fleiri fréttir Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Sjá meira
Faðir forsætisráðherrans, Pierre Trudeau, sem var einnig forsætisráðherra á áttunda áratug síðustu aldar barðist fyrir auknu flæði innflytjenda á sínum tíma og viðhorf Kanadamanna til innflytjenda hefur síðan þá verið mjög jákvætt. Það hefur þó breyst hratt á undanförnum árum. Samhliða því hefur Kanadamönnum fjölgað verulega hratt og sérstaklega Kanadamönnum af erlendu bergi brotnu. Rúmlega tuttugu prósent allra kanadískra ríkisborgara fæddust í öðru landi. Í frétt Reuters segir að viðhorf almennings varðandi innflytjendur hafi verið í hæstu hæðum árið 2020. Í lok árs 2023 hafði neikvæðni almennings ekki mælst meiri í að minnsta kosti þrjá áratugi. Í október sögðu 44,5 prósent Kanadamanna að innflytjendur væru orðnir of margir og vísuðu flestir þeirra til skorts á húsnæði og hátt leiguverðs sem helstu ástæðuna fyrir því að þau væru þessar skoðunar. Sjá einnig: Viðhorf Íra til innflytjenda að breytast hratt Trudeau á á brattann að sækja, sé miðað við skoðanakannanir í Kanada, fyrir væntanlegar kosningar á næsta ári. Hann mælist töluvert á eftir Pierre Poilievre, leiðtoga Íhaldsflokksins. Trudeau þarf að vinna sér inn milljónir atkvæða, vilji hann verða forsætisráðherra í fjórða sinn. Poilievre hefur ekki verið mjög málglaður um málefni innflytjenda í Kanada en sérfræðingur sagði í samtali við Reuters að hann þyrfti að vinna sér inn atkvæði fólks í þéttbýlum borgum landsins og þar væri mikið af innflytjendum sem hann hefði ekki efni á að reita til reiði. Marc Miller, innanríkisráðherra Kanada, sagði í viðtali við Reuters í síðasta mánuði að yfirvöld hefðu misst tökin á flæði innflytjenda. Það þyrfti að beisla það aftur því Kanada væri ekki ónæmt fyrir þeirri pólaríseringu sem bersýnileg væri í Bandaríkjunum.
Kanada Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Fleiri fréttir Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Sjá meira