Harry Kane einu skrefi nær því óhugsandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. febrúar 2024 12:31 Þetta var vægast sagt vandræðaleg vika fyrir Harry Kane og félaga í Bayern München. APMartin Meissner) Harry Kane vildi komast til liðs til að vinna loksins titla. Hann valdi þýsku meistarana í Bayern München og allir héldu að langþráður titill væri um leið kominn í höfn. Annað hefur komið á daginn. Það efast enginn um hæfileika Kane enda einn mesti markaskorari í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Hann hefur líka raðað inn mörkum með Bæjurum og er langmarkahæstur í þýsku deildinni með 24 mörk. Hann skoraði líka fullt af mörkum með Tottenham liðinu en tókst aldrei að vinna titil á þeim fjórtán árum sem hann var þar. It has taken Harry Kane just 8 months to turn Bayern Munich into Tottenham.What an impact. pic.twitter.com/qRKJncSWqY— Football Tweet (@Football__Tweet) February 14, 2024 Nú er hann einu skrefi nær því óhugsandi. Að vinna ekki titil með liðinu sem hefur orðið Þýskalandsmeistari ellefu ár í röð. Bayern hefur unnið að minnsta kosti einn titil á hverju tímabili frá 2011-12 þegar þeir misstu þýska meistaratitilinn til Jürgen Klopp og lærisveina hans í Dortmund. Frammistaða Harry Kane og Bayern liðsins í síðustu tveimur leikjum er risaáhyggjuefni enda voru undir tveir síðustu titlarnir í boði. Fyrst steinlá liðið 3-0 í toppslagnum á móti Bayer Leverkusen og er fyrir vikið nú fimm stigum á eftir lærisveinum Xabi Alonso. Í gær tapaði Bayern síðan 1-0 á móti Lazio í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Lazio lék stóran hluta seinni hálfleik manni fleiri en tókst ekki að bæta við mörkum. Kannski sem betur fer fyrir þá þýsku. Bayern liðið á auðvitað seinni leikinn eftir en miðað við sjálfstraustleysið og ráðaleysið í leik liðsins er það langt frá því að vera sjálfgefið að liðið komi þar til baka. Liðið hefur náð samanlagt aðeins einu skoti á mark í þessum tveimur síðustu leikjum og Kane hefur verið eins og skugginn af sjálfum sér. Áður hafði liðið dottið út úr þýska bikarnum á móti C-deildarliði Saarbrücken og tapaði 3-0 í meistarakeppninni á móti RB Leipzig. Pressan er mikil á liðinu og ekki síst á Thomas Tuchel þjálfara. Það gerir framhaldið ekki auðveldara en verst af öllu er að liðið ber sig ekki eins og stórlið. Að mæta svo máttlaust til leiks í þessa tvo mikilvægu leiki segir mikið til um ástandið og það lítur hreinlega út fyrir það að Kane fái ekki að lyfta bikar í vor. Sem betur fer er þó seinni leikurinn á móti Lazio ekki fyrr en eftir þrjár vikur. Bæjarar hafa því tíma til að spila sig í gang. View this post on Instagram A post shared by TNT Sports (@tntsports) Þýski boltinn Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Arsenal í undanúrslit eftir vító Enski boltinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport Fleiri fréttir Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Sjá meira
Það efast enginn um hæfileika Kane enda einn mesti markaskorari í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Hann hefur líka raðað inn mörkum með Bæjurum og er langmarkahæstur í þýsku deildinni með 24 mörk. Hann skoraði líka fullt af mörkum með Tottenham liðinu en tókst aldrei að vinna titil á þeim fjórtán árum sem hann var þar. It has taken Harry Kane just 8 months to turn Bayern Munich into Tottenham.What an impact. pic.twitter.com/qRKJncSWqY— Football Tweet (@Football__Tweet) February 14, 2024 Nú er hann einu skrefi nær því óhugsandi. Að vinna ekki titil með liðinu sem hefur orðið Þýskalandsmeistari ellefu ár í röð. Bayern hefur unnið að minnsta kosti einn titil á hverju tímabili frá 2011-12 þegar þeir misstu þýska meistaratitilinn til Jürgen Klopp og lærisveina hans í Dortmund. Frammistaða Harry Kane og Bayern liðsins í síðustu tveimur leikjum er risaáhyggjuefni enda voru undir tveir síðustu titlarnir í boði. Fyrst steinlá liðið 3-0 í toppslagnum á móti Bayer Leverkusen og er fyrir vikið nú fimm stigum á eftir lærisveinum Xabi Alonso. Í gær tapaði Bayern síðan 1-0 á móti Lazio í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Lazio lék stóran hluta seinni hálfleik manni fleiri en tókst ekki að bæta við mörkum. Kannski sem betur fer fyrir þá þýsku. Bayern liðið á auðvitað seinni leikinn eftir en miðað við sjálfstraustleysið og ráðaleysið í leik liðsins er það langt frá því að vera sjálfgefið að liðið komi þar til baka. Liðið hefur náð samanlagt aðeins einu skoti á mark í þessum tveimur síðustu leikjum og Kane hefur verið eins og skugginn af sjálfum sér. Áður hafði liðið dottið út úr þýska bikarnum á móti C-deildarliði Saarbrücken og tapaði 3-0 í meistarakeppninni á móti RB Leipzig. Pressan er mikil á liðinu og ekki síst á Thomas Tuchel þjálfara. Það gerir framhaldið ekki auðveldara en verst af öllu er að liðið ber sig ekki eins og stórlið. Að mæta svo máttlaust til leiks í þessa tvo mikilvægu leiki segir mikið til um ástandið og það lítur hreinlega út fyrir það að Kane fái ekki að lyfta bikar í vor. Sem betur fer er þó seinni leikurinn á móti Lazio ekki fyrr en eftir þrjár vikur. Bæjarar hafa því tíma til að spila sig í gang. View this post on Instagram A post shared by TNT Sports (@tntsports)
Þýski boltinn Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Arsenal í undanúrslit eftir vító Enski boltinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport Fleiri fréttir Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Sjá meira