Messi fékk 32 milljónir á sekúndu í Super Bowl Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. febrúar 2024 11:01 Lionel Messi í auglýsingunni sem var sýnd í hálfleik á Super Bowl leiknum. Michelob ULTRA Argentínski knattspyrnusnillingurinn Lionel Messi kom í fyrsta sinn við sögu í Super Bowl leiknum um helgina, ekki þó inn á vellinum heldur í rándýrri auglýsingu í hálfleiknum. Fyrir þessa sextíu sekúndna auglýsingu þá fékk Messi borgaðar fjórtán milljónir dollara eða 1,9 milljarða króna. Þetta er samkvæmt heimildum hjá bæði El Colombiano og Talk Sport. Það þýðir að Argentínumaðurinn var að fá 32 milljónir króna á hverja sekúndu sem hann var á skjánum. @MichelobULTRA ha deciso di sfruttare l intervallo del #SuperBowl per richiamare l attenzione su un altro evento sportivo: la Coppa America. Protagonista dello #spot, i cui costi potrebbero aver superato 14 milioni di dollari, è #Messi.https://t.co/r1ABWezR0d— Inside Marketing (@InsideMarketing) February 9, 2024 Messi sagði þó ekki mikið í auglýsngunni, nokkur orð á spænsku, en þetta snerist aðallega um leik hans með fótboltann. Hann var staddur á strönd að bíða eftir bjórnum sínum. Auglýsandinn var bjórframleiðandinn Michelob Ultra. Í auglýsingunni voru líka NFL goðsögnin Dan Marino og bandaríski gamanleikarinn Jason Sudeikis. Sudeikis er þekktastur fyrir að leika Ted Lasso og Marino er jafnan talinn með bestu leikstjórnendum sögunnar og lék líka hlutverk í Ace Ventura á sínum tíma. Auglýsingaplássið í Super Bowl leiknum er það dýrasta í bandarísku sjónvarpi og fyrirtækin, sem kaupa mínútur, þar leggja gríðarlega mikið í auglýsingar sínar. Þar má oft sjá mjög þekkt fólk og oft í mjög fyndnum aðstæðum. Það gerir Super Bowl auglýsingarnar líka með skemmtilegri auglýsingum sem sjónvarpsáhorfendur sjá. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=fcicwfR5Xx8">watch on YouTube</a> Bandaríski fótboltinn Ofurskálin Mest lesið Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring Sport „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Enski boltinn Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Körfubolti Úr efstu deild í fótbolta á HM í utanvegahlaupum: „Ætla að njóta sársaukans“ Sport Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Fótbolti Chiesa græðir á óheppni landa síns Fótbolti Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Íslenski boltinn Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Enski boltinn Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Sérfræðingur ánægður með Frey sem vill íslenska geðveiki Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Chiesa græðir á óheppni landa síns Funheitur Messi tryggði Inter Miami í úrslitakeppnina Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Stífla Álvarez brast í dramatískum sigri Atlético Tvenna Jesus dugði ekki er Antony sótti stigið Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum Elías hélt marki Midtjylland hreinu í Evrópudeildinni Sandra María komin á blað í Þýskalandi Sveinn skoraði í tíu marka leik gegn liði úr C-deild Botnslagurinn færður Segir að Wirtz væri betur borgið hjá Bayern en Liverpool Óheppnin eltir Gavi Ragnar er fyrir ofan bankastjórann í Fantasy-deild Kaupþings Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Sérfræðingar SÞ biðla til FIFA að banna Ísrael Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Sjáðu fyrsta mark Isak og ruglað rautt spjald Ekitike Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Sjá meira
Fyrir þessa sextíu sekúndna auglýsingu þá fékk Messi borgaðar fjórtán milljónir dollara eða 1,9 milljarða króna. Þetta er samkvæmt heimildum hjá bæði El Colombiano og Talk Sport. Það þýðir að Argentínumaðurinn var að fá 32 milljónir króna á hverja sekúndu sem hann var á skjánum. @MichelobULTRA ha deciso di sfruttare l intervallo del #SuperBowl per richiamare l attenzione su un altro evento sportivo: la Coppa America. Protagonista dello #spot, i cui costi potrebbero aver superato 14 milioni di dollari, è #Messi.https://t.co/r1ABWezR0d— Inside Marketing (@InsideMarketing) February 9, 2024 Messi sagði þó ekki mikið í auglýsngunni, nokkur orð á spænsku, en þetta snerist aðallega um leik hans með fótboltann. Hann var staddur á strönd að bíða eftir bjórnum sínum. Auglýsandinn var bjórframleiðandinn Michelob Ultra. Í auglýsingunni voru líka NFL goðsögnin Dan Marino og bandaríski gamanleikarinn Jason Sudeikis. Sudeikis er þekktastur fyrir að leika Ted Lasso og Marino er jafnan talinn með bestu leikstjórnendum sögunnar og lék líka hlutverk í Ace Ventura á sínum tíma. Auglýsingaplássið í Super Bowl leiknum er það dýrasta í bandarísku sjónvarpi og fyrirtækin, sem kaupa mínútur, þar leggja gríðarlega mikið í auglýsingar sínar. Þar má oft sjá mjög þekkt fólk og oft í mjög fyndnum aðstæðum. Það gerir Super Bowl auglýsingarnar líka með skemmtilegri auglýsingum sem sjónvarpsáhorfendur sjá. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=fcicwfR5Xx8">watch on YouTube</a>
Bandaríski fótboltinn Ofurskálin Mest lesið Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring Sport „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Enski boltinn Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Körfubolti Úr efstu deild í fótbolta á HM í utanvegahlaupum: „Ætla að njóta sársaukans“ Sport Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Fótbolti Chiesa græðir á óheppni landa síns Fótbolti Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Íslenski boltinn Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Enski boltinn Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Sérfræðingur ánægður með Frey sem vill íslenska geðveiki Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Chiesa græðir á óheppni landa síns Funheitur Messi tryggði Inter Miami í úrslitakeppnina Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Stífla Álvarez brast í dramatískum sigri Atlético Tvenna Jesus dugði ekki er Antony sótti stigið Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum Elías hélt marki Midtjylland hreinu í Evrópudeildinni Sandra María komin á blað í Þýskalandi Sveinn skoraði í tíu marka leik gegn liði úr C-deild Botnslagurinn færður Segir að Wirtz væri betur borgið hjá Bayern en Liverpool Óheppnin eltir Gavi Ragnar er fyrir ofan bankastjórann í Fantasy-deild Kaupþings Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Sérfræðingar SÞ biðla til FIFA að banna Ísrael Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Sjáðu fyrsta mark Isak og ruglað rautt spjald Ekitike Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Sjá meira