Lennon hættur eftir hundrað mörk: „Ekki eitthvað sem ég planaði“ Sindri Sverrisson skrifar 13. febrúar 2024 15:30 Steven Lennon er einn besti leikmaður í sögu efstu deildar. vísir/Hulda Margrét Skoski knattspyrnumaðurinn Steven Lennon, markahæsti erlendi leikmaður í sögu efstu deildar á Íslandi, er hættur að spila fótbolta og hefur snúið sér að þjálfun. Lennon greinir frá þessu í viðtali við Fótbolta.net í dag. Hann spilaði á Íslandi stærstan hluta síns ferils sem byrjaði þó hjá skoska stórveldinu Rangers. Lennon er einn af aðeins fimm leikmönnum sem skorað hafa hundrað mörk í efstu deild á Íslandi, og enn sá markahæsti af þeim erlendu. Hann skoraði alls 101 mark og er tveimur mörkum fyrir ofan danska Valsmanninn Patrick Pedersen. Lennon er ásamt Guðmundi Steinssyni í 4.-5. sæti yfir markahæstu menn efstu deildar, en Tryggvi Guðmundsson er sá markahæsti með 131 mark. Í viðtali við Fótbolta.net kveðst Lennon ekki hafa haft í hyggju að leggja skóna á hilluna eftir síðasta tímabil, sem hann lauk sem lánsmaður frá FH hjá Þrótti. Hann skoraði sigurmark í lokaleik sínum, gegn Aftureldingu, þegar Þróttarar tryggðu sér áframhaldandi veru í Lengjudeildinni. Steven Lennon hefur fagnað alls 101 marki í efstu deild á Íslandi.vísir/Daníel „Þetta var ekki eitthvað sem ég planaði að gera. Ef þú hefðir spurt mig á sama tíma á síðasta ári þá hefði ég sagt að ég ætlaði að spila til fertugs. En þetta tækifæri kom upp og ég er að njóta þess mikið,“ segir Lennon sem hefur snúið sér að þjálfun yngri flokka í FH. „Ég er formlega hættur að spila fótbolta. Ég get sagt þér frá því. Það komu upp tækifæri fyrir mig en það hefði tekið mikinn tíma frá mér. Ég hugsaði um þetta lengi en ég taldi það besta að einbeita mér alfarið að þjálfuninni. Það er það sem ég ætla að gera,“ segir Lennon. Lennon kom fyrst til Íslands árið 2011 til að spila undir stjórn Þorvaldar Örlygssonar hjá Fram. Þar var hann í þrjú ár en fór svo til FH þar sem hann spilaði í heilan áratug en síðustu mánuði ferilsins var hann að láni hjá Þrótti eins og fyrr segir. Besta deild karla FH Þróttur Reykjavík Fram Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Enska augnablikið: Sá allra svalasti Enski boltinn Ingibjörg seld til Freiburg Fótbolti Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn Fleiri fréttir „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Sjá meira
Lennon greinir frá þessu í viðtali við Fótbolta.net í dag. Hann spilaði á Íslandi stærstan hluta síns ferils sem byrjaði þó hjá skoska stórveldinu Rangers. Lennon er einn af aðeins fimm leikmönnum sem skorað hafa hundrað mörk í efstu deild á Íslandi, og enn sá markahæsti af þeim erlendu. Hann skoraði alls 101 mark og er tveimur mörkum fyrir ofan danska Valsmanninn Patrick Pedersen. Lennon er ásamt Guðmundi Steinssyni í 4.-5. sæti yfir markahæstu menn efstu deildar, en Tryggvi Guðmundsson er sá markahæsti með 131 mark. Í viðtali við Fótbolta.net kveðst Lennon ekki hafa haft í hyggju að leggja skóna á hilluna eftir síðasta tímabil, sem hann lauk sem lánsmaður frá FH hjá Þrótti. Hann skoraði sigurmark í lokaleik sínum, gegn Aftureldingu, þegar Þróttarar tryggðu sér áframhaldandi veru í Lengjudeildinni. Steven Lennon hefur fagnað alls 101 marki í efstu deild á Íslandi.vísir/Daníel „Þetta var ekki eitthvað sem ég planaði að gera. Ef þú hefðir spurt mig á sama tíma á síðasta ári þá hefði ég sagt að ég ætlaði að spila til fertugs. En þetta tækifæri kom upp og ég er að njóta þess mikið,“ segir Lennon sem hefur snúið sér að þjálfun yngri flokka í FH. „Ég er formlega hættur að spila fótbolta. Ég get sagt þér frá því. Það komu upp tækifæri fyrir mig en það hefði tekið mikinn tíma frá mér. Ég hugsaði um þetta lengi en ég taldi það besta að einbeita mér alfarið að þjálfuninni. Það er það sem ég ætla að gera,“ segir Lennon. Lennon kom fyrst til Íslands árið 2011 til að spila undir stjórn Þorvaldar Örlygssonar hjá Fram. Þar var hann í þrjú ár en fór svo til FH þar sem hann spilaði í heilan áratug en síðustu mánuði ferilsins var hann að láni hjá Þrótti eins og fyrr segir.
Besta deild karla FH Þróttur Reykjavík Fram Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Enska augnablikið: Sá allra svalasti Enski boltinn Ingibjörg seld til Freiburg Fótbolti Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn Fleiri fréttir „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Sjá meira