Orri og Alex í hóp gegn Man. City í kvöld Sindri Sverrisson skrifar 13. febrúar 2024 14:46 Orri Steinn Óskarsson hefur meðal annars spilað á Old Trafford og Allianz Arena í vetur. Getty/Richard Sellers Mögulegt er að Rúnar Alex Rúnarsson spili sinn fyrsta leik fyrir FC Kaupmannahöfn í kvöld og Orri Steinn Óskarsson er einnig í leikmannahópi liðsins, í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. FCK mætir ríkjandi Evrópumeisturum Manchester City, á Parken í Kaupmannahöfn, og hefst leikurinn klukkan 20. Nær öruggt má telja að Kamil Grabara verði í marki FCK en Rúnar Alex verður til taks á varamannabekknum, eftir að hafa verið fenginn frá Arsenal um síðustu mánaðamót. Orri Steinn bíður enn eftir sínum fyrsta byrjunarliðsleik í Meistaradeildinni en hann kom við sögu í fimm leikjum af sex í riðlakeppninni í haust. Löng bið milli leikja hjá FCK Leikurinn í kvöld er sá fyrsti hjá FCK síðan liðið vann Galatasaray 1-0 í Meistaradeildinni 12. desember, því frí er í dönsku úrvalsdeildinni. Hjá dönsku meisturunum er Lukas Lerager í banni og þeir David Khocholava, Theo Sander, Nicolai Boilesen og Emil Højlund eru meiddir. Manchester City getur teflt fram sínu sterkasta liði og vill sjálfsagt ekki falla í sömu gryfju og Manchester United sem tapaði á Parken í haust, og féll úr keppni. City-menn geta enn unnið þrefalt rétt eins og á síðustu leiktíð, og orðið þannig fyrstir í sögunni til að verja þrennu, en Pep Guardiola er ekkert of bjartsýnn á slíkt ævintýri: „Við erum með 99,99% líkur á að okkur takist ekki að vinna þrennuna því það hefur aldrei, aldrei, aldrei, aldrei tekist,“ sagði Guardiola á blaðamannafundi á föstudaginn. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Ingibjörg seld til Freiburg Fótbolti Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Fleiri fréttir Úr ensku boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Sjá meira
FCK mætir ríkjandi Evrópumeisturum Manchester City, á Parken í Kaupmannahöfn, og hefst leikurinn klukkan 20. Nær öruggt má telja að Kamil Grabara verði í marki FCK en Rúnar Alex verður til taks á varamannabekknum, eftir að hafa verið fenginn frá Arsenal um síðustu mánaðamót. Orri Steinn bíður enn eftir sínum fyrsta byrjunarliðsleik í Meistaradeildinni en hann kom við sögu í fimm leikjum af sex í riðlakeppninni í haust. Löng bið milli leikja hjá FCK Leikurinn í kvöld er sá fyrsti hjá FCK síðan liðið vann Galatasaray 1-0 í Meistaradeildinni 12. desember, því frí er í dönsku úrvalsdeildinni. Hjá dönsku meisturunum er Lukas Lerager í banni og þeir David Khocholava, Theo Sander, Nicolai Boilesen og Emil Højlund eru meiddir. Manchester City getur teflt fram sínu sterkasta liði og vill sjálfsagt ekki falla í sömu gryfju og Manchester United sem tapaði á Parken í haust, og féll úr keppni. City-menn geta enn unnið þrefalt rétt eins og á síðustu leiktíð, og orðið þannig fyrstir í sögunni til að verja þrennu, en Pep Guardiola er ekkert of bjartsýnn á slíkt ævintýri: „Við erum með 99,99% líkur á að okkur takist ekki að vinna þrennuna því það hefur aldrei, aldrei, aldrei, aldrei tekist,“ sagði Guardiola á blaðamannafundi á föstudaginn.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Ingibjörg seld til Freiburg Fótbolti Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Fleiri fréttir Úr ensku boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Sjá meira