Stólarnir hafa ekki fagnað sigri í Garðabænum í 62 mánuði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. febrúar 2024 15:01 Keyshawn Woods í leik með Tindastól í Garðabænum á síðasta tímabili. Vísir/Hulda Margrét Stólarnir eru í óvæntri stöðu í karlakörfunni og tap í kvöld gæti orðið Íslandsmeisturunum frá Sauðárkróki mjög dýrkeypt í titilvörninni. Eins og staðan er í dag þá eru þeir langt frá því að vera öruggir með sæti í úrslitakeppninni. Stjarnan tekur á móti Tindastól klukkan 19.15 í Umhyggjuhöllinni í Garðabænum í kvöld í gríðarlega mikilvægum leik fyrir bæði lið í baráttunni um sæti í úrslitakeppni Subway deildar karla í körfubolta. Liðin eru jöfn að stigum í áttunda og níunda sæti deildarinnar en Íslandsmeistarar Tindastóls eru neðar vegna sex stiga taps í fyrri leik liðanna. Garðbæingar haft enn fremur haft góð tök á Stólunum síðustu ár. Stjarnan hefur unnið sjö af síðustu níu leikjum félaganna í deild og bikarkeppni þar á meðal báða leiki þeirra á árinu 2023. Staðan er enn verri þegar litið er á heimsóknir Tindastólsliðsins í Garðabæinn. Stjarnan hefur unnið alla heimaleiki sína á móti Tindastól á síðustu fimm árum eða alls fimm leiki í röð í deild (4) og bikar (1). Tindastóll vann síðast í Ásgarði 16. nóvember 2018 og síðan eru liðnir 62 mánuðir og 24 dagar að auki. Áttunda sæti gefur sæti í úrslitakeppninni en ekki það níunda. Vinni Stjarnan leikinn verða þeir í raun með fjögurra stiga forskot á Tindastólsliðið, tveimur stigum meira sem og betri árangur í innbyrðis leikjum. Síðustu leikir Stjörnunnar og Tindastóls í Umhyggjuhöllinni í Garðabænum: 9. febrúar 2023 (Deild): 11 stiga sigur Stjörnunnar (79-68) 18. nóvember 2021 (Deild): 14 stiga sigur Stjörnunnar(87-73) 16. september 2021 (Bikar): 5 stiga sigur Stjörnunnar (86-81) 1. mars 2021 (Deild): 5 stiga sigur Stjörnunnar (98-93) 17. janúar 2020 (Deild): 7 stiga tsigur Stjörnunnar (73-66) * Tindastóll vann síðast í Garðabænum 16. nóvember 2018, þá 9 stiga sigur (77-68) Stjarnan á líka reynda á brattan að sækja enda er liðið búið að tapa tveimur leikjum í röð og fjórum af fimm leikjum sínum eftir áramót. Liðið var í fimmta sæti um áramótin en er nú dottið niður í áttunda sætið. Stólarnir voru í fjórða sæti um jólin en hafa hrunið niður um fimm sæti. Fyrri leikurinn á Króknum fór í framlengingu. Stjarnan vann hana 14-8 og þar með leikinn 84-78. Tindastólsliðið var fimm stigum yfir eftir fyrsta leikhluta en Stjörnumenn snéru leiknum á hvolf með því að vinna annan leikhlutann 23-10. James Ellisor tryggði Stjörnunni framlengingu þegar hann jafnaði metin í 70-70 en hann endaði leikinn með 34 stig og 64 prósent skotnýtingu. Stólarnir léku án Bandaríkjamanns og án Sigtryggs Arnars Björnssonar í leiknum og munaði auðvitað miklu um það. Það dugði þeim ekki að Þórir Þorbjarnarson var með þrennu (26 stig, 14 fráköst og 10 stoðsendingar). Þórir skoraði sjö af átta stigum liðsins í framlengingunni og þurfti augljóslega á meiri hjálp að halda. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin klukkan 19.00. Strax eftir leik verður síðan Subway Körfuboltakvöld á sömu rás. Subway-deild karla Tindastóll Stjarnan Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Liverpool - Wolves | Jota heiðraður á Anfield Enski boltinn Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Arsenal - Brighton | Halda Skytturnar toppsætinu? Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Fleiri fréttir Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Sjá meira
Stjarnan tekur á móti Tindastól klukkan 19.15 í Umhyggjuhöllinni í Garðabænum í kvöld í gríðarlega mikilvægum leik fyrir bæði lið í baráttunni um sæti í úrslitakeppni Subway deildar karla í körfubolta. Liðin eru jöfn að stigum í áttunda og níunda sæti deildarinnar en Íslandsmeistarar Tindastóls eru neðar vegna sex stiga taps í fyrri leik liðanna. Garðbæingar haft enn fremur haft góð tök á Stólunum síðustu ár. Stjarnan hefur unnið sjö af síðustu níu leikjum félaganna í deild og bikarkeppni þar á meðal báða leiki þeirra á árinu 2023. Staðan er enn verri þegar litið er á heimsóknir Tindastólsliðsins í Garðabæinn. Stjarnan hefur unnið alla heimaleiki sína á móti Tindastól á síðustu fimm árum eða alls fimm leiki í röð í deild (4) og bikar (1). Tindastóll vann síðast í Ásgarði 16. nóvember 2018 og síðan eru liðnir 62 mánuðir og 24 dagar að auki. Áttunda sæti gefur sæti í úrslitakeppninni en ekki það níunda. Vinni Stjarnan leikinn verða þeir í raun með fjögurra stiga forskot á Tindastólsliðið, tveimur stigum meira sem og betri árangur í innbyrðis leikjum. Síðustu leikir Stjörnunnar og Tindastóls í Umhyggjuhöllinni í Garðabænum: 9. febrúar 2023 (Deild): 11 stiga sigur Stjörnunnar (79-68) 18. nóvember 2021 (Deild): 14 stiga sigur Stjörnunnar(87-73) 16. september 2021 (Bikar): 5 stiga sigur Stjörnunnar (86-81) 1. mars 2021 (Deild): 5 stiga sigur Stjörnunnar (98-93) 17. janúar 2020 (Deild): 7 stiga tsigur Stjörnunnar (73-66) * Tindastóll vann síðast í Garðabænum 16. nóvember 2018, þá 9 stiga sigur (77-68) Stjarnan á líka reynda á brattan að sækja enda er liðið búið að tapa tveimur leikjum í röð og fjórum af fimm leikjum sínum eftir áramót. Liðið var í fimmta sæti um áramótin en er nú dottið niður í áttunda sætið. Stólarnir voru í fjórða sæti um jólin en hafa hrunið niður um fimm sæti. Fyrri leikurinn á Króknum fór í framlengingu. Stjarnan vann hana 14-8 og þar með leikinn 84-78. Tindastólsliðið var fimm stigum yfir eftir fyrsta leikhluta en Stjörnumenn snéru leiknum á hvolf með því að vinna annan leikhlutann 23-10. James Ellisor tryggði Stjörnunni framlengingu þegar hann jafnaði metin í 70-70 en hann endaði leikinn með 34 stig og 64 prósent skotnýtingu. Stólarnir léku án Bandaríkjamanns og án Sigtryggs Arnars Björnssonar í leiknum og munaði auðvitað miklu um það. Það dugði þeim ekki að Þórir Þorbjarnarson var með þrennu (26 stig, 14 fráköst og 10 stoðsendingar). Þórir skoraði sjö af átta stigum liðsins í framlengingunni og þurfti augljóslega á meiri hjálp að halda. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin klukkan 19.00. Strax eftir leik verður síðan Subway Körfuboltakvöld á sömu rás.
Síðustu leikir Stjörnunnar og Tindastóls í Umhyggjuhöllinni í Garðabænum: 9. febrúar 2023 (Deild): 11 stiga sigur Stjörnunnar (79-68) 18. nóvember 2021 (Deild): 14 stiga sigur Stjörnunnar(87-73) 16. september 2021 (Bikar): 5 stiga sigur Stjörnunnar (86-81) 1. mars 2021 (Deild): 5 stiga sigur Stjörnunnar (98-93) 17. janúar 2020 (Deild): 7 stiga tsigur Stjörnunnar (73-66) * Tindastóll vann síðast í Garðabænum 16. nóvember 2018, þá 9 stiga sigur (77-68)
Subway-deild karla Tindastóll Stjarnan Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Liverpool - Wolves | Jota heiðraður á Anfield Enski boltinn Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Arsenal - Brighton | Halda Skytturnar toppsætinu? Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Fleiri fréttir Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum