„Þú færð engar fyrirsagnir upp úr mér“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 8. febrúar 2024 21:50 Jóhann Þór var eðlilega sáttur með sigur sinna manna. Vísir/Vilhelm Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, var eðlilega léttur eftir átta stiga sigur sinna manna gegn Þór í Þorlákshöfn í kvöld. Hann segir þó að sigurinn hafi verið nokkuð torsóttur. „Það er ekki við öðru að búast. Þórsararnir eru góðir á sínum heimavelli og með hörkulið,“ sagði Jóhann Þór í leikslok. „Þetta var bara svona stál í stál og við einhvernveginn kreistum þetta bara út í restina, eða síðustu kannski 7-8 mínúturnar. Við setjum stór skot á skotklukkunni sem gaf okkur ákveðið sjálfstraust, við fengum stopp og kreistum þetta út. Þetta hefði getað farið hvernig sem er.“ Hann segir sína menn hafa sýnt karakter með því að kveikja á sér á réttum tímapunkti og sigla sigrinum heim í jöfnum leik. „Þetta voru aldrei nema tvö, þrjú eða fjögur stig, í mesta lagi fimm, og eins og ég sagði áðan þá var þetta bara stál í stál og risastórt fyrir okkur að ná í góðan sigur á erfiðum útivelli. Ég er bara ánægður með heidarframmistöðuna lengst af og þetta var bara geggjaður sigur.“ Grindvíkingar hafa nú unnið sjö deildarleiki í röð og eru orðnir jafnir Keflavík, Njarðvík og Þór í 2.-5. sæti deildarinnar, en Jóhann segist ekki endilega vera með einhverja töfralausn til að halda þessu góða gengi áfram. „Þetta er bara gamla tuggan og engin geimvísindi. Það er bara næsti leikur. Þú færð engar fyrirsagnir upp úr mér, ég er með góða menn í því,“ sagði Jóhann léttur. „Við erum bara að fara í Hveragerði eftir viku og svo kemur gott frí. Það er búið að vera sláttur á liðinu eins og maðurinn sagði, sem er jákvætt, og þetta gefur okkur bara helling inn í lífið og tilveruna. Þannig að við ætlum bara að halda þessu áfram eins lengi og hægt er held ég bara,“ sagði Jóhann að lokum. Subway-deild karla Þór Þorlákshöfn UMF Grindavík Tengdar fréttir Leik lokið: Þór Þ. - Grindavík 84-92 | Sjöundi sigur Grindvíkinga í röð Grindavík vann sinn sjöunda deildarleik í röð er liðið heimsótti Þór Þorlákshöfn í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 84-92. 8. febrúar 2024 21:42 Mest lesið Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Sport Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða Fótbolti Fleiri fréttir Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Sjá meira
„Það er ekki við öðru að búast. Þórsararnir eru góðir á sínum heimavelli og með hörkulið,“ sagði Jóhann Þór í leikslok. „Þetta var bara svona stál í stál og við einhvernveginn kreistum þetta bara út í restina, eða síðustu kannski 7-8 mínúturnar. Við setjum stór skot á skotklukkunni sem gaf okkur ákveðið sjálfstraust, við fengum stopp og kreistum þetta út. Þetta hefði getað farið hvernig sem er.“ Hann segir sína menn hafa sýnt karakter með því að kveikja á sér á réttum tímapunkti og sigla sigrinum heim í jöfnum leik. „Þetta voru aldrei nema tvö, þrjú eða fjögur stig, í mesta lagi fimm, og eins og ég sagði áðan þá var þetta bara stál í stál og risastórt fyrir okkur að ná í góðan sigur á erfiðum útivelli. Ég er bara ánægður með heidarframmistöðuna lengst af og þetta var bara geggjaður sigur.“ Grindvíkingar hafa nú unnið sjö deildarleiki í röð og eru orðnir jafnir Keflavík, Njarðvík og Þór í 2.-5. sæti deildarinnar, en Jóhann segist ekki endilega vera með einhverja töfralausn til að halda þessu góða gengi áfram. „Þetta er bara gamla tuggan og engin geimvísindi. Það er bara næsti leikur. Þú færð engar fyrirsagnir upp úr mér, ég er með góða menn í því,“ sagði Jóhann léttur. „Við erum bara að fara í Hveragerði eftir viku og svo kemur gott frí. Það er búið að vera sláttur á liðinu eins og maðurinn sagði, sem er jákvætt, og þetta gefur okkur bara helling inn í lífið og tilveruna. Þannig að við ætlum bara að halda þessu áfram eins lengi og hægt er held ég bara,“ sagði Jóhann að lokum.
Subway-deild karla Þór Þorlákshöfn UMF Grindavík Tengdar fréttir Leik lokið: Þór Þ. - Grindavík 84-92 | Sjöundi sigur Grindvíkinga í röð Grindavík vann sinn sjöunda deildarleik í röð er liðið heimsótti Þór Þorlákshöfn í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 84-92. 8. febrúar 2024 21:42 Mest lesið Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Sport Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða Fótbolti Fleiri fréttir Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Sjá meira
Leik lokið: Þór Þ. - Grindavík 84-92 | Sjöundi sigur Grindvíkinga í röð Grindavík vann sinn sjöunda deildarleik í röð er liðið heimsótti Þór Þorlákshöfn í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 84-92. 8. febrúar 2024 21:42