Vildi spila í Keflavík í kvöld: „Geta bara farið í sturtu annars staðar“ Aron Guðmundsson skrifar 8. febrúar 2024 18:00 Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, VÍSIR/BÁRA Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari liðs Hattar í Subway deild karla í körfubolta, hefði viljað sjá leik liðsins gegn Keflavík færðan til Reykjavíkur eða spilaðan í Keflavík fremur en að honum hafi verið frestað líkt og nú er raunin. Lið Hattar lenti í Reykjavík í morgun en nokkrum klukkustundum síðar var leiknum frestað um óákveðinn tíma. Leikmenn körfuknattleiksliðs Hattar frá Egilsstöðum voru mættir til Reykjavíkur í morgun þegar að leik liðsins við Keflavík, sem fara átti fram í Keflavík í kvöld, var frestað sökum heitavatnsskorts á Suðurnesjum sem rekja má til eldgossins á Sundhnúksgígaröðinni á Reykjanesskaga sem hófst í morgun. Leik Keflavíkur og Hattar, sem og leik Njarðvíkur og Breiðabliks, var frestað en í samtali við Vísi sagði Snorri Örn Arnaldsson, mótastjóri KKÍ að ákvörðunin væri tekin með það til hliðsjónar að kalt yrði í íþróttahúsunum suður með sjó sem hýsa áttu leikina í kvöld og að enginn kæmist í sturtu eftir leik. Viðar Örn, þjálfari Hattar, segir klárlega um fýluferð að ræða fyrir sitt lið sem hafði tekið létta æfingu á Egilsstöðum í morgun áður en haldið var til Reykjavíkur flugleiðis og voru liðsmenn Hattar lentir í Reykjavík fyrir hádegi. Nokkru síðar var leikurinn blásinn af og segir Viðar um að ræða aðstæður sem erfitt sé að ráða við. Hins vegar hefði hann viljað sjá leikinn færðan til Reykjavíkur eða spila bara í Keflavík fremur en að honum yrði frestað. „Já klárlega. Við hefðum viljað að leikurinn yrði spilaður einhvers staðar hérna í höfuðborginni eða spila bara í Keflavík. Það verður varla orðið það kalt þarna upp úr klukkan sjö í kvöld að það sé ekki hægt að spila þar. Menn geta svo bara farið í sturtu annars staðar. „Alltaf eins og menn komi af fjöllum“ Um töluverðan sokkinn kostnað er að ræða fyrir körfuknattleiksdeild Hattar en Viðar telur að hver ferð liðsins hingað suður eftir kosti um hálfa milljón íslenskra króna. „Langoftast er þetta hópur tólf leikmanna og nokkurra þjálfara til viðbótar sem koma með í hverja ferð. Við höfum hins vegar verið að glíma við meiðslavandræði og erum því eins og í þessari ferð ekki með hóp sem telur nema þrettán manns í heildina af leikmönnum og þjálfurum.“ Það er því alveg töluverður kostnaður sem fylgir því að flytja liðið á milli landshluta? „Já. Ég er nú ekki með nákvæma tölu á þessu en ein svona ferð er líklegast að kosta okkur um hálfa milljón króna. Það er bara eitthvað sem við búum við en þegar að það er búin að vera svona eldgosahrina í gangi mættu menn nú alveg vera búnir að setja upp einhver aðgerðarplön fyrir fram. Því á næstu árum gæti þetta nú vera búið að gerast oftar en einu sinni. Það er alltaf eins og menn komi af fjöllum þegar að eitthvað svona gerist. Einhver svona kostnaður hlýtur bara að falla á körfuknattleikssambandið. Það er ekki okkar vandamál að andstæðingur okkar hafi ekki heimavöll til þess að spila á þegar að við erum mættir til leiks. Liðsmenn Hattar eiga ekki flug heim til Egilsstaða fyrr en í fyrramálið og ætla þeir að reyna gera gott úr ferðinni úr því sem komið er. „Við ætlum að eiga góða stund saman á Shake & pizza í kvöld, fara í keilu og reyna nýta þessa ferð í eitthvað sem getur eflt liðið okkar.“ Subway-deild karla Höttur Keflavík ÍF Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Öruggur sigur City Enski boltinn Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Fleiri fréttir „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Sjá meira
Leikmenn körfuknattleiksliðs Hattar frá Egilsstöðum voru mættir til Reykjavíkur í morgun þegar að leik liðsins við Keflavík, sem fara átti fram í Keflavík í kvöld, var frestað sökum heitavatnsskorts á Suðurnesjum sem rekja má til eldgossins á Sundhnúksgígaröðinni á Reykjanesskaga sem hófst í morgun. Leik Keflavíkur og Hattar, sem og leik Njarðvíkur og Breiðabliks, var frestað en í samtali við Vísi sagði Snorri Örn Arnaldsson, mótastjóri KKÍ að ákvörðunin væri tekin með það til hliðsjónar að kalt yrði í íþróttahúsunum suður með sjó sem hýsa áttu leikina í kvöld og að enginn kæmist í sturtu eftir leik. Viðar Örn, þjálfari Hattar, segir klárlega um fýluferð að ræða fyrir sitt lið sem hafði tekið létta æfingu á Egilsstöðum í morgun áður en haldið var til Reykjavíkur flugleiðis og voru liðsmenn Hattar lentir í Reykjavík fyrir hádegi. Nokkru síðar var leikurinn blásinn af og segir Viðar um að ræða aðstæður sem erfitt sé að ráða við. Hins vegar hefði hann viljað sjá leikinn færðan til Reykjavíkur eða spila bara í Keflavík fremur en að honum yrði frestað. „Já klárlega. Við hefðum viljað að leikurinn yrði spilaður einhvers staðar hérna í höfuðborginni eða spila bara í Keflavík. Það verður varla orðið það kalt þarna upp úr klukkan sjö í kvöld að það sé ekki hægt að spila þar. Menn geta svo bara farið í sturtu annars staðar. „Alltaf eins og menn komi af fjöllum“ Um töluverðan sokkinn kostnað er að ræða fyrir körfuknattleiksdeild Hattar en Viðar telur að hver ferð liðsins hingað suður eftir kosti um hálfa milljón íslenskra króna. „Langoftast er þetta hópur tólf leikmanna og nokkurra þjálfara til viðbótar sem koma með í hverja ferð. Við höfum hins vegar verið að glíma við meiðslavandræði og erum því eins og í þessari ferð ekki með hóp sem telur nema þrettán manns í heildina af leikmönnum og þjálfurum.“ Það er því alveg töluverður kostnaður sem fylgir því að flytja liðið á milli landshluta? „Já. Ég er nú ekki með nákvæma tölu á þessu en ein svona ferð er líklegast að kosta okkur um hálfa milljón króna. Það er bara eitthvað sem við búum við en þegar að það er búin að vera svona eldgosahrina í gangi mættu menn nú alveg vera búnir að setja upp einhver aðgerðarplön fyrir fram. Því á næstu árum gæti þetta nú vera búið að gerast oftar en einu sinni. Það er alltaf eins og menn komi af fjöllum þegar að eitthvað svona gerist. Einhver svona kostnaður hlýtur bara að falla á körfuknattleikssambandið. Það er ekki okkar vandamál að andstæðingur okkar hafi ekki heimavöll til þess að spila á þegar að við erum mættir til leiks. Liðsmenn Hattar eiga ekki flug heim til Egilsstaða fyrr en í fyrramálið og ætla þeir að reyna gera gott úr ferðinni úr því sem komið er. „Við ætlum að eiga góða stund saman á Shake & pizza í kvöld, fara í keilu og reyna nýta þessa ferð í eitthvað sem getur eflt liðið okkar.“
Subway-deild karla Höttur Keflavík ÍF Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Öruggur sigur City Enski boltinn Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Fleiri fréttir „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Sjá meira