Nígería í úrslit eftir vítaspyrnukeppni Smári Jökull Jónsson skrifar 7. febrúar 2024 19:52 Victor Osimhen og félagar hans eru komnir í úrslit Afríkukeppninnar. Vísir/Getty Nígería er komið í úrslitaleik Afríkukeppninnar eftir dramatískan sigur á Suður-Afríku. Þetta er í fyrsta sinn síðan 2013 sem Nígería kemst í úrslitaleikinn. Fyrri hálfleikur í leiknum í kvöld var tíðindalítill en um miðjan síðari hálfleikinn fengu Nígeríumenn vítaspyrnu eftir góðan sprett Victor Osimhen sem fór framhjá þremur leikmönnum Suður-Afríku áður en hann var tekinn niður í teignum. Á vítapunktinn steig William Troost-Ekong og hann skoraði naumlega en boltinn fór undir Ronwen Williams í marki Suður-Afríku. Það var allt sem stefndi í sigur Nígeríu og þegar örfáar mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma tókst þeim að skora á nýjan leik og sæti í úrslitaleiknum virtist í höfn. Þá tók VAR hins vegar við stjórnartaumunum. Myndbandsdómari skoðaði atvik sem varð í teig Nígeríumanna rétt áður en þeir skoruðu og niðurstaðan var sú að markið var dæmt af og í staðinn fengu Suður-Afríkumenn vítaspyrnu. Teboho Mokoena steig fram fyrir skjöldu og skoraði úr vítaspyrnunni og jafnaði metin í 1-1. Því þurfti að grípa til framlengingar. Þar fengu bæði lið tækifæri til að skora. Þegar fimm mínútur voru eftir af framlengingunni fékk Gomolemo Kekana rautt spjald fyrir að taka Terem Moffi niður sem slapp í gegnum vörn Suður-Afríku. Nígeríumönnum tókst ekki að nýta sér liðsmuninn síðustu mínúturnar og því þurfti vítaspyrnukeppni til að skera úr um úrslitin. Suður-Afríkumenn klikkuðu tvisvar í fyrstu þremur umferðunum og Nígeríumenn einu sinni. Suður-Afríka skoraði úr sinni fjórðu spyrnu en það gerði Kelechi Ihenacho líka fyrir Nígeríu og tryggði liðinu því sæti í úrslitum Afríkukeppninnar í fyrsta sinn síðan árið 2013. Það kemur í ljós síðar í kvöld hvort það verður Fílabeinsströndin eða Kongó sem verður andstæðingur Nígeríu í úrslitum. Afríkukeppnin í fótbolta Mest lesið Leik lokið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Fleiri fréttir Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Leik lokið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Leik lokið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Sjá meira
Fyrri hálfleikur í leiknum í kvöld var tíðindalítill en um miðjan síðari hálfleikinn fengu Nígeríumenn vítaspyrnu eftir góðan sprett Victor Osimhen sem fór framhjá þremur leikmönnum Suður-Afríku áður en hann var tekinn niður í teignum. Á vítapunktinn steig William Troost-Ekong og hann skoraði naumlega en boltinn fór undir Ronwen Williams í marki Suður-Afríku. Það var allt sem stefndi í sigur Nígeríu og þegar örfáar mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma tókst þeim að skora á nýjan leik og sæti í úrslitaleiknum virtist í höfn. Þá tók VAR hins vegar við stjórnartaumunum. Myndbandsdómari skoðaði atvik sem varð í teig Nígeríumanna rétt áður en þeir skoruðu og niðurstaðan var sú að markið var dæmt af og í staðinn fengu Suður-Afríkumenn vítaspyrnu. Teboho Mokoena steig fram fyrir skjöldu og skoraði úr vítaspyrnunni og jafnaði metin í 1-1. Því þurfti að grípa til framlengingar. Þar fengu bæði lið tækifæri til að skora. Þegar fimm mínútur voru eftir af framlengingunni fékk Gomolemo Kekana rautt spjald fyrir að taka Terem Moffi niður sem slapp í gegnum vörn Suður-Afríku. Nígeríumönnum tókst ekki að nýta sér liðsmuninn síðustu mínúturnar og því þurfti vítaspyrnukeppni til að skera úr um úrslitin. Suður-Afríkumenn klikkuðu tvisvar í fyrstu þremur umferðunum og Nígeríumenn einu sinni. Suður-Afríka skoraði úr sinni fjórðu spyrnu en það gerði Kelechi Ihenacho líka fyrir Nígeríu og tryggði liðinu því sæti í úrslitum Afríkukeppninnar í fyrsta sinn síðan árið 2013. Það kemur í ljós síðar í kvöld hvort það verður Fílabeinsströndin eða Kongó sem verður andstæðingur Nígeríu í úrslitum.
Afríkukeppnin í fótbolta Mest lesið Leik lokið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Fleiri fréttir Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Leik lokið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Leik lokið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Sjá meira
Leik lokið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn
Leik lokið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn