Ósátt við ÍSÍ: „Kaldar kveðjur“ Valur Páll Eiríksson skrifar 7. febrúar 2024 13:16 Jörundur Áki segir fólk hjá KSÍ ósátt við að vera útundan enn eitt árið. Stöð 2 Yfirmaður knattspyrnusviðs KSÍ gagnrýnir úthlutun úr Afrekssjóði ÍSÍ. KSÍ hefur ekki fengið úthlutað úr sjóðnum á sjöunda ár. KSÍ hefur ekki fengið neitt úr Afrekssjóði síðan veigamiklar breytingar voru gerðar á honum árið 2017. Ástæðan sem gefin hefur verið fyrir þessu eru háir styrkir sem KSÍ fær frá UEFA og FIFA, en rekstur Knattspyrnusambandsins er töluvert stærri í sniðum en hjá öðrum sérsamböndum innan ÍSÍ. Jörundur Áki Sveinsson, yfirmaður knattspyrnusviðs hjá sambandinu, segir þetta miður og að sambandið geti þurft að skera niður í afreksstarfi sínu vegna fjárskorts. „Við erum mjög óánægð með það að ÍSÍ skuli ekki taka tillit til okkar afreksstarfs með því að synja okkur um styrki. Við fengum skýr skilaboð að við fengjum ekki úthlutun, sem er miður,“ segir Jörundur Áki Sveinsson, yfirmaður knattspyrnuráðs KSÍ. Ekki samanburðarhæf við önnur íslensk sérsambönd KSÍ fær veglega styrki frá Knattspyrnusambandi Evrópu, UEFA, og Alþjóðaknattspyrnusambandinu, FIFA, á ári hverju sem hafa numið um 700 til 900 milljónum króna undanfarin ár. Á þeim grundvelli sé KSÍ útilokað frá Afrekssjóðnum. „Við fengum skýringar á því að KSÍ væri það vel stætt samband að við þyrftum ekki á þessu að halda. Það er að okkar mati mjög skrýtin skilaboð. Við berum okkur ekki saman við önnur sambönd á Íslandi, við erum auðvitað lang, lang stærst.“ segir Jörundur. KSÍ beri sig frekar saman við knattspyrnusambönd annarra landa, sem KSÍ er í samkeppni við. Jörundur Áki segir KSÍ sjá fram á að skera niður í afreksstarfi, hjá yngri landsliðum, vegna fjárskorts. „Við sjáum fram á samdrátt í okkar starfi, sem er alls ekki gott. Sú umræða hefur líka komið upp að fara að rukka þá leikmenn sem taka þátt í okkar starfi, í yngri landsliðunum. En það er eitthvað sem við verðum að skoða meðan Afekssjóður ÍSÍ styður ekki KSÍ,“ segir Jörundur. Skattpeningar sem eigi að fara til fótboltafólks líkt og annarra Skattpeningar bera uppi stóran hluta styrkjanna sem Afrekssjóður dreifir til sérsambanda. Framlag ríkisins er 392 milljónir af þeim 512 milljónum sem úthlutað var úr sjóðnum í ár. HSÍ fékk hæst framlag, tæplega 85 milljónir króna. Fimleikasamband Íslands fékk tæpar 50 milljónir, Sundsambandið tæplega 40 milljónir, Frjálsíþróttasamband Íslands 38 milljónir. Samkvæmt Jörundi geri KSÍ sama tilkall og önnur sérsambönd til peninga sem koma úr ríkissjóði, burtséð frá erlendum styrkjum. „Þarna erum við að tala um skattpeninga og okkur finnst að skattpeningar eigi líka við um þá starfsemi sem við erum með, það er að segja krakka sem eru í fótbolta. Við erum ósátt við stöðu mála og teljum að það þurfi að skoða þetta miklu betur.“ „ÍSÍ vill hafa KSÍ með þegar það hentar, því við erum komin líklega langlengst, með allri virðingu fyrir hinum, hvað varðar okkar innra starf. Við vorum að setja á laggirnar vísindasvið sem er til þess að bæta enn í. Við erum á mjög góðri vegferð, þannig að þetta eru kaldar kveðjur frá afrekssjóðnum,“ segir Jörundur Áki. KSÍ ÍSÍ Íslenski boltinn Mest lesið „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Vilja dæma skíðastökkvarana í bann vegna saumaskandalsins Sport Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Fleiri fréttir Í beinni: FH - ÍA | Verða Skagamenn fyrstir til að sækja sigur í Kaplakrika? Í beinni: KR - Afturelding | Sex stiga leikur á Meistaravöllum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Sjá meira
KSÍ hefur ekki fengið neitt úr Afrekssjóði síðan veigamiklar breytingar voru gerðar á honum árið 2017. Ástæðan sem gefin hefur verið fyrir þessu eru háir styrkir sem KSÍ fær frá UEFA og FIFA, en rekstur Knattspyrnusambandsins er töluvert stærri í sniðum en hjá öðrum sérsamböndum innan ÍSÍ. Jörundur Áki Sveinsson, yfirmaður knattspyrnusviðs hjá sambandinu, segir þetta miður og að sambandið geti þurft að skera niður í afreksstarfi sínu vegna fjárskorts. „Við erum mjög óánægð með það að ÍSÍ skuli ekki taka tillit til okkar afreksstarfs með því að synja okkur um styrki. Við fengum skýr skilaboð að við fengjum ekki úthlutun, sem er miður,“ segir Jörundur Áki Sveinsson, yfirmaður knattspyrnuráðs KSÍ. Ekki samanburðarhæf við önnur íslensk sérsambönd KSÍ fær veglega styrki frá Knattspyrnusambandi Evrópu, UEFA, og Alþjóðaknattspyrnusambandinu, FIFA, á ári hverju sem hafa numið um 700 til 900 milljónum króna undanfarin ár. Á þeim grundvelli sé KSÍ útilokað frá Afrekssjóðnum. „Við fengum skýringar á því að KSÍ væri það vel stætt samband að við þyrftum ekki á þessu að halda. Það er að okkar mati mjög skrýtin skilaboð. Við berum okkur ekki saman við önnur sambönd á Íslandi, við erum auðvitað lang, lang stærst.“ segir Jörundur. KSÍ beri sig frekar saman við knattspyrnusambönd annarra landa, sem KSÍ er í samkeppni við. Jörundur Áki segir KSÍ sjá fram á að skera niður í afreksstarfi, hjá yngri landsliðum, vegna fjárskorts. „Við sjáum fram á samdrátt í okkar starfi, sem er alls ekki gott. Sú umræða hefur líka komið upp að fara að rukka þá leikmenn sem taka þátt í okkar starfi, í yngri landsliðunum. En það er eitthvað sem við verðum að skoða meðan Afekssjóður ÍSÍ styður ekki KSÍ,“ segir Jörundur. Skattpeningar sem eigi að fara til fótboltafólks líkt og annarra Skattpeningar bera uppi stóran hluta styrkjanna sem Afrekssjóður dreifir til sérsambanda. Framlag ríkisins er 392 milljónir af þeim 512 milljónum sem úthlutað var úr sjóðnum í ár. HSÍ fékk hæst framlag, tæplega 85 milljónir króna. Fimleikasamband Íslands fékk tæpar 50 milljónir, Sundsambandið tæplega 40 milljónir, Frjálsíþróttasamband Íslands 38 milljónir. Samkvæmt Jörundi geri KSÍ sama tilkall og önnur sérsambönd til peninga sem koma úr ríkissjóði, burtséð frá erlendum styrkjum. „Þarna erum við að tala um skattpeninga og okkur finnst að skattpeningar eigi líka við um þá starfsemi sem við erum með, það er að segja krakka sem eru í fótbolta. Við erum ósátt við stöðu mála og teljum að það þurfi að skoða þetta miklu betur.“ „ÍSÍ vill hafa KSÍ með þegar það hentar, því við erum komin líklega langlengst, með allri virðingu fyrir hinum, hvað varðar okkar innra starf. Við vorum að setja á laggirnar vísindasvið sem er til þess að bæta enn í. Við erum á mjög góðri vegferð, þannig að þetta eru kaldar kveðjur frá afrekssjóðnum,“ segir Jörundur Áki.
KSÍ ÍSÍ Íslenski boltinn Mest lesið „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Vilja dæma skíðastökkvarana í bann vegna saumaskandalsins Sport Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Fleiri fréttir Í beinni: FH - ÍA | Verða Skagamenn fyrstir til að sækja sigur í Kaplakrika? Í beinni: KR - Afturelding | Sex stiga leikur á Meistaravöllum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Sjá meira