Svarar gagnrýninni: „Hvenær má maður þá fagna?“ Sindri Sverrisson skrifar 5. febrúar 2024 17:00 Martin Ödegaard fagnaði að sumra mati of mikið eftir sigurinn góða gegn Liverpool. Getty/Charlotte Wilson Norðmaðurinn Martin Ödegaard, fyrirliði Arsenal, þvertekur fyrir að hafa farið yfir strikið í fagnaðarlátum eftir sigurinn á toppliði Liverpool, 3-1, í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í gær. Jamie Carragher, fyrrverandi leikmaður Liverpool og nú sérfræðingur Sky Sports, sagði í útsendingu eftir leik að Ödegaard ætti að „koma sér í leikmannagöngin“ í stað þess að fagna úti á velli. Það gerði Ödegaard hins vegar og tók meðal annars ljósmyndir með vél ljósmyndara Arsenal. Sigurinn þýðir að Arsenal er núna tveimur stigum á eftir Liverpool. „Ef að maður má ekki fagna eftir að hafa unnið leik, hvenær má maður þá fagna?“ spurði Ödegaard í viðtali eftir leik. „Við erum ánægðir með sigurinn og við verðum áfram auðmjúkir,“ sagði Ödegaard. Carragher virtist hins vegar alls ekki hrifinn af því að Norðmaðurinn eyddi svona miklum tíma úti á velli til að njóta sigursins. „Farið bara niður í göngin. Þið unnuð leik, þrjú stig, voruð frábærir. Aftur komnir í titilslaginn, farið bara í göngin. Í alvöru talað,“ sagði Carragher. Gary Neville, félagi Carraghers hjá Sky og fyrrverandi leikmaður Manchester United, sagði það merki um „dálítinn skort á þroska“ hvernig Arsenal hefði fagnað. Það væri í anda liðs sem að teldi sig ekki geta klárað dæmið og unnið titilinn. Ödegaard var hins vegar ekki sammála því að hægt væri að fagna of mikið. „Nei, ég held að allir sem að elska fótbolta, og sem skilja fótbolta, viti hvað það var mikils virði að vinna þennan leik. Við höldum áfram að leggja hart að okkur og búum okkur undir næsta leik, en auðvitað er maður ánægður þegar maður vinnur,“ sagði Ödegaard og bætti við: „Þetta var risaleikur. Bilið hefði getað orðið átta stig og þá væri útlitið allt annað, en við mættum til leiks, og stuðningsmennirnir voru frábærir. Við gerðum þetta öll saman. Þú sérð félagið, hve allir eru sameinaðir, leikmenn starfsliðið, stuðningsmenn, allir. Svo já, það er frábært að sjá.“ Enski boltinn Mest lesið Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Fyrrum forkólfar KSÍ á eftir Fjallinu á toppi tekjulistans Sport Svona er hópur Íslands sem fer á EM Körfubolti Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Ein frægasta íþróttakona Úkraínu dæmd í fjögurra ára bann Sport Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila Handbolti Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Íslenski boltinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Enski boltinn Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Sjá meira
Jamie Carragher, fyrrverandi leikmaður Liverpool og nú sérfræðingur Sky Sports, sagði í útsendingu eftir leik að Ödegaard ætti að „koma sér í leikmannagöngin“ í stað þess að fagna úti á velli. Það gerði Ödegaard hins vegar og tók meðal annars ljósmyndir með vél ljósmyndara Arsenal. Sigurinn þýðir að Arsenal er núna tveimur stigum á eftir Liverpool. „Ef að maður má ekki fagna eftir að hafa unnið leik, hvenær má maður þá fagna?“ spurði Ödegaard í viðtali eftir leik. „Við erum ánægðir með sigurinn og við verðum áfram auðmjúkir,“ sagði Ödegaard. Carragher virtist hins vegar alls ekki hrifinn af því að Norðmaðurinn eyddi svona miklum tíma úti á velli til að njóta sigursins. „Farið bara niður í göngin. Þið unnuð leik, þrjú stig, voruð frábærir. Aftur komnir í titilslaginn, farið bara í göngin. Í alvöru talað,“ sagði Carragher. Gary Neville, félagi Carraghers hjá Sky og fyrrverandi leikmaður Manchester United, sagði það merki um „dálítinn skort á þroska“ hvernig Arsenal hefði fagnað. Það væri í anda liðs sem að teldi sig ekki geta klárað dæmið og unnið titilinn. Ödegaard var hins vegar ekki sammála því að hægt væri að fagna of mikið. „Nei, ég held að allir sem að elska fótbolta, og sem skilja fótbolta, viti hvað það var mikils virði að vinna þennan leik. Við höldum áfram að leggja hart að okkur og búum okkur undir næsta leik, en auðvitað er maður ánægður þegar maður vinnur,“ sagði Ödegaard og bætti við: „Þetta var risaleikur. Bilið hefði getað orðið átta stig og þá væri útlitið allt annað, en við mættum til leiks, og stuðningsmennirnir voru frábærir. Við gerðum þetta öll saman. Þú sérð félagið, hve allir eru sameinaðir, leikmenn starfsliðið, stuðningsmenn, allir. Svo já, það er frábært að sjá.“
Enski boltinn Mest lesið Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Fyrrum forkólfar KSÍ á eftir Fjallinu á toppi tekjulistans Sport Svona er hópur Íslands sem fer á EM Körfubolti Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Ein frægasta íþróttakona Úkraínu dæmd í fjögurra ára bann Sport Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila Handbolti Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Íslenski boltinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Enski boltinn Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Sjá meira