Þórsarar á toppinn eftir sigur á Eyjamönnum Snorri Már Vagnsson skrifar 1. febrúar 2024 21:08 Þór mættu ÍBV á Overpass í Ljósleiðaradeildinni í Counter-Strike í kvöld. Þór hófu leika betur en þeir sigruðu fyrsti fjórar lotur leiksins áður en Eyjamenn sigruðu sína fyrstu lotu. ÍBV náðu að sigra næstu þrjár lotur og jöfnuðu leikinn í 4-4 eftir góða framistöðu. Þór fundu taktinn aftur og sigruðu lotu að nýju, 4-5. Þórsarar sigruðu tvær lotur til viðbótar áður en ÍBV náðu að sigra síðustu lotu fyrri hálfleiks. Þórsarar höfðu því naumt forskot á Eyjamenn þegar hálfleik bar að garði. Staðan í hálfleik: ÍBV 5-7 Þór Þórsarar sigruðu skammbyssulotu seinni hálfleiks en ÍBV virtust ætla taka aðra lotu hálfleiksins. Þórsarar höfðu þó önnur plön og sneru lotunni í höndum ÍBV og fundu sigur að nýju, staðan þá 5-9. Eftir lofsverða framistöðu í fyrri hálfleik virtist kraftur Eyjamanna hafa dvínað þó nokkuð er þeir komu sér fyrir í vörn og sigrarnir reyndust allir rata til Þórsara í seinni hálfleiknum. Höfðu þeir rauðu því þægilegan sigur úr krafsinu. Lokatölur: ÍBV 5-13 Þór Þórsarar koma sér á topp Ljósleiðaradeildarinnar í bili, en NOCCO Dusty geta jafnað þá að nýju, sigri þeir Ármann seinna í kvöld. Áfram eru ÍBV í níunda sæti deildarinnar með 4 stig. Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport
Þór hófu leika betur en þeir sigruðu fyrsti fjórar lotur leiksins áður en Eyjamenn sigruðu sína fyrstu lotu. ÍBV náðu að sigra næstu þrjár lotur og jöfnuðu leikinn í 4-4 eftir góða framistöðu. Þór fundu taktinn aftur og sigruðu lotu að nýju, 4-5. Þórsarar sigruðu tvær lotur til viðbótar áður en ÍBV náðu að sigra síðustu lotu fyrri hálfleiks. Þórsarar höfðu því naumt forskot á Eyjamenn þegar hálfleik bar að garði. Staðan í hálfleik: ÍBV 5-7 Þór Þórsarar sigruðu skammbyssulotu seinni hálfleiks en ÍBV virtust ætla taka aðra lotu hálfleiksins. Þórsarar höfðu þó önnur plön og sneru lotunni í höndum ÍBV og fundu sigur að nýju, staðan þá 5-9. Eftir lofsverða framistöðu í fyrri hálfleik virtist kraftur Eyjamanna hafa dvínað þó nokkuð er þeir komu sér fyrir í vörn og sigrarnir reyndust allir rata til Þórsara í seinni hálfleiknum. Höfðu þeir rauðu því þægilegan sigur úr krafsinu. Lokatölur: ÍBV 5-13 Þór Þórsarar koma sér á topp Ljósleiðaradeildarinnar í bili, en NOCCO Dusty geta jafnað þá að nýju, sigri þeir Ármann seinna í kvöld. Áfram eru ÍBV í níunda sæti deildarinnar með 4 stig.
Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport