Markaðsvirði Ferrari hækkað um tæpa þúsund milljarða eftir fréttirnar um Hamilton Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 1. febrúar 2024 17:46 Fréttirnar af mögulegum skiptum Lewis Hamilton til Ferrari hafa ýmiskonar áhrif. Rudy Carezzevoli/Getty Images Markaðsvirði Ferrari rauk upp úr öllu valdi eftir að fréttir bárust af því að Lewis Hamilton væri að öllum líkindum á leið til liðsins frá Mercedes. Greint var frá því á vef Motorsport.com fyrr í dag að útlit sé fyrir að Hamilton verði annar af ökuþórum Ferrari frá og með næsta ári. Ekki sé þó ljóst hvort að samningar hafi þegar verið undirritaðir en að það gæti orðið frágengið fyrir lok þessarar viku. Eftir að fréttirnar bárust rauk markaðsvirði Ferrari upp úr öllu valdi og gengi bréfa í Ferrari hækkaði um meira en tíu prósent. Gengi bréfanna er því orðið hærra en nokkru sinni fyrr í kauphöllinni í New York. Markaðsvirði Ferrari hækkaði um um 6,7 milljarða Bandaríkjadala, sem samsvarar um 919,6 milljörðum íslenskra króna. Þegar markaðurinn lokaði í gærkvöldi kostaði einn hlutur í Ferrari rétt tæpa 367 dollara, en kostar nú 384 dollara, og búist er við því að verðið gæti enn hækkað áður en dagurinn er úti. Þá hefur markaðsvirði Ferrari hækkað úr 62,4 milljörðum dollara upp í 69,1 milljarða dollara frá því í gær. Eins og áður segir hafa fréttirnar um brotthvarf sjöfalda heimsmeistarans frá Mercedes ekki verið staðfestar, en á vef Motorsport.com kemur fram að mögulega verði greint frá skiptunum síðar í kvöld. Akstursíþróttir Mest lesið Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Enski boltinn Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Fótbolti Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Fótbolti Blikarnir taplausir á toppnum Körfubolti Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Fótbolti Fleiri fréttir Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Greint var frá því á vef Motorsport.com fyrr í dag að útlit sé fyrir að Hamilton verði annar af ökuþórum Ferrari frá og með næsta ári. Ekki sé þó ljóst hvort að samningar hafi þegar verið undirritaðir en að það gæti orðið frágengið fyrir lok þessarar viku. Eftir að fréttirnar bárust rauk markaðsvirði Ferrari upp úr öllu valdi og gengi bréfa í Ferrari hækkaði um meira en tíu prósent. Gengi bréfanna er því orðið hærra en nokkru sinni fyrr í kauphöllinni í New York. Markaðsvirði Ferrari hækkaði um um 6,7 milljarða Bandaríkjadala, sem samsvarar um 919,6 milljörðum íslenskra króna. Þegar markaðurinn lokaði í gærkvöldi kostaði einn hlutur í Ferrari rétt tæpa 367 dollara, en kostar nú 384 dollara, og búist er við því að verðið gæti enn hækkað áður en dagurinn er úti. Þá hefur markaðsvirði Ferrari hækkað úr 62,4 milljörðum dollara upp í 69,1 milljarða dollara frá því í gær. Eins og áður segir hafa fréttirnar um brotthvarf sjöfalda heimsmeistarans frá Mercedes ekki verið staðfestar, en á vef Motorsport.com kemur fram að mögulega verði greint frá skiptunum síðar í kvöld.
Akstursíþróttir Mest lesið Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Enski boltinn Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Fótbolti Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Fótbolti Blikarnir taplausir á toppnum Körfubolti Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Fótbolti Fleiri fréttir Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira