Nú þurfa Stólarnir að passa skiptingarnar: Klúður í fyrravetur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. febrúar 2024 14:00 Keyshawn Woods er búinn að vinna einn Íslandsmeistaratitil á Íslandi og stefnir nú á að bæta öðrum við. Fyrst þarf liðið hins vegar að komast í úrslitkeppnina. Vísir/Bára Tindastóll tilkynnti í gær um samning við Keyshawn Woods og er besti leikmaður úrslitaeinvígisins í fyrra því kominn aftur í Tindastólsbúninginn fyrir lokaátökin í vetur. Woods spilaði fyrr í vetur í Tyrklandi en um áramótin fréttist af því að hann væri að leita sér að nýju liði. Strax komu upp vangaveltur um hvort hann myndi snúa aftur á Krókinn en málið var flókið því Tindastóll var nýbúið að semja við annan bandarískan leikmann, Jacob Calloway. Tindastólsliðið hefur nú tapað fjórum deildarleikjum í röð og er ekki meðal þeirra átta efstu sem komast í úrslitakeppnina. Það kallaði á aðgerðir og forráðamenn félagsins ákváðu að leita til leikmanns sem þeir höfðu mjög góða reynslu af. „I´am back,“ var haft eftir Woods í fréttatilkynningu Körfuknattleiksdeild Tindastóls á miðlum hennar í gær eða „ég er mættur aftur“ ef við færum það yfir á íslensku. Stuðningsfólk Stólanna, sem upplifði sögulegt vor í fyrra með Woods í aðalhlutverki, fagnar örugglega þessum fréttum enda virðist vanta leikmann í liðið til að klára leikina. Woods kláraði heldur betur oddaleikinn um titilinn en hann skoraði 12 af 33 stigum sínum í lokaleikhlutanum og setti niður þrjú víti í röð til að vinna leikinn. Þessar fréttir þýða aftur á móti að Tindastóll er nú með tvo bandaríska leikmenn í sínu liði og samkvæmt reglum Subway deildarinnar þá má bara annar þeirra vera inn á vellinum í einu. Í fyrra voru reglurnar þannig að aðeins þrír erlendir leikmenn máttu vera inn á vellinum í einu. Tindastólsliðið lenti ítrekað í vandræðum með þetta þegar Vladimir Anzulovic var þjálfari liðsins. Stólarnir duttu þannig út í bikarkeppninni eftir að hafa verið með of marga erlenda leikmenn inn á vellinum. Það uppgötvaðist ekki fyrr en of seint þótt að ekki hafi liðið sekúnda á klukkunni. Haukar skoruðu hins vegar úr tveimur vítaskotum áður en Tindastóll tók leikhlé. Það var nóg til að þeir höfðu brotið reglurnar sem kostaði liðið bikarmeistaratitilinn. Tindastóll vann vissulega bikarleikinn á móti Haukum en töpuðu kærumálinu og duttu því úr keppni. Stuttu síðar voru þeir nálægt því að tapa deildarleik 20-0 á móti Grindavík eftir að hafa gert sömu mistök. Þá voru komnir fjórir erlendir leikmenn inn á völlinn á sama tíma. Anzulovic náði aftur á móti að taka leikhlé áður en boltinn fór í leik. „Þetta er svo klaufalegt að þetta daðrar við að vera lúðalegt. Þeir ættu að setja á körfuboltaspjaldið hjá honum Vlad þjálfara: Íslenska fánann og einhvern fána sem segir honum hverjir eru útlendingar. Það þarf að setja þar einhverjar skotheldar myndir fyrir hann,“ sagði Sævar Sævarsson um málið í Körfuboltakvöldi. Stólarnir lærðu af þessu og lentu ekki í vandamálum eftir að Pavel Ermolinskij tók við. Nú þurfa þeir aftur að passa sig á skiptingunum því Keyshawn Woods og Jacob Calloway mega ekki vera inn á vellinum á sama tíma. Stólarnir voru aftur á móti að bæta við öflugum leikmanni sem hefur sýnt að hann er klár í slaginn þegar mest á reynir og mest er undir. Nú þarf hann að taka til hendinni ásamt nýju (og gömlu) liðsfélögum sínum ætli Stólarnir að fá að keppa um Íslandsmeistaratitilinn í vor. Subway-deild karla Tindastóll Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Ronaldo trúlofaður Fótbolti Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Ingibjörg seld til Freiburg Fótbolti Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Golf Enska augnablikið: Sá allra svalasti Enski boltinn Fleiri fréttir Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Sjá meira
Woods spilaði fyrr í vetur í Tyrklandi en um áramótin fréttist af því að hann væri að leita sér að nýju liði. Strax komu upp vangaveltur um hvort hann myndi snúa aftur á Krókinn en málið var flókið því Tindastóll var nýbúið að semja við annan bandarískan leikmann, Jacob Calloway. Tindastólsliðið hefur nú tapað fjórum deildarleikjum í röð og er ekki meðal þeirra átta efstu sem komast í úrslitakeppnina. Það kallaði á aðgerðir og forráðamenn félagsins ákváðu að leita til leikmanns sem þeir höfðu mjög góða reynslu af. „I´am back,“ var haft eftir Woods í fréttatilkynningu Körfuknattleiksdeild Tindastóls á miðlum hennar í gær eða „ég er mættur aftur“ ef við færum það yfir á íslensku. Stuðningsfólk Stólanna, sem upplifði sögulegt vor í fyrra með Woods í aðalhlutverki, fagnar örugglega þessum fréttum enda virðist vanta leikmann í liðið til að klára leikina. Woods kláraði heldur betur oddaleikinn um titilinn en hann skoraði 12 af 33 stigum sínum í lokaleikhlutanum og setti niður þrjú víti í röð til að vinna leikinn. Þessar fréttir þýða aftur á móti að Tindastóll er nú með tvo bandaríska leikmenn í sínu liði og samkvæmt reglum Subway deildarinnar þá má bara annar þeirra vera inn á vellinum í einu. Í fyrra voru reglurnar þannig að aðeins þrír erlendir leikmenn máttu vera inn á vellinum í einu. Tindastólsliðið lenti ítrekað í vandræðum með þetta þegar Vladimir Anzulovic var þjálfari liðsins. Stólarnir duttu þannig út í bikarkeppninni eftir að hafa verið með of marga erlenda leikmenn inn á vellinum. Það uppgötvaðist ekki fyrr en of seint þótt að ekki hafi liðið sekúnda á klukkunni. Haukar skoruðu hins vegar úr tveimur vítaskotum áður en Tindastóll tók leikhlé. Það var nóg til að þeir höfðu brotið reglurnar sem kostaði liðið bikarmeistaratitilinn. Tindastóll vann vissulega bikarleikinn á móti Haukum en töpuðu kærumálinu og duttu því úr keppni. Stuttu síðar voru þeir nálægt því að tapa deildarleik 20-0 á móti Grindavík eftir að hafa gert sömu mistök. Þá voru komnir fjórir erlendir leikmenn inn á völlinn á sama tíma. Anzulovic náði aftur á móti að taka leikhlé áður en boltinn fór í leik. „Þetta er svo klaufalegt að þetta daðrar við að vera lúðalegt. Þeir ættu að setja á körfuboltaspjaldið hjá honum Vlad þjálfara: Íslenska fánann og einhvern fána sem segir honum hverjir eru útlendingar. Það þarf að setja þar einhverjar skotheldar myndir fyrir hann,“ sagði Sævar Sævarsson um málið í Körfuboltakvöldi. Stólarnir lærðu af þessu og lentu ekki í vandamálum eftir að Pavel Ermolinskij tók við. Nú þurfa þeir aftur að passa sig á skiptingunum því Keyshawn Woods og Jacob Calloway mega ekki vera inn á vellinum á sama tíma. Stólarnir voru aftur á móti að bæta við öflugum leikmanni sem hefur sýnt að hann er klár í slaginn þegar mest á reynir og mest er undir. Nú þarf hann að taka til hendinni ásamt nýju (og gömlu) liðsfélögum sínum ætli Stólarnir að fá að keppa um Íslandsmeistaratitilinn í vor.
Subway-deild karla Tindastóll Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Ronaldo trúlofaður Fótbolti Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Ingibjörg seld til Freiburg Fótbolti Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Golf Enska augnablikið: Sá allra svalasti Enski boltinn Fleiri fréttir Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Sjá meira