„Líður eins og mig sé að dreyma“ Smári Jökull Jónsson skrifar 31. janúar 2024 23:01 Conor Bradley fagnaði marki sínu í kvöld af mikilli innlifun. Vísir/Getty Hinn tvítugi Conor Bradley átti frábæran leik fyrir Liverpool gegn Chelsea í kvöld. Hann skoraði sitt fyrsta mark fyrir félagið og lagði upp tvö mörk fyrir félaga sína þar að auki. „Ég er ótrúlega stoltur og þetta er eitthvað sem mig hefur dreymt um lengi. Mér líður eins og mig sé að dreyma. Ég er mjög ánægður,“ sagði Bradley í viðtali eftir leikinn gegn Chelsea í kvöld en Liverpool fór með 4-1 sigur af hólmi. Markið sem hann skoraði kom eftir sendingu frá Luis Diaz en Bradley var skyndilega einn á auðum sjó og skoraði með góðu skoti í fjærhornið. IT'S CONOR BRADLEY'S WORLD AND WE'RE ALL JUST LIVING IN IT pic.twitter.com/IbCikEZZ4o— The Redmen TV (@TheRedmenTV) January 31, 2024 „Ég trúði þessu ekki og svo endaði hann neðst í horninu. Ég vissi ekki hvað ég átti að gera. Þetta var frábært,“ en Bradley fékk tækifærið í stöðu hægri bakvarðar eftir að stórstjarnan Trent Alexander-Arnold meiddist. „Auðvitað var leiðinlegt að Trent hafi meiðst. Þetta gerist í fótbolta og ég þurfti að nýta tækifærið. Í síðustu leikjum finnst mér ég hafa gert vel og ég þarf bara að halda áfram á þessari braut.“ „Vonandi meiðast ekki fleiri“ Dominik Szoboszlai var með Bradley í viðtalinu. Ungverjinn skoraði eftir sendingu frá Bradley og var ánægður með liðsfélaga sinn eftir leik. „Mark og tvær stoðsendingar. Hann gæti ekki beðið um betri dag. Við erum ánægðir að hafa hann og við höldum áfram,“ sagði Szoboszlai og þakkaði Bradley síðan fyrir stoðsendinguna. „Ég þurfti ekki að gera það mikið því hann lenti eiginlega bara á höfðinu á mér. Þetta er fyrsta skallamarkið mitt og vonandi verða þau fleiri.“ Dominik Szoboszlai with a Liverpool third, and it's Conor Bradley once again with the assist!The right-back sends a pinpoint cross into the box, and Szoboszlai meets it!#LIVCHE pic.twitter.com/rM69foQtiH— Premier League (@premierleague) January 31, 2024 Szoboszlai var þó ekki alveg tilbúinn að færa Bradley bakvarðastöðuna endanlega enda Alexander-Arnold einn af mikilvægustu mönnum Liverpool. „Við þurfum alla. Það er mikið af leikjum og Trent var óheppinn að meiðast. Við þurfum hann og vonandi meiðast ekki fleiri.“ Enski boltinn Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Aserar áhugalitlir og völlurinn hálftómur Sport Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking Körfubolti Fleiri fréttir Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Sjá meira
„Ég er ótrúlega stoltur og þetta er eitthvað sem mig hefur dreymt um lengi. Mér líður eins og mig sé að dreyma. Ég er mjög ánægður,“ sagði Bradley í viðtali eftir leikinn gegn Chelsea í kvöld en Liverpool fór með 4-1 sigur af hólmi. Markið sem hann skoraði kom eftir sendingu frá Luis Diaz en Bradley var skyndilega einn á auðum sjó og skoraði með góðu skoti í fjærhornið. IT'S CONOR BRADLEY'S WORLD AND WE'RE ALL JUST LIVING IN IT pic.twitter.com/IbCikEZZ4o— The Redmen TV (@TheRedmenTV) January 31, 2024 „Ég trúði þessu ekki og svo endaði hann neðst í horninu. Ég vissi ekki hvað ég átti að gera. Þetta var frábært,“ en Bradley fékk tækifærið í stöðu hægri bakvarðar eftir að stórstjarnan Trent Alexander-Arnold meiddist. „Auðvitað var leiðinlegt að Trent hafi meiðst. Þetta gerist í fótbolta og ég þurfti að nýta tækifærið. Í síðustu leikjum finnst mér ég hafa gert vel og ég þarf bara að halda áfram á þessari braut.“ „Vonandi meiðast ekki fleiri“ Dominik Szoboszlai var með Bradley í viðtalinu. Ungverjinn skoraði eftir sendingu frá Bradley og var ánægður með liðsfélaga sinn eftir leik. „Mark og tvær stoðsendingar. Hann gæti ekki beðið um betri dag. Við erum ánægðir að hafa hann og við höldum áfram,“ sagði Szoboszlai og þakkaði Bradley síðan fyrir stoðsendinguna. „Ég þurfti ekki að gera það mikið því hann lenti eiginlega bara á höfðinu á mér. Þetta er fyrsta skallamarkið mitt og vonandi verða þau fleiri.“ Dominik Szoboszlai with a Liverpool third, and it's Conor Bradley once again with the assist!The right-back sends a pinpoint cross into the box, and Szoboszlai meets it!#LIVCHE pic.twitter.com/rM69foQtiH— Premier League (@premierleague) January 31, 2024 Szoboszlai var þó ekki alveg tilbúinn að færa Bradley bakvarðastöðuna endanlega enda Alexander-Arnold einn af mikilvægustu mönnum Liverpool. „Við þurfum alla. Það er mikið af leikjum og Trent var óheppinn að meiðast. Við þurfum hann og vonandi meiðast ekki fleiri.“
Enski boltinn Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Aserar áhugalitlir og völlurinn hálftómur Sport Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking Körfubolti Fleiri fréttir Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Sjá meira