„Gildir einu hvort einstaklingur er tólf ára eða þrítugur“ Valur Páll Eiríksson skrifar 1. febrúar 2024 08:00 Bann Valievu er afturvirkt frá desember 2021 og mun hún því ná næstu Vetrarólympíuleikum árið 2026. Getty Hin rússneska Kamila Valieva, listdansari á skautum, var í vikunni dæmd í fjögurra ára keppnisbann vegna lyfjamisnotkunar þrátt fyrir að vera undir lögaldri. Framkvæmdastjóri Lyfjaeftirlits Íslands segir málið leiðinlegt en verki vonandi sem forvörn fyrir aðra. Valieva féll á lyfjaprófi í aðdraganda Ólympíuleikanna í Peking í byrjun árs 2022, þá aðeins 15 ára gömul. Í vikunni féll endanlegur dómur Alþjóðaíþróttadómstólsins, CAS, sem dæmdi hana í fjögurra ára bann, afturvirkt frá desember 2021. Birgir Sverrisson, framkvæmdastjóri lyfjaeftirlits Íslands, segir dóminn réttan. „Þetta er sanngjarn dómur, myndi ég segja, þrátt fyrir ungan aldur. En það þykir ljóst að hún var ekki ein í þessari lyfjamisnotkun. Hún gat ekki sýnt fram á vanrækslu eða óvísvitandi notkun,“ segir Birgir. Birgir Sverrisson, framkvæmdstjóri Lyfjaeftirlits Íslands.Vísir/Arnar Efnið Trimetazidine fannst í blóði Valievu, sem er á bannlista Alþjóðalyfjastofnunarinnar WADA. Valieva hélt því fram að hún hefði deilt vatnsglasi með afa sínum, en afinn taki inn hjartalyf sem innihalda Truimatazidine. Þau rök voru ekki tekin gild. Öll sönnunarbyrði í málum sem þessum liggur hjá íþróttamanninum. Þegar sem komið er á jafn háttsetta keppni og Ólympíuleikana munar lítið um aldurinn. Fáheyrt er að fólk sem mælist jákvætt geti sýnt fram á óvísvitandi notkun. „Það hvílir rík skylda á íþróttafólki að tryggja að engin bönnuð efni fari inn í líkama þeirra. Það er í raun mjög einföld regla, en hún er ströng. Þegar um jákvætt próf er að ræða gildir einu hvort einstaklingurinn er tólf ára eða þrítugur.“ „Í rauninni ber hún þá sömu skyldur og Usain Bolt, til dæmis, þrátt fyrir þennan unga aldur. En það er alveg ljóst að þeir sem voru í hennar fylgdarliði, hvort sem það eru ættingjar, þjálfarar eða starfsmenn, þeir bera líklega einhverja ábyrgð í þessu máli. Það hefur ekki komið í ljós og því ber hún ábyrgð í þessu máli,“ „Ef svo vill til að þetta var óvart hjá henni, þá er það ömurlegt mál fyrir hana. En ágætis forvörn fyrir aðra þá. Dómurinn telur hana ekki trúanlega í þessu máli, það er í raun bara niðurstaðan.“ segir Birgir. Viðtalið má sjá í spilaranum að neðan. Skautaíþróttir Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Vetrarólympíuleikar 2026 í Mílanó og Cortina Tengdar fréttir Sautján ára undrabarnið á leið í fjögurra ára keppnisbann Hin 17 ára gamla Kamila Valieva mun ekki keppa í listhlaupi á skautum næstu fjögur árin þar sem hún hefur verið dæmd í keppnisbann af CAS, Alþjóða íþróttadómstólnum. 29. janúar 2024 23:01 Fá loks Ólympíugullið tveimur árum seinna Keppendurnir sem misstu af verðlaunum þegar Rússar unnu gullið í liðakeppni í listdansi á skautum á Vetrarólympíuleikunum í Peking 2022 munu fá verðlaun sín við hátíðlega athöfn. 30. janúar 2024 16:31 Rússar áfrýja eigin sýknudómi til CAS Á síðustu árum hafa komið upp hneykslismál í Rússlandi vegna lyfjabrota hjá íþróttamönnum og yfirvöld í Rússlandi verið sökuð um að fela gögn fyrir Alþjóðalyfjaeftirlitsstofnuninni. Nú hafa þeir hins vegar áfrýjað eigin sýknudómi til Alþjóðaíþróttadómstólsins. 25. febrúar 2023 12:46 Valieva snýr aftur á svellið í fyrsta sinn eftir skandalinn í Peking Rússneska skautakonan Kamila Valieva snýr aftur á svellið um helgina og keppir í fyrsta sinn síðan á Vetrarólympíuleikunum í Peking. 23. mars 2022 07:16 Valieva bönnuð á HM en ekki vegna lyfjaneyslu Hin 15 ára gamla Kamila Valieva, sem vakti svo mikla athygli á Vetrarólympíuleikunum í Peking í síðasta mánuði, verður ekki með á heimsmeistaramótinu í listhlaupi á skautum í Frakklandi síðar í þessum mánuði. 3. mars 2022 09:30 Vann gullið en enginn að tala um hana: „Er tóm að innan“ Anna Shcherbakova, sem vann gullverðlaun í einstaklingskeppninni í listdansi á skautum, segist eiga erfitt með að njóta sigursins því athyglin hefur svo sannarlega ekki verið á henni heldur tveimur öðrum rússneskum skautakonum. 18. febrúar 2022 13:31 Illgjarnt fólk sem láti börn dópa eigi heima í fangelsi Á meðal þeirra sem gagnrýnt hafa þá staðreynd að hin 15 ára gamla Kamila Valieva megi keppa á Vetrarólympíuleikunum er forseti alþjóða lyfjaeftirlitsins (WADA), Witold Banka, sem segir að fólk sem láti börn neyta ólöglegra, árangursaukandi lyfja eigi heima í fangelsi. 17. febrúar 2022 07:59 Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Amanda hætt hjá Twente Sjá meira
Valieva féll á lyfjaprófi í aðdraganda Ólympíuleikanna í Peking í byrjun árs 2022, þá aðeins 15 ára gömul. Í vikunni féll endanlegur dómur Alþjóðaíþróttadómstólsins, CAS, sem dæmdi hana í fjögurra ára bann, afturvirkt frá desember 2021. Birgir Sverrisson, framkvæmdastjóri lyfjaeftirlits Íslands, segir dóminn réttan. „Þetta er sanngjarn dómur, myndi ég segja, þrátt fyrir ungan aldur. En það þykir ljóst að hún var ekki ein í þessari lyfjamisnotkun. Hún gat ekki sýnt fram á vanrækslu eða óvísvitandi notkun,“ segir Birgir. Birgir Sverrisson, framkvæmdstjóri Lyfjaeftirlits Íslands.Vísir/Arnar Efnið Trimetazidine fannst í blóði Valievu, sem er á bannlista Alþjóðalyfjastofnunarinnar WADA. Valieva hélt því fram að hún hefði deilt vatnsglasi með afa sínum, en afinn taki inn hjartalyf sem innihalda Truimatazidine. Þau rök voru ekki tekin gild. Öll sönnunarbyrði í málum sem þessum liggur hjá íþróttamanninum. Þegar sem komið er á jafn háttsetta keppni og Ólympíuleikana munar lítið um aldurinn. Fáheyrt er að fólk sem mælist jákvætt geti sýnt fram á óvísvitandi notkun. „Það hvílir rík skylda á íþróttafólki að tryggja að engin bönnuð efni fari inn í líkama þeirra. Það er í raun mjög einföld regla, en hún er ströng. Þegar um jákvætt próf er að ræða gildir einu hvort einstaklingurinn er tólf ára eða þrítugur.“ „Í rauninni ber hún þá sömu skyldur og Usain Bolt, til dæmis, þrátt fyrir þennan unga aldur. En það er alveg ljóst að þeir sem voru í hennar fylgdarliði, hvort sem það eru ættingjar, þjálfarar eða starfsmenn, þeir bera líklega einhverja ábyrgð í þessu máli. Það hefur ekki komið í ljós og því ber hún ábyrgð í þessu máli,“ „Ef svo vill til að þetta var óvart hjá henni, þá er það ömurlegt mál fyrir hana. En ágætis forvörn fyrir aðra þá. Dómurinn telur hana ekki trúanlega í þessu máli, það er í raun bara niðurstaðan.“ segir Birgir. Viðtalið má sjá í spilaranum að neðan.
Skautaíþróttir Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Vetrarólympíuleikar 2026 í Mílanó og Cortina Tengdar fréttir Sautján ára undrabarnið á leið í fjögurra ára keppnisbann Hin 17 ára gamla Kamila Valieva mun ekki keppa í listhlaupi á skautum næstu fjögur árin þar sem hún hefur verið dæmd í keppnisbann af CAS, Alþjóða íþróttadómstólnum. 29. janúar 2024 23:01 Fá loks Ólympíugullið tveimur árum seinna Keppendurnir sem misstu af verðlaunum þegar Rússar unnu gullið í liðakeppni í listdansi á skautum á Vetrarólympíuleikunum í Peking 2022 munu fá verðlaun sín við hátíðlega athöfn. 30. janúar 2024 16:31 Rússar áfrýja eigin sýknudómi til CAS Á síðustu árum hafa komið upp hneykslismál í Rússlandi vegna lyfjabrota hjá íþróttamönnum og yfirvöld í Rússlandi verið sökuð um að fela gögn fyrir Alþjóðalyfjaeftirlitsstofnuninni. Nú hafa þeir hins vegar áfrýjað eigin sýknudómi til Alþjóðaíþróttadómstólsins. 25. febrúar 2023 12:46 Valieva snýr aftur á svellið í fyrsta sinn eftir skandalinn í Peking Rússneska skautakonan Kamila Valieva snýr aftur á svellið um helgina og keppir í fyrsta sinn síðan á Vetrarólympíuleikunum í Peking. 23. mars 2022 07:16 Valieva bönnuð á HM en ekki vegna lyfjaneyslu Hin 15 ára gamla Kamila Valieva, sem vakti svo mikla athygli á Vetrarólympíuleikunum í Peking í síðasta mánuði, verður ekki með á heimsmeistaramótinu í listhlaupi á skautum í Frakklandi síðar í þessum mánuði. 3. mars 2022 09:30 Vann gullið en enginn að tala um hana: „Er tóm að innan“ Anna Shcherbakova, sem vann gullverðlaun í einstaklingskeppninni í listdansi á skautum, segist eiga erfitt með að njóta sigursins því athyglin hefur svo sannarlega ekki verið á henni heldur tveimur öðrum rússneskum skautakonum. 18. febrúar 2022 13:31 Illgjarnt fólk sem láti börn dópa eigi heima í fangelsi Á meðal þeirra sem gagnrýnt hafa þá staðreynd að hin 15 ára gamla Kamila Valieva megi keppa á Vetrarólympíuleikunum er forseti alþjóða lyfjaeftirlitsins (WADA), Witold Banka, sem segir að fólk sem láti börn neyta ólöglegra, árangursaukandi lyfja eigi heima í fangelsi. 17. febrúar 2022 07:59 Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Amanda hætt hjá Twente Sjá meira
Sautján ára undrabarnið á leið í fjögurra ára keppnisbann Hin 17 ára gamla Kamila Valieva mun ekki keppa í listhlaupi á skautum næstu fjögur árin þar sem hún hefur verið dæmd í keppnisbann af CAS, Alþjóða íþróttadómstólnum. 29. janúar 2024 23:01
Fá loks Ólympíugullið tveimur árum seinna Keppendurnir sem misstu af verðlaunum þegar Rússar unnu gullið í liðakeppni í listdansi á skautum á Vetrarólympíuleikunum í Peking 2022 munu fá verðlaun sín við hátíðlega athöfn. 30. janúar 2024 16:31
Rússar áfrýja eigin sýknudómi til CAS Á síðustu árum hafa komið upp hneykslismál í Rússlandi vegna lyfjabrota hjá íþróttamönnum og yfirvöld í Rússlandi verið sökuð um að fela gögn fyrir Alþjóðalyfjaeftirlitsstofnuninni. Nú hafa þeir hins vegar áfrýjað eigin sýknudómi til Alþjóðaíþróttadómstólsins. 25. febrúar 2023 12:46
Valieva snýr aftur á svellið í fyrsta sinn eftir skandalinn í Peking Rússneska skautakonan Kamila Valieva snýr aftur á svellið um helgina og keppir í fyrsta sinn síðan á Vetrarólympíuleikunum í Peking. 23. mars 2022 07:16
Valieva bönnuð á HM en ekki vegna lyfjaneyslu Hin 15 ára gamla Kamila Valieva, sem vakti svo mikla athygli á Vetrarólympíuleikunum í Peking í síðasta mánuði, verður ekki með á heimsmeistaramótinu í listhlaupi á skautum í Frakklandi síðar í þessum mánuði. 3. mars 2022 09:30
Vann gullið en enginn að tala um hana: „Er tóm að innan“ Anna Shcherbakova, sem vann gullverðlaun í einstaklingskeppninni í listdansi á skautum, segist eiga erfitt með að njóta sigursins því athyglin hefur svo sannarlega ekki verið á henni heldur tveimur öðrum rússneskum skautakonum. 18. febrúar 2022 13:31
Illgjarnt fólk sem láti börn dópa eigi heima í fangelsi Á meðal þeirra sem gagnrýnt hafa þá staðreynd að hin 15 ára gamla Kamila Valieva megi keppa á Vetrarólympíuleikunum er forseti alþjóða lyfjaeftirlitsins (WADA), Witold Banka, sem segir að fólk sem láti börn neyta ólöglegra, árangursaukandi lyfja eigi heima í fangelsi. 17. febrúar 2022 07:59