Anníe Mist: Leyfi ykkur að koma aðeins inn í minn klikkaða haus Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. janúar 2024 08:30 Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir vinna saman að mörgum verkefnum. @empowerbydottir Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir taka nú aftur upp þráðinn í vinsælu hlaðvarpsþáttum sínum þar sem vinkonurnar fara yfir allar hliðar á því að vera íþróttakonur í fremstu röð. Fyrsti þátturinn á nýju ári fjallar einmitt um það sem er fram undan á árinu 2024. Hvað ætla vinkonurnar að afreka á þessu ári? Anníe Mist keppir náttúrulega ekki þar sem hún er ófrísk að sínu öðru barni en Katrín Tanja er væntanlega að undirbúa sig fyrir undankeppni heimsleikanna. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) Anníe Mist og Katrín Tanja gera þættina undir dóttir nafninu sem þær hafa verið duglegar í að flagga í mörgum verkefna sinna. Það voru auðvitað þær sem komu íslenskum dætrunum á CrossFit kortið með því að vinna tvo heimsmeistaratitla hvor á sínum tíma. „Ég leyfi ykkur að koma aðeins inn í minn klikkaða haus,“ byrjaði Anníe Mist færslu um framhald vinkvennanna á hlaðvarpsþáttaverkefni sínu. „Vegna þessara frábæru viðbragða ykkar við þáttunum þá erum við mættar aftur. Fyrsti þátturinn á þessu ári var að koma út og við stefnum að því að þeir komi hér eftir reglulega út,“ skrifar Anníe. „Í fyrsta þætti ársins þá erum við bara að tala um nýársheitin okkar og hvort þau séu góð eða slæm. Við förum líka fyrir fimm markmið sem við höfum sett okkur á þessu ári,“ skrifar Anníe. „Við höfum einnig tekið upp fyrstu þætti okkar með gestum og við höfðum mjög gaman af því. Það eru því spennandi þættir á leiðinni,“ skrifar Anníe. Anníe birtir líka myndbrot úr þættinum eins og má sjá hér fyrir ofan. Þar er hún að ræða það sem hún lærði af fyrstu meðgöngu sinni. Ef Instagram færslan birtist ekki er gott ráð að endurhlaða fréttinni. Fyrsta hlaðvarpsþátt ársins má aftur á móti nálgast hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=fC4msiQfD-A">watch on YouTube</a> CrossFit Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Körfubolti Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Fleiri fréttir Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Norris með aðra höndina á titlinum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Engin skoraði meira en Elín Klara Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Snævar setti heimsmet Sjá meira
Fyrsti þátturinn á nýju ári fjallar einmitt um það sem er fram undan á árinu 2024. Hvað ætla vinkonurnar að afreka á þessu ári? Anníe Mist keppir náttúrulega ekki þar sem hún er ófrísk að sínu öðru barni en Katrín Tanja er væntanlega að undirbúa sig fyrir undankeppni heimsleikanna. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) Anníe Mist og Katrín Tanja gera þættina undir dóttir nafninu sem þær hafa verið duglegar í að flagga í mörgum verkefna sinna. Það voru auðvitað þær sem komu íslenskum dætrunum á CrossFit kortið með því að vinna tvo heimsmeistaratitla hvor á sínum tíma. „Ég leyfi ykkur að koma aðeins inn í minn klikkaða haus,“ byrjaði Anníe Mist færslu um framhald vinkvennanna á hlaðvarpsþáttaverkefni sínu. „Vegna þessara frábæru viðbragða ykkar við þáttunum þá erum við mættar aftur. Fyrsti þátturinn á þessu ári var að koma út og við stefnum að því að þeir komi hér eftir reglulega út,“ skrifar Anníe. „Í fyrsta þætti ársins þá erum við bara að tala um nýársheitin okkar og hvort þau séu góð eða slæm. Við förum líka fyrir fimm markmið sem við höfum sett okkur á þessu ári,“ skrifar Anníe. „Við höfum einnig tekið upp fyrstu þætti okkar með gestum og við höfðum mjög gaman af því. Það eru því spennandi þættir á leiðinni,“ skrifar Anníe. Anníe birtir líka myndbrot úr þættinum eins og má sjá hér fyrir ofan. Þar er hún að ræða það sem hún lærði af fyrstu meðgöngu sinni. Ef Instagram færslan birtist ekki er gott ráð að endurhlaða fréttinni. Fyrsta hlaðvarpsþátt ársins má aftur á móti nálgast hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=fC4msiQfD-A">watch on YouTube</a>
CrossFit Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Körfubolti Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Fleiri fréttir Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Norris með aðra höndina á titlinum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Engin skoraði meira en Elín Klara Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Snævar setti heimsmet Sjá meira